Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 33

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 33 Feðgar njósnuðu fyrir A-Þjóðverja Karlsruhe, 2. desember. AP. TVEIR feðgar frá Heidelberg voru í dag handteknir vegna gruns um að þeir hafi stundað njósnir fyrir Austur-Þýzkaland, að sögn tals- manns saksóknara. Feðgarnir voru handteknir á fostudag. Þeir hafa ekki verið nafngreindir, en faðirinn er 62 ára og sonurinn 34. Þá er annar sonur, 25 ára, grunaður um að vera viðriðinn njósnirnar, en aðeins í örlitlum mæli og því var hann ekki handtekinn. Að sögn talsmanns saksóknara er faðirinn talinn hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðverja í 20 ár, eða frá 1965. Hann er verzlunarmaður. Nær öruggt þykir að þeir hafi ekki veitt Austur-Þjóðverjum upplýs- ingar um ríkisleyndarmál. Hafa þá alls 14 menn verið handteknir fyrir njósnir fyrir Austur-Þjóð- verja eða flúið af þeim sökum til Austur-Berlínar frá 6. ágúst. Vikuritið Quick segir í dag að Hans-Joachim Tiedge, sem flýði til Austur-Þýzkalands i sumar hafi flett ofan af tveimur „beztu njósnurum” Vestur-Þjóðverja í austur-þýzka stjórnkerfinu. Um er að ræða hjón, sem áttu vingott við Erich Honecker, leiðtoga Komm- únistaflokks Austur-Þýzkalands. Hafi Tiedge, fyrrum yfirmaður vestur-þýzkra gagnnjósna, svikið þessa fyrrverandi samstarfsmenn sína og sætu þeir nú á bak við lás og slá. Þau störfuðu í austur-þýzku öryggisþjónustunni og sendu það- an upplýsingar vestur yfir járntj- ald frá árinu 1976. Ar frá gasslysinu í Bhopal: Brúðubrenna við verk- smiðju Union Carbide Hhopal, Indlandi, 2. denember. AP. GÍFURLEGUR lögregluvörður var við verksmiðju Union Carbide í Bhopal í dag vegna ótta við ofbeld- isaðgerðir í tilefni þess að ár er liðið frá því eiturgas frá verksmiðjunni slapp út í andrúmsloftið með þeirri afleiðingu að á þriðja þúsund manns beið bana og enn fleiri hlutu varanleg örkuml. Búist var við miklu fjölmenni í grennd verksmiðjunnar í dag. Efna átti til blysfarar að verk- smiðjunni eftir myrkur og var aðalkrafa göngumanna að öll starfsemi Union Carbide, eða dótt- urfyrirtækja, yrði upprætt. Þá var ætlunin að minnast þeirra sem létu lífið í fyrra með því að brenna jafn margar brúður. Samkvæmt síðustu fregnum fór allt friðsamlega fram, en lögreglan handtók 150 menn, sem grunaðir voru um áform um að nota aðgerð- ir syrgjenda þeirra sem biðu bana í fyrra til að stofna til óspekta. AP/Sfmamynd Leiðtogar aðildarríkja Evrópubaudalagsins ásamt aðstoðarmönnum sínum á fundi í Lúxemborg á mánudagsmorgun. Forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzales, situr einnig fundinn, þar sem Spánn gengur í Evrópubandalagið um áramótin. Leiðtogafundur Evrópubandalagsins: Stuðnmgi lýst yfir leiðtogafundi í Genf LAiemborg, 2. desember. AP. STARFSMENN Evrópubandalags- ins undirbjuggu í dag stuðningsyfir- lýsingu við þann ásetning Banda- ríkjamanna og Sovétmanna að draga úr spennu milli austurs og vesturs, eins og Reagan og Gorbac- hev ákváðu á fundi sínum í Genf fyrir hálfum mánuði. Yfirlýsingin verður birt opin- berlega á morgun, þriðjudag, ef leiðtogar aðildarríkja Evrópu- bandalagsins samþykkja hana. Helmut Kohl, Margrét Thatcher og Francois Mitterand þinga nú, ásamt leiðtogum annarra aðildar- ríkja Evrópubandalagsins, um ýmsar breytingar, sem gera skal á stofnsamningi bandalagsins frá 1957. Ýmsar breytingar eru ráðgerð- ar. Hingað til hefur þurft að samþykkja allar tillögur einróma, en ráðgert er að hér eftir þurfi aðeins meirihluta. Þá á að leggja af öll þjónustu- og viðskiptahöft, sem enn ríkja milli aðildarríkj- anna, samstilla fjármálastefnu, gera stjórnmálasamstarf skyldu- bundið og auka völd Evrópuþings- ins, sem nú gegnir ráðgjafahlut- verki. Vonast er til að einhverjar ákvarðanir verði teknar áður en þinginu lýkur á morgun og er búist við að minnstur ágreiningur sé um tillöguna um stjómmálasamstarf- ið, sem felur í sér að sérstök skrif- stofa verði opnuð í höfuðstöðvum Evrópubandalagsins í Briissel til að samræma afstöðu aðildarríkja um utanríkismál. Helsta umræðuefnið á þinginu í morgun voru Portúgal og Spánn, sem ganga í Evrópubandalagið 1. janúar. Talið er að sú iðja, sem nefnist „áhættukynmök", sé á undanhaldi í Bandaríkjunum. Myndin er tekin á hommahátíð í Bandaríkjunum, en það eru helzt kynhverfir karlmenn, sem stundað hafa kynmök af þessu tagi. Varað við ,4hættukynmökum“ Frá Jóni Ásgeiri Siguróíwyni, fréturiura Morgunblaósinn í New York. „ÁHÆTTUKYNMÖK“ (high-risk sex) heitir atferli, sem flestir hér í Bandaríkjunum hafa haft spurnir af og eftir því sem næst verður kom- ist, er sú iðja að leggjast niður. Kemur þar helst til að „áhættukynmök“ eru nú víða bönnuð á opinberum vettvangi og einnig hefur verkað letj- andi á þá sem stundað hafa slíkt atferli, að það býður hættunni heim — viðkomandi eiga það nefnilega á hættu að smitast af ónæmistæringu. Árið 1983 færðu vísindamenn sönnur á það að ónæmistæring smitast við það að berast með líkamsvessum eða blóðgjöf. Menn geta því fengið veiruna sem veldur ónæmistæringu við kynmök, við blóðblöndun og við sameiginlega notkun á sprautu- nálum. Forsvarsmenn heilbrigð- ismála í Bandaríkjunum beindu fljótlega athyglinni að almenn- ingsböðum í stórborgunum. Almenningsböð í New York, San Fransisco og víðar hafa um langt skeið verið samkomustaðir fyrir fólk sem sækist eftir afbrigðilegu kynlifi með ókunnugum. Meðal annars hafa kynhvarfir karlar „í felurn" stundað baöhúsin, þar gátu þeir fengið útrás fyrir hvat- ir sínar án þess að upp kæmist. Stóðlíf var útbreitt í baðhúsum þessum og sagt frá dæmum þess að sumir gestir hefðu kynmök við allt að tug karlmanna á einu kvöldi. Það var skorað á menn að binda enda á fjöllyndið í almenningsböðunum. Aðsóknin fór minnkandi þegar uppvíst varð um hættuna af hinum banvæna sjúkdómi, ónæmistæringu, en heilbrigðis- yfirvöld voru þó ekki ánægð með árangurinn og er nú víða verið að loka baðhúsunum. Baðhús, sem enn eru opin, hafa sum svarað með því að reyna að upplýsa gestina um „áhættukyn- mök“ og auk þess eru gestum afhentar verjur um leið og þeir leigja sér skáp eða einkaklefa í baðhúsinu. í San Francisco hafa „áhættu- kynmök" verið bönnuð í almenn- ingsbaðhúsum um eins árs skeið. Upphaflega stóð til að loka þess- um stöðum fyrir fullt og allt, en eigendurnir leituðu til dómstóla, og féll dómur á þá leið að lokun baðhúsanna samræmdist ekki ákvæðum bandarísku stjórnar- skrárinnar. í dómsúrskurði Roy L. Wonder, dómara í hæstarétti Kaliforníu-fylkis, voru ströng fyrirmæli um eftirlit með því að ekki séu stunduð „áhættukyn- mök“ í baðhúsunum. Til „áhættu- kynmaka" taldi dómarinn allt samræði þar sem líkamsvessar berast á milli manna í endaþarm eða í munnhol. Baðhúsaeigendur mótmæltu því sem þeir nefndu „lögreglueft- irlit með kynlífi" og áfrýjuðu dómsúrskurði Wonder dómara. Sú áfrýjun hefur enn ekki komið til kasta æðri dómstóla. Dr. Dean Echrenberg, sem veiti forstöðu smitsjúkdómadeild heilsuverndarráðs San Fran- cisco, segir að frá því bannið gekk í gildi fyrir einu ári hafi verulega fækkað tilfellum lek- anda í endaþarmi hjá kynhvörf- um karlmönnum. Dr. Echenberg telur ástæðuna að mjög hafi dregið úr kynmökum í almenn- ingsböðunum. Sá sem þjáist af ónæmistær- ingu hefur bæði sýkst af tæring- arveirunni HTLV-3 og er jafn- framt haldinn einum eða fleiri tilteknum sjúkdómum sem fylgja ónæmistæringu. Það er hinsveg- ar alls ekki sjálfgefið að einstakl- ingur sem hefur sýkst af þessari veiru, verði ónæmistæringu að bráð. Margir ganga með veiruna án þess að veikjast og mynda jafnframt mótefni gegn henni. En þeir sem hafa smitast geta um árabil smitað aðra, það er ekki vitað með vissu hvort smit- hættu léttir nokkurn tíma. Þegar maður hinsvegar veikist af veirunni HTLV-3 bilar ónæm- iskerfi líkamans og af þeirri ástæðu ræður sjúklingurinn ekki við aðra sjúkdóma sem draga hann til dauða. Algengastir eru ákveðin tegund lungnabólgu (pneumocystic pneumonia) og krabbamein {æðakerfinu. Dr. Robert Gallo var fyrsti bandaríski vísindamaðurinn sem greindi tæringarveiruna, en um svipað leyti uppgötvuðu franskir vísindamenn hana einnig. Á ráð- stefnu um krabbamein í San Diego 21. október sl. sagðist hann telja góðar horfur á að það takist að finna aðferðir til að vinna bug á þessum banvæna sjúkdómi. Það hefur yfirleitt reynst erf- itt að ráða niðurlögum veirusjúk- dóma með lyfjum og veiran sem veldur ónæmistæringu er sérlega erfið viðureignar. Hún sest að í erfðaefni mikilvægra líkams- fruma og það er mjög erfitt að nálgast hana þar. Dr. Gallo er yfirmaður þeirrar deildar bandarísku krabba- meinsstofnunarinnar sem ann- ast rannsóknir á líffræði æxlis- fruma. Talsmenn bandaríska heilbrigðisráðuneytisins álíta að að ekki takist að ráða niðurlögum ónæmistæringar næsta áratug- inn, en Dr. Gallo sagðist bjart- sýnni en svo. Hann sagði að á 15 sjúklingum með ónæmistær- ingu hefðu verið gerðar tilraunir með nýtt lyf, azidothymidine, eða öðru nafi S-efnablönduna, og hefðu þær tilraunir gefið umtals- verðan árangur. En auk þess sem reynt er að finna árangursríka lyfjameðferð, er líka unnið að því að finna bóluefni við ónæmistæringu. Meginvandinn við að finna bólu- efni er sá að ysta lag HTLV-3 veirunnar breytist ört. Hug- myndin er að finna í þessu ysta lagi svonefnda ótefnisvaka, sem ónæmiskerfið tekur mið af þegar það myndar mótefni gegn veir- unni. Ef það tekst að finna bólu- efni sem vísar á þessa mótefnis- vaka, framleiðir ónæmiskerfið mótefni gegn veirunni. En vegna þess hversu ysta lag HTLV-3 veirunnar er óstöðugt, hefur enn ekki tekist að búa til bóluefni sem dugir. Á meðan ekki er hægt að beita lyfjum eða bóluefnum gegn tær- ingarveirunni HTLV-3, er ein- ungis hægt að halda þessum skæða sjúkdómi í skefjum með því að hindra smitun milli manna. Smitun verður af því talið er nær einvörðungu við sammfarir, blóðgjöf eða notkun mengaðra sprautunála. Banda- rísk heilbrigðisyfirvöld leggja af þessum ástæðum höfuðáherslu á að telja áhættuhópana á að gæta ítrustu varúðar og auk þess er mikið gert af því í fjölmiðlum að fræða almenning um stað- reyndir ónæmistæringar. St Laurence-fljót: Tugir skipa bíða við löskuðu brúna Valleyfíeld, Quebec, 2. deaember. AP. UNNIÐ er dag og nótt við St. Louis- brúna, sem laskaðist, þegar ind- verskt skip sigldi á hana á föstudag. Yfir 30 skip bíða á St. Laurence- fljóti eftir að komast leiðar sinnar, enda umferð mikil á þessum tíma árs, að sögn yfirvalda. Brúin er um 40 km fyrir vestan Montreal. Unnið er að því að koma stálvír- um milli brúar og vinduhúss, auk þess sem verið er að bæta við bit- um í brúargólfið til þess að styrkja það. Var vonast til, að unnt reynd- ist að opna Beauharnois-skipa- skurðinn fyrir umferð í dag, mánu- dag. Indverska skipið, sem sigldi á brúna, var á leið út á Atlantshaf, og situr það enn fast undir brúnni. Umsjónarmenn skipaleiðarinnar um Laurence-fljót hafa ákveðið að skipið skuli sitja áfram, þar sem það er komið, og styðja undir brúna. Verður skipið ekki losað fyrr en mesta umferðartímanum er lokið síðast í mánuðinum. Þetta er í annað skiptið, sem ■skipaleið þessi lokast nú á haust- mánuðum. í októberbyrjun lokað- ist leiðin í 24 daga, þegar loka laskaðist í Welland-skurðinum fyrir vestan Niagara-fossana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.