Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 36

Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 fHtvgttiiMfifctfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Erlend máláhrif á fslandi Eitt land, ein þjóð og ein tunga. Þessi þríeina stað- reynd, sem fullveldi okkar er reist á, kom skýrt fram í máli manna á ráðstefnu um verndun og eflingu íslenzkrar tungu, sem Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra efndi til á fullveld- isdaginn, fyrsta desember síðast- liðinn. Erlend máláhrif fara vaxandi hér á landi, ekki sízt með nýrri fjölmiðlatækni, það er erlendu útvarps-, sjónvarps- og myndbandaefni, sem flæðir inn í íslenzkt samfélag. Gervihnettir, sem færa heimsbyggðina senn saman í eina fjölmiðlafjölskyldu, samskiptaþjóðfélag í stað neyzluþjóðfélags eins og á var bent á ráðstefnunni, auka enn á ásókn og áhrif stærri og sterkari menningarsvæða að sérkennum og menningarlegu sjálfstæði hinna smærri. Það er því meir en tímabært að efla þjóðtungu okkar, sem geymir dýrmætan menningararf og er hornsteinn fullveldisokkar. Við höfum hinsvegar gnótt vopna í varnarbaráttu okkar. Engin Evrópuþjóð stendur betur að vígi en við að því leyti til, að hér talar þjóðin öll eitt og sama tungumálið. Hér er ekkert minnihlutamál, sem hefur í för með sér ærinn samskiptavanda víða. Engin þjóð önnur er al- mennt læs á fornar bókmenntir sínar eins og þær vóru skráðar á skinn í upphafi ritaldar í landinu. Vitundin og vissan um, að mál þjóðarinnar og menning eru hornsteinar fullveldis okkar, er mikilvægur þáttur daglegs lífs okkar og eiga til að mynda frændur okkar á Norðurlöndum erfitt með að skilja málsmenn- ingaráhuga okkar. En þeir öf- unda okkur af honum. Við gerum okkur glögga grein fyrir því að menningarlegt og stjórnarfars- legt sjálfstæði íslenzkrar þjóðar eru tvær hliðar á sama fyrir- bærinu. Sú staðreynd er og hvetj- andi, að þjóðtunga okkar stóð af sér sex alda utanaðkomandi stjórnsýslu. íslenzk einangrun er hinsveg- ar sízt keppikefli. Við höfum allar götur frá landnámi haft menningarsamskipti við um- heiminn. íslenzk menning er grein á meiði evrópskrar menn- ingar. Svo verður áfram. Hins- vegar þarf að virkja heimili, skóla, fjölmiðla og almennan áhuga fólks I landinu til varð- veizlu og eflingar móðurmálinu á tímum vaxandi erlendra mál- áhrifa, ekki sízt engilsaxneskra, sem nú fara í vöxt. Hluti af varnarstarfinu er að standa trú- an vörð um bókina, höfuðtákn menningar okkar, skáld okkar og rithöfunda. Síðast en ekki sízt verðum við að leggja áherzlu á mælt mál, framburð þess og skýrleika. Það þarf að verða eft- irsóknarvert og dæmigert fyrir góða menntun hvers konar að vera mæltur vel á móðurmálið. Þrjár ályktanir vóru gerðar á ráðstefnu þeirri um varðveizlu og eflingu íslenzkrar tungu, sem menntamálaráðherra boðaði til: • í fyrsta iagi um málblöndun, sem þegar hefur átt sér stað vegna nýrrar tækni og nýrra tækja á vinnustöðum. Ráðstefn- an beindi þeim tilmælum til forystumanna vinnumarkaðar- ins, einstakra vinnusvæða og fólks almennt, að beita sér fyrir kosningu málnefnda, hvert á sínu sviði, sem freisti þess að finna íslenzk orð yfir tæki og verkheiti, sem eru ný af nálinni eða koma til sögu í framtíðinrti. Málnefnd- um af þessu tagi hefur þegar verið komið á fót á einstökum starfssviðum og gefið góða raun. Stjórnarráðið mætti að ósekju efna til einnar slíkrar vegna títt um talaðrar „stofnana-íslenzku". • í annan stað taldi ráðstefnan nauðsynlegt að hefja kennslu í upplestri, það er framburði, á efri skólastigum. „Með skýrum og fallegum framburði tungunn- ar,“ segir í ályktun ráðstefnunn- ar, „næst fram sú undirstaða, sem gæti snúið okkur frá því undanhaldi, sem almælt er að nú ríki. Mjög mikilvægt er og að gera kennarastörf eftirsóknar- verð og lífvænleg á nýjan leik.“ • í þriðja lagi var ályktað um nauðsyn þess „að þýða á íslenzku allan texta, utan sönglaga-, sem dreift er með sjónvarpsmyndum á almennan vettvang." Það var tímabært að efna til ráðstefnu af þessu tagi. Húsfyllir í Þjóðleikhúsinu talaði sínu máli um almennan áhuga. Eftirleikur- inn hlýtur síðan að verða sá að fylgja málinu fast eftir. Mennta- málaráðuneytið og stofnanir á þess vegum, skólar og ríkisfjöl- miðlar, hafa þar forystuhlut- verki að gegna.. Sverrir Her- mannson menntamálaráðherra komst svo að orði í ávarpi sem hann flutti á ráðstefnunni: „íslenzk tunga á í vök að verj- ast. Enn mun að henni sótt af auknu afli þegar grúi vígahnatta tekur að sveima yfir höfðum okkar og spú yfir okkur lág- menningu ómældri á erlendum tungum. En - það hefur áður verið sótt að íslenzkri tungu. Það er með ólíkindum að hún skyldi standast raun sex alda erlendrar yfirdrottnunar og embættis- mannaskara. Kannski gerði hún enn betur. Kannski reis íslenzk tunga upp undan þeirri ásókn auðugri og fegurri en nokkru sinni. Svo mun enn verða ef við viljurn." Svo mun enn verða ef við vilj- um og erum reiðubúin til að leggja fram þá fjármuni og þá fyrirhöfn sem til þarf. Og engin fjárfesting mun arðgæfari ís- lenzkri þjóð. ICELAND 66° Bókmenntir Gylfi Þ. Gíslason Pamela Sanders & Roloff Beny ICELAND 66°North Formáli eftir John Julius Norwich Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík 1985 I. Hvað sá og heyrði útlendingur, sem kom til Islands aldamótaárið 1900? Reykjavík var þá lágreist þorp með nokkrum þúsundum íbúa. Torfkofar settu svip á bæinn. Eflaust væri of djúpt tekið í árinni, að segja bæjarbraginn hafa verið hálfdanskan, en alíslenzkur var hann ekki. Varla gat heitið, að um götur væri að ræða. Og höfn var auðvitað engin. Um þetta leyti erjuðu íslendingar jörðinaogsóttu sjóinn með svipuðum aðferðum og þeir höfðu gert á söguöld. Orf og ljár voru aðalvinnutæki land- búnaðarins. Sjórinn var sóttur á opnum bátum og nokkrum segl- skútum. Enginn iðnaður var stundaður. í landinu var engin verksmiðja. Líklega er óhætt að segja, að þar hafi ekki verið til vél. A fyrstu áratugum þessarar aldar varð hins vegar gerbreyting á atvinnuháttum og fjármálum íslendinga. Á einum mannsaldri var lagður grundvöllur að nútíma- iðnríki á þessu afskekkta eylandi, norður undir heimsskautsbaug, og það fékk á sig svipmót norræns velferðarríkis. Þjóðin svo að segja stökk í einu stökki úr miðöldum inn í nútímann. Hvernig mátti þetta gerast? Það er í rauninni furðuleg tilvilj- un, að skömmu eftir aldamót skuli þrennt hafa gerzt samtímis á ís- landi: Landið fékk heimastjórn og þar með raunverulegt siálfstæði. Iðnbyltingin barst til Islands, í mynd botnvörpunga, vélbáta og síðar fiskvinnslustöðva í landi, 150 árum síðar en hún hafði umbylt efnahag Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Og íslendingar eign- uðust seðlabanka, sem gaf út gull- tryggða seðla, og þar með eigið peningakerfi. Þetta þrennt varð grundvöllur þeirra miklu fram- fara, sem átt hafa sér stað á þess- ari öld. Það má hins vegar teljast tor- ráðin gáta, hvernig það gat gerzt, að bláfátæk þjóð skuli á örskömm- um tíma hafa komizt til þeirra bjargálna, sem raun varð á. í mínum augum er meginskýr- ingin sú, að íslendingar voru um aldamótin, þrátt fyrir fátækt sína, menntuð þjóð. Þeir höfðu haldið tryggð við tungu sína og menn- ingu. Og menning þeirra var, eins og hún hafði alltaf verið, alþýðu- menning, ekki menning fámennrar yfirstéttar. Þess vegna reyndist fátækum bónda auðvelt að læra ný störf um borð í botnvörpungi, sjómaðurinn af árabátnum varð góður starfsmaður í verksmiðju. Saga íslendinga á fyrstu áratugum þessarar aldar er skýrt dæmi þess, að menntun hefur ekki aðeins gildi í sjálfri sér. Hún hefur einnig hagnýta þýðingu. En nú eru vandamál íslendinga sem þjóðar önnur en þau voru á fyrri hluta þessarar aldar. Það, sem þá reið á, var annars vegar að festa fengið sjálfstæði í sessi og treysta undirstöður nútímaat- vinnulífs á íslandi. Hvort tveggja tókst. En heimurinn er orðinn allur annar en hann var, ekki aðeins á sviði hermála og efna- hagsmála, heldur einnig á sviði menningarmála. Veröldin er að verða ein heild. Einhvers konar alþjóðamenning sækir að öllum þjóðlegum verðmætum. Auðvitað hefur það kosti frá sumum sjónar- miðum — eða getur a.m.k. haft það. En er það til góðs, að einstak- ar þjóðir taki í sívaxandi mæli að draga dám hver af annarri? Eigum við þegjandi og aðgerðarlaus að sjá á bak þeim sérkennum, sem við erfðum frá forfeðrum okkar? Þau hafa ekki sömu þýðingu og áður, þegar þau voru rök fyrir rétti til sjálfstæðis, eða auðvelduðu tök á nýrri verkmenningu. En hafa þau ekki samt sem áður ómetan- legt gildi? Er ekki meginvandi smáþjóða eins og íslendinga nú á tímum einmitt fólginn í því, að það kann að reynast torvelt að vilja varðveita meira en þúsund ára gamla menningu í nútímaiðnríki? Það, sem í raun og veru er sér- kennilegast við íslendinga og ís- lenzkt þjóðfélag nú, á síðustu ára- tugum tuttugustu aldar, er að hér er einmitt vilji til þess að varðveita ævaforna menningu jafnframt því sem nútímaiðnríki er eflt og nán- um tengslum haldið uppi við ná- lægar þjóðir, bæði á sviði sam- gangna, landvarna og menningar. Þetta er í raun og veru djörf til- raun. Auðvitað eru fslendingar ekki eina smáþjóðin í þessum heimshluta. Næstminnsta algjör- lega fullvalda ríki í Evrópu er Lúxembúrg. Það er merkilegt ríki. En það er ekki þjóðríki í sama skilningi og ísland. Lúxemborgar- menn eiga sér ekki þjóðtungu sem ritmál. Þeir starfrækja ekki há- skóla, þjóðleikhús né sinfóníu- hljómsveit. Og jafnvel gjaldmiðill þeirra er nátengdur öðrum, erlend- um gjaldmiðli. Samt eru þeir auðvitað sjálfstætt ríki. En væri okkur fselndingum, með þúsund ára sérkenni okkar að baki, nóg að halda slíku sjálfstæði? Það er þessarar spurningar, sem við þurf- um að spyrja okkur. Og svara neitandi. Gylfi Þ. Gíslason II. Ég er ekki nógu sannfærður um, að nógu margir íslendingar geri sér ljóst, hvers vegna það er lífs- nauðsyn, að við öll, bæði almenn- ingur og áhrifamenn á öllum svið- um þjóðlífsins, svörum slíkri spurningu neitandi. Þeim mun ánægjulegra er það, þegar í ljós kemur, að menntaðir útlendingar, sem verið hafa gestir í landi okkar, hafa séð og skilið, hvað það er, sem í raun og veru hefur gert okkur að íslendingum, hvað er sérkenni- legt við það og hvers vegna það má ekki fara forgörðum. Nýlega hefur Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefið út mikið rit á ensku eftir Pamelu Sanders, konu Marshall Brements, sem var í fjögur ár sendiherra Bandaríkjanna á fs- landi, og er það prýtt fjölda mynda, sem nær allar eru teknar Ein myndanna í bókinni: Reynisdrangar, eða reiðmennirnir fjórir í Vík. — —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.