Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 svona stór hluti íslendinga býr í eigin húsnæði og býr svona afskap- lega vel eins og raun ber vitni. Þeir búa ekki eins og bankastjórar, heldur eins og bankaræningjar. Nú er svo komið, sérstaklega hjá því fólki sem keypti sér íbúðir eftir 1982, að verðfall eignanna er slíkt að eftirstöðvar skulda hafa hækk- að meira en endursöluverð eign- anna. Bankakerfið hefur ekki staðið sig sem skyldi Jón Baldvin sagði að nýting þess fjármagns, sem ætlað er til hús- næðiskerfisins, væri afleit — meirihluti þjóðarinnar byggði allt of stórt miðað við fjölskyldustærð og bankarnir hafa ekki staðið sig sem skyldi í þessu sambandi. „Ég minnist þess að við verðtryggingu lána skyldi einnig lengja lánstím- ann. Auk þess er engin ráðgjöf í reynd á vegum bankanna til hús- byggjenda. Afleiðingar þessara breyttu við- horfa eru margvíslegar. Eigin fjár- hagur byggingalánasjóðanna hef- ur verið eyðilagður á sl. fimm árum. Sjóðirnir hafa tekið lán frá öðrum lánastofnunum á hærri vöxtum og eyðileggur vaxtamun- urinn þeirra eigin fjárstöðu. Þá hafa byggingalánasjóðir undan- farin tvö til þrjú ár snúið sér að erlendum lánamörkuðum og orðið sér úti um gengistryggð lán sem er ekkert annað en fjárhagsleg geðbilun. Skipulagður leigumark- aður fyrir unga fólkið Fjárfesting í húsnæði er ekki lengur samkeppnishæf fjárfesting þar sem mikið verðfall eigna hefur átt sér stað. Það virðist borga sig nú frekar að fara í verðbréfamark- aði og fjárfesta í verðbréfum. Skyldusparnaðarkerfið er algjör- lega orðið úrelt þó það hafi gegnt sínu hlutverki vel áður en til verð- tryggingar kom. Eg tel að við séum að neyða unga fólkið til að kasta sér út í fjárskuldbindingar of snemma. Því sé ég þá einu leið að koma upp skipulögðum leigumarkaði hér á landi þar sem ungar fjölskyldur geta keypt sér húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Hinsvegar er það álitamál hverjir ættu að hafa frumkvæðið að slíkum markaði." Sparifjáreigendur greiddu fyrir óverð- tryggðu kynslóðina Pétur Blöndal hóf mál sitt á því að verðbólgan hafi séð fyrir inni- stæðum sparifjáreigenda fyrir árið 1979. „Sparifjáreigendur mokuðu peningum sínum inn i bankana og tóku þá þaðan ekki aftur þar sem þeir sífellt minnk- uðu niður í ekki neitt. Eina ráðið er að hækka vexti á sparifé í þeirri von að fólk sjái sér nú hag í því að spara. Okurmarkaðurinn er ekkert annað en bein afleiðing af því að fé er einfaldlega ekki fyrir hendi annars staðar. Það er orðinn svo mikill skortur á peningum þó að sparnaður hafi stóraukist á sl. tveimur til þremur árum að okur- markaðurinn hefur spjarað sig ágætlega og hefur sjálfsagt alltaf verið fyrir hendi. Ýmislegt bendir þó til þess að fólk á öllum aldri sé nú farið að spara. Gildi sparnaðar er fyrst og fremst sjálfstæði gagnvart öllu og öllum auk þess sem menn fá auð- vitað betri kjör með því að borga sem mest út eða j afnvel staðgreiða. f dag vinna raunvextir með manni ef sparað er, en á móti ef skuldað er.“ Beint samhengi milli innlends sparnaðar og erlendra skulda Pétur minntist á að greinileg offjárfesting hefði átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi og í íbúð- arhúsnæði. Hinsvegar mættum við ekki missa af þeirri fjárfestingu, sem gefur af sér arð. „Sparnaður hjá fyrirtækjum verður ekki til nema með hagnaði. Fyrirtæki eiga að græða — öðruvísi geta þau ekki sparað. Til eru of mörg fyrirtæki hér á landi sem hafa allt of lítið eigið fé vegna þess að þau hafa ekki mátt græða. Beint samhengi er á milli innlends sparnaðar og erlendra skulda okkar. Því verðum við að stuðla að innlendum sparn- aði.“ Fjárfesting í steinsteypu borgar sig ekki lengur Þorvarður Elíasson sagði að við gætum lítið annað gert en að reyna að greiða skuldir okkar til baka. íslendingar hefðu alist upp við að það borgaði sig að skulda og ef þeir steypi sér út í fjárfestingar, muni þeir klóra sig einhvern veg- inn í gegnum það eins og forfeð- urnir hafa gert. „Fullorðið fólk hefur ekki enn áttað sig á þessum breyttu aðstæðum síðan verð- trygging var tekin upp. Peningarn- ir eru ekki lengur til. Fyrri kyn- slóð er búin að eyða öllu. Ef stjórn- völd ákveða að greiða niður vexti, verður það aðeins hægt í stuttan tíma á meðan við klárum þessar fáu krónur sem enn eru í umferð. Lánstraust okkar erlendis er ekk- ert og hef ég t.d. heyrt dæmi þess að sum lönd hafa beinlínis lokað áokkur. Persónulega finnst mér ungt fólk geta veitt sér margt það sem mín kynslóð getur ekki veitt sér þó sæmileg laun hafi. Þetta er spurning um hvers konar lífs- markmið unga fólkið setur sér. Lánasjóður íslenskra námsmanna er nú annar stærsti lánasjóður þjóðarinnar og finnst mér að námsmenn ættu að nýta sín námslán í fjárfestingar. Unga fólkið þarf virkilega að spá í hvar best sé að ávaxta fé sitt svo það geti hagnast á sparnaðinum. Hús- næðiskaup er nú dæmi um óheil- brigða spákaupmennsku og hafa stjórnvöld skapað þann vanda. Eðlilegra hefði verið að greiða sparifjáreigendum jákvæða vexti á fé sitt í stað þess að sjá á eftir öllu fénu í steinsteypu." Útboð skuldabréfa okkar eina von Þorvarður sagði að eina ráðið, sem hann sæi til bjargar, væri útboð skuldabréfa á vegum banka- stofnanna. Þess má geta að Iðnaðarbankinn hefur nú um nokkurt skeið gefið út skuldabréf, sem afhent hafa verið byggingameisturum I skiptum fyrir almenn skuldabréf. Seld hafa verið slik skuldabréf á vegum bankans fyrir rúmlega 100 millj- ónir króna, að sögn Magnúsar Pálssonar forstöðumanns mark- aðssvíðs Iðnaðarbankans. Hann sagði að ávöxtunarkrafa Iðnaðarbankabréfanna væri nú 10 til 11% en afföll af bréfum þeim sem hinn almenni borgari reyndi að selja, væri 15—20%. 39 HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM 1986 KRISTALSSAL HOTFIS IOFTIFIOA 5. WSEMBER 13:30 Spástefnan sett -SigurðurR. Helgason, formaðurSFÍ 13:40 Spá um þróun efnahagsmála 1986 - Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra 14:00 Álit á efnahagshorfum 1986 - Sigurður B. Stefánsson, Kaupþing hf. 14:20 Álit á efnahagshorfum 1986 - Porvaldur Gylfason, prófessor Háskóli íslands 14:40 Hlé 15:10 Kynning á spám fyrirtækja um þróun helstu hagstæröa 1986 - Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÍ 15:20 Pallborðsumræður Efnahagshorfur 1986 Pallborð hagfræðinga - Bolli Pór Bollason - Vilhjálmur Egilsson - Tryggvi Pálsson - Björn Björnsson Pallborð atvinnulífsins - Davíð Sch. Thorsteinsson - Jón Sigurðsson - Sigurður Helgason - Pórður Magnússon Stjórnandi umræðna: - Pórður Friðjónsson 16:30 Almennar umræður Tilkynniö þátttöku í síma 621066 Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 TRIUMPH TRD 7020 Tölvuprentari með leturkrónu fyrir ritvinnslu TRD 7020 Vestur-þýzk geðaframleiðsla. > Prenthraði 20 stafir á sekúndu I Prentar í báðar áttir • 55 stýritákn • Grafískir möguleikar Minni 1500 tákn 1 RS 232 raðtenging • Viðbótarbúnaður: 1 Pinnabeiti fyrir samhangandi form • Arkamatarar Stækkun á minni í 3500 tákn • Tengisnúrur fyrir t. d. Apple, BBC Verð aðeins kr. 16.800.- Einar J. Skúlason hf. SKRIFSTOFUVÉLAVERSLUN OG VERKSTÆÐI HVERFISGÖTU 89 - SÍMI 24130 PÓSTHÓLF 1427 - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.