Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 35
Vestur-Þýskaland MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 35 Úthlutun friðar- verðlauna mótmælt Bonn, 2. desember. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hefur ásamt leiðtogum hægri flokka í níu öðrum Evrópu- ríkjum skorað á norsku Nóbelsverð- launanefndina að veita sovéska Iskninum Yevgeny Chazov ekki friðarverðlaunin. Jiirgen Merschmeier, talsmaður Kristilega demókrataflokksins í Vestur-Þýskalandi, sagði að stjórnmálaleiðtogarnir hefðu sent nefndinni í Osló bréf þess efnis að Chazov fengi ekki verðlaunin. Lýst var yfir því í október að samtök lækna gegn kjarnorkuvá fengju verðlaunin og eiga bandariski læknirinn Bernard Lown og Chazov að taka á móti verðlaunun- um 10. desember í Osló. Að sögn Merschmeiers eru flokksformennirnir andmæltir því að Chazov taki við verðlaununum þar sem hann hafi tekið þátt í ofsóknum sovéska ríkisins gegn andófsmanninum Andrei Shak- arov, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975. Kínverska fréttastofan Xinhua: Engin stór vanda- mál leyst í Genf PoLinn 9 doaomher AP Peking, 2. desember. AP. LEIÐTXKJAFUNDUR Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna í sfðasta mánuði skapaði viðrsðugrundvöll milli stórveldanna, en þar tókst ekki „að leysa nein þeirra vanda- mála, sem ógna friði í heiminum", segir í grein, sem kínverska frétta- stofan Xinhua greindi frá á sunnu- dag og eignaði ákveðnum höfundi. I greininni sagði, að það „stuðl- aði að alþjóðlegri slökun“, ef Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev tækist að bæta sambúð landa sinna. Ennfremur sagði í greininni, að auðséð væri, þegar skoðað væri það, sem fram hefði komið um leiðtogafundinn, að ekki hefði tekist að komast neitt áleiðis „i mikilvægum málum eins og af- vopnunarmálum eða i viðræðum um staðbundin deilumál“ milli ríkjanna. Flugránið: Sundurskotinn lögreglubíll Hlið rútunnmr er eins og gatasigti eftir sprengjutilrsói í mióborg Aþenu á dögunum. Rútan var full af lög- reglumönnum, og slösuðust 17 þeirra. Bifreið sem hlaðin var sprengiefni, sprakk er rútunni var ekið fram hjá henni. Var farþegi imi borð í vit- orði með rænmgjunum? o j___■_a n Kaíró, 2. desember. AP. Frakkland: Mesta rán í áratug ('olombea, Frakklandi, 2. desember. AP. VOPNAÐIR rsningjar stálu snemma í morgun 60 til 70 milljón- um franka (310 til 370 milljónum íslenskra króna) úr höfuðstöðvum fjárflutningafyrirtskisins Brinks í Frakklandi. Þjófarnir brutust inn á heimili tveggja starfsmanna hjá Brinks og þvinguðu þá til að opna fyrir sig skrifstofur fyrirtskisins. Ekki er vitað hvað ræningjarnir voru margir. Vopnaðir menn urðu eftir til að gæta fjölskyldna starfs- mannanna meðan ránið fór fram. Ræningjarnir tóku með sér kassa með peningum og ávísunum. Þegar fimm öryggisverðir komu til vinnu klukkan fimm í morgun handsöm- uðu ræningjarnir þá og héldu áfram að ræna og rupla skrifstofur Brinks í Colombes, bæ skammt norðvestur af París. Að sögn frönsku lögreglunnar er þetta mesta rán í Frakklandi í ára- tug. Aðstoðarflugmaður egypsku þot- unar sem rsnt var fyrir skömmu hefur sagt að grískur farþegi um borð í vélinni hafi hugsanlega verið í vitorði með flugrsningjunum. Að- stoðarflugmaðurinn, Emad Bahey, sagði í samtali við dagblaðið Al— Akhbar að Grikkinn vsri enn á Möitu með taugaáfall eftir að hafa landi á laugardag, í þriðja sinn á þessu ári. Ennfremur hskkaði verð á mjólk og mjólkurvörum, kaffi og óáfengum drykkjarvörum. Verð á venjulegu bensíni hækk- aði um 15%, úr 65 í 75 drökmur (68 í 78 ísl. kr.), og bensín í hæsta gæðaflokki hækkaði um 11% (í 80 drökmur lítrinn). Verð á díselolíu hækkaði um 8%, úr 38 í 41 drökmu. Verðhækkanir þessar koma í kjölfar 15% gengisfellingar hitt flugstjórann, Hani Galal. Behey sagði að Grikkinn hefði „hagað sér grunsamlega" um borð í vélinni. Hani Galal sagði i samtali við Al—Akhbar er hann kom frá Möltu að tveir flugræningjar hefðu komist af þegar egypska víkinga- sveitin réðist um borð í flugvélina og væri annar í sjúkrahúsi á Möltu drökmunnar í októberlok. í opinberri tilkynningu sósial- istastjórnar Andreasar Pap- andreous sagði, að verðhækkan- irnar væru nauðsynlegar til að vinna upp halla á olíuinnkaupa- reikningi landsins. Grikkir flytja árlega inn yfir 7 milljónir tonna af hráolíu. Mjólk, ostur og aðrar mjólkur- vörur hækkuðu um 17% í verði að meðaltali. Verð á kaffi og óáfeng- um drykkjarvörum hækkaði um 8% að meðaltali. Grikkland: Verðhækkun á mjólk- urvörum og bensíni Aþenu. 2. deaember. AP. BENSINVERÐ hækkaði í Grikk- Ástandið í Afríku: Má líkja við afleiðing- ar heimsstyrjaldar Washington, 2. denember. AP. ÁSTANDINU í Afríku nú má líkja við afleiðingarnar af heimsstyrjöld, að því er segir í áliti nefndar sem fer með utan- ríkismál. Þurrkar, hungursneyð- ir og skuldir þar eru með þeim hætti að það er erfitt fyrir fólk í öðrum heimshlutum að gera sér ástandið Ijóst, segir enn- fremur í álitinu. í tillögum nefndarinnar um úrbætur segir, að Sameinuðu þjóðirinar eigi að þrefalda aðstoð sína við ríki Afríku, útbúa nýja áætlun um greiðslu erlendra skulda og binda alla aðstoð skil- yrðum um langtíma þróunar- áætlanir. Meðal þeirra vanda- mála sem blasa við Afríkuríkj- um, má nefna að þar er að finna 20 af 32 fátækustu ríkjum í ver- öldinni, fólksfjölgun þar er hin mesta. Búist er við að á næstu árum minnki landbúnaðarfram- leiðsla margra landa þar og skortur er á sérhæfðu vinnuafli. 60% af fólkinu fær minna en þær hitaeiningar sem það þarf á að halda og þriðjungur þess borðar innflutta fæðu. eftir taugaáfall. Yfirvöld á Möltu hafa aðeins fengist til að staðfesta opinberlega að einn af flug- ræningjunum, sem hefðu verið fjórir eða fimm, hefði lifað af árás- ina. Nafn hans er Omar Marzouki og hann hefur vegabréf frá Túnis. Marzouki liggur á sjúkrahúsi í Valletta vegna sára á brjósti og hefur enn ekki verið ákærður. Al—Akhbar lýsir Grikkjanum sem manni um fimmtugt, snyrti- lega klæddum. „Framkoma hans um borð í flugvélinni var grunsam- leg,“ segir Bahey. „Þegar Marzouki tók sér stöðu í stjórnklefanum fór Grikkinn til hans og afhenti hon- um vegabréf eins farþegans ... Hann brosti þegar óttinn gagntók farþegar og áhöfn. Þessi sami maður fékk taugaáfall þegar hann hitti flugstjórann eftir björgun- ina.“ Mubarak Egyptalandsforseti ásakar Palestínuaraba sem eru fráhverfir Yesser Arafat um flug- ránið og fullyrðir að bein tengsl hafi verið milli þeirra og Líbýu. Gæðagrípur sem gleður augað BILDMEISTER FC 690 er vönduð vestur-þýzk gæöavara: 27“ — PIL-S4-myndlampi • frábær myndgæöi • sannir litir 15W — hátalari • mikil tóngæöi Orkunotkun aðeins 70W • staðgreiðsluafsláttur eða • greiðsluskilmálar SMITH — & N0RLAND H/F Nóatún 4 — 105 Reykjavík sími: 28300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.