Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Morgunblaðið/Júlfu8 Brian Holt, fyrirerandi rsðismaður Breta á íslandi, heldur hér á blómamynd þeirri er Lafði Shephard, sendiherrafrú Breta, málaði. Á veggnum hangir málverkið af sendiherranum Gerald Shephard. Málverk af sendiherra Breta 1943—47 varðveitt í safni Borgnesinga Stjórn Anglia, ensk-íslenska fé- lagsins, ákvað á fundi sínum nýlega að biðja safnið í Borgarnesi að varð- veita málverk það, sem málað var af Gerald Shephard, sendiherra Bretlands hér á landi á árunum 1943-47. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að án efa hefði staða sendi- herrans verið með þeim erfiðustu í bresku utanríkisþjónustunni. Hann sýndi fslendingum ávallt framúrskarandi vináttu og vin- semd og rétt eftir stríðslok bað þáverandi stjórn Anglia Ásgeir Bjarnþórsson listmálara um að mála mynd af sendiherranum. Málverkið hefur verið varðveitt í Reykjavík hingað til en þar sem listamaðurinn er Borgfirðingur þótti viö hæfi að biðja safnið í Borgarnesi að varðveita listaverk- ið. Lafði Shephard, eiginkona sendiherrans, málaði blómamynd sem einnig verður varðveitt f safni Borgnesinga. Á afmælisdegi henn- ar árið 1946 komu þáverandi for- sætisráðherra ólafur Thors og forseti íslands Sveinn Björnsson í heimsókn til sendiherrahjónanna og færðu þeim að gjöf blóm og vasa er sendiherrafrúin síðan mál- aði. Við brottför sendiherrahjón- anna frá íslandi gaf hún Ellen Sighvatsson myndina. Fjölskyldubíll með krafta í kögglum Bílar Guöbrandur Gíslason Nú er komin á göturnar ný og endurbætt gerð af Mazda 323, en sá bíll hefur notið tals- verðra vinsælda hér á landi, ekki síst vegna þess að verðið á honum hefur verið gott. Þessi nýja Mazda er eilitið stærri en eldri systirin og straumlínulagaðri, en samt leynir ættarmótið sér ekki. Ég fékk tækifæri til að reynslu- aka þeirri Mözdunni af 323 sem ber einkennisstafina l,6i og er sú hraðskreiðasta í hópnum enda er henni ætlað það hlautverk a.m.k. á mörkuðum erlendis að keppa við snarpa smábíla á borð við Peugeot 205 GTI og Volks- wagen Golf GTI um hylli kaup- enda. Mazda 323 l,6i lítur einö út og þær systur hennar sem vélar- minni eru. Engar auka vind- skeiðar eru á bílnum og engin slagorð á hliðunum um að hér fari hraðskreið kerra. Framleið- endurnir hafa kosið þann kostinn að láta þessa bifreið svara fyrir sig sjálfa og er það vel. Skellimið- ar utan á bifreiðum virka á mig einsog grínisti sem byrjar á því að segja áheyrendum að hann sé fyndinn. Það er örugg leið til þess að brosið stirðni á allra vörum. Mazda 323 l,6i er því yfirlætisiaus bifreið. Sú sem ég ók var vel búin aukahlutum, rúð- ur voru skyggðar með lit sem fór einkar vel við grátt lakkið á bif- reiðinni. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir var að rúðuþurrka var á afturrúðunni, sem er nýnæmi á bifreiðum sem eru fjögurra dyra og með hefðbundnu farang- ursrými. Nýnæmi sem er ótví- rætt til bóta. Vélin í Mazda 323 l,6i er ný af nálinni og tvímælalaust sá Mazda 323 l,6i Mazda 323 l,6i er fernra dyra, fimm manna fólks- bifreió. Lengd: 4,195 metr- ar, breidd 1,645 m, hæð 1,39 m, þyngd 960 kg. Vélin er fjögurra strokka, innspýt- ingin rafstýrð, hestaflatala 104 DIN. Diskabremsur á öllum hjólum. Umboðið fyr- ir Mazda á fslandi hefur Bflaborg hf., Smiðshöfða 23 Reykjavík, sími (91 )-81299. Mazda 323 l,6i kostar rúm- ar 540 þús. krónur kominn á götuna. hluti þessa bíls sem gerir hann eftirsóknarverðan. Hún er tæpir 1600 rúmsentimetrar með beinni rafstýrðri innspýtingu en hún er hávær, einkum þegar henni er snúið mikið yfir 4500 snúninga á mínútu. Hámarkssnúningshraði vélarinnar er 6500 snúningar og nær hún þeim hraða leikandi létt. Þó er það annað en sjálf vinnslan sem gerir þessa vél skemmtilega, og það er seiglan. Bíllinn er með fimm gíra kassa, og þótt ekið sé löturhægt í þriðja og jafnvel fjórða gír finnast engin merki þess að vélin erfiði og ef stigið er snöggt á bensín- gjöfina þeytir vélin bílnum áfram á síauknum hraða án þess að virðast hafa nokkuð fyrir því þótt bíllinn sé hartnær tonn að þyngd (960 kg). Sjálf gírskiptingin var svolítið stíf í þeim bíl sem ég ók, en það getur stafað af því að hann var splunkunýr. En hún er nákvæm. Þó kom það fyrir nokkrum sinn- um að ég skipti í þriðja gír þegar ég ætlaði að setja i fimmta. Fimmti gírinn í bifreiðum sem þessum er einkum ætlaður til hraðaksturs á löngum brautum eins og þær gerast erlendis, og til þess er hann eflaust ágætur. Hinsvegar þjónar þessi gír næst- um engum tilgangi hérlendis, og er til ama, ef eitthvað er, því hans vegna eru lægri gírarnir stuttir, þannig að ört þarf að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.