Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 4

Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Morgunblaðið/Vilborg Einarsdóttir Gengid kringum jólatré á Austurvelli Öll börn á leikskólanum Tjarnarborg fóru á miövikudag, ásamt starfsfólki og foreldrum að jóla- trénu á Austurvelli. Var gengið í kringum tréð og sungið, eins og gert hefur verið undanfarin ár, þó að heldur væri erfiðara nú en oft áður að fóta sig, sakir hálku, hvort sem þar var um að ræða litla fætur eða stóra. Tólfmenningamir skrifa hafnarstjóm og skiptaráðanda á ný: Aðstaðan verður ekki seld nema með samþykki réttra borgaryfirvalda „Mörgum spurn- ingum ósvarað“ — segir Bragi Hannesson bankastjóri Iðnadar- bankans um tillögur bankamálanefndar og banka- stjórar telja yfirleitt of snemmt að tjá sig um málið GREINARGERÐ starfshópsins sem vann að hugmyndum um sameiningu banka í hagræðingarskyni var dreift til bankastjóra og alþingismanna í gær. Þeir bankastjórar sem Morgunblaðið leitaði til í gær höfðu flestir lítið um málið að segja, sögðust þurfa að kynna sér tillögurnar nánar og leita svara við ýmsutn spurningum. Tillögur starfshópsins voru tvær: Annars vegar sameining Útvegsbanka og Búnaðarbanka, og hins vegar stofnun nýs einkabanka með þátttöku Útvegsbankans, Iðnaðar- og Verzlunarbankans og jafnvel fleiri banka og sparisjóða, jafnframt því sem stofnað yrði til náins samstarfs Landsbanka og Búnaðarbanka. Ef til alvarlegra viðræðna kæmi um annan hvorn þessara möguleika yrðu þær undir stjórn Seðlabank- ans. Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans, sagði að marga hluti þyrfti að kanna vel áður en hægt væri að segja til um hvort hugmynd um stofnun öflugs einka- banka gæti orðið að veruleika. „Það þarf að leggja mat á eigin- fjárstöðu viðkomandi banka og útistandandi lán og tryggingar fyrir þeim, skoða ýmsar skuld- bindingar bankanna, og þá ekki síst lífeyrisskuldbindingar," sagði Bragi. Bragi sagði að hlutafélagsbank- arnir væru í eigu mjög margra og auðvitað þyrfti samþykki aðal- fundar áður en hugað væri alvar- lega að slíkri sameiningu. „En við sjáum þá þróun erlendis að bankar sameinast í stærri rekstrareining- ar, og vissulega hefur slíkt ýmsa kosti í för með sér. En það er óskaplega mörgum spurningum ósvarað áður en hægt er að velta þessum möguleika fyrir sér í al- vöru,“ sagði Bragi Hannesson. Höskuldur Ólafsson, banka- Stjóri í Verzlunarbankanum, sagði að Verzlunarbankinn myndi taka þátt í viðræðum um stofnun nýs einkabanka með opnum huga ef til þeirra kæmi. „Við munum skoða þessar tillögur út frá viðskiptaleg- um sjónarmiðum fyrst og fremst. En fyrst verður að liggja fyrir hvort hljómgrunnur er fyrir því að fara þessa leið og ítarlegar upplýsingar verða að fást um það hvaða skuldbindingar ætlast er til að nýr einkabanki yfirtaki, til dæmis af Útvegsbankanum," sagði Höskuldur. „Ég minni ennfremur á það að við höfum skyldur gagnvart starfs- fólki okkar og viðskiptavinum, og auðvitað gerum við ekki neitt í þessa átt án þess að fá samþykki hluthafa. Við erum með mjög góð- an lítinn banka, sem við höfum rekið áfallalaust í 30 ár og munum því meta allar breytingar í ljósi fyrri reynslu," sagði Höskuldur Olafsson. Lárus Jónsson, bankastjóri Út- vegsbankans, Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans og Jón Adólf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, vildu ekki tjá sig um tillögurnar að svo stöddu. GUÐLAUGUR Bergmann hefur fyrir hönd tólfmenninganna, sem á mánu- dag skrifuðu Hafnarstjórn í Reykja- vík bréf um nýtingu á Austurhöfn Reykjavíkur og lögðu til frjálsa nýt- ingu hennar, nú ritað Hafnarstjórn á ný og skiptaráðanda og ítrekar þar fyrri tillögur. Þar er þeirri spurningu varpað fram hvað borga eigi fyrir nær fullkomna einokun á hafnarað- stöðu í Reykjavík. Skiptaráðandi og borgaryfirvöld eru vöruð við ótíma- bærum ráðstöfunum er mál þetta varða.Segir að Ijóst sé að leigusamn- ingur um aðstöðuna í Austurhöfninni verði ekki seldur nema með sam- þykki réttra borgaryfírvalda í Reykjavík. Bréf tólfmenninganna fer hér á eftir: Fyrir hönd þeirra aðila, er rit- uðu hafnarstjórn Reykjavíkur bréf dags. 09. des. sl. um ráðstöfun þeirrar hafnaraðstöðu, er Hafskip hf., hafði í Reykjavíkurhöfn, skal eftirfarandi tekið fram vegna fregna, sem fram hafa komið í fjölmiðlum í þá átt, að skiptaráð- andi telji sér heimilt að selja leigu- samning Hafskips hf., um nefnda aðstöðu. 1. Fráleitt er að líta svo á, að reglur um húsaleigusamninga eigi hér við, enda fellur tilvik það, sem hér um ræðir, utan við ákvæði 1. gr. laga nr. 44/1979. 2. Þó að lög um húsaleigusamn- inga væru talin gilda um tilvik- ið, hlyti slík sala að byggjast á 61. gr. laganna. Sú lagagrein heimilar þó ekki skiptaráðanda þá sölu, sem hér um ræðir, þar sem ljóst er að Eimskipafélag íslands hf. er ekki að kaupa þá atvinnustarfsemi, sem Hafskip hf. hafði með höndum, heldur einungis einstakar eignir bús- ins. Alla vega er ljóst, leigu- samningurinn verður ekki seld- ur nema meó samþykki réttra borgaryfírvalda í Reykjavík. Og hvernig er fyrirhuguð sala á hafnaraðstöðunni metin til verðs í væntanlegum samningi við Eimskip? Hvað á að borga fyrir nær fullkomna einokun á hafnaraðstöðu í Reykjavík? 3. Viðteljum, að umrædd sala falli engan veginn undir þá heimild, er skiptaráðandi hefur til ráð- stafana, er ekki þola bið, t.d. sambærilega við það að ráða menn til starfa fyrir búið til bráðabirgða. 4. Við vörum bæði skiptaráðanda og borgaryfirvöld í Reykjavík við ótímabærum ráðstöfunum, er varða mál þetta. Sérstaklega beinum við því til borgaryfir- valda í Reykjavík, að þau geri skiptaráðanda ljóst, að hafnar- aðstöðunni verði ekki ráðstafað nema með þeirra atbeina. Loks viljum við ítreka þá skoðun okkar, að umrædd hafnaraðstaða eigi að vera frjáls, en tökum jafn- framt fram, að verði sala talin nauðsynleg vegna málefna þrota- búsins eru fyrrnefndir aðilar að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að gera í hana tilboð eða ganga til samninga um slík kaup, annað hvort um aðstöðuna, eins og hún nú er, eða með breytingum skv. skipulagstillögum og í samráði við borgaryfirvöld. Virðingarfyllst, 'O INNLENT Málflutningur í Rainbow-málinu ÁFRÝJUN Bandaríkjastjórnar á úr- skuröi undirréttar í deilu stjórnar- innar við bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation, var tekin fyrir af áfrýjunardómstól í Washington DC í gærmorgun. Málið er nú í höndum þriggja dómara dómstóls- ins, sem hafa ótakmarkaöan tíma til aö kveða upp úrskurö sinn. Hörður Bjarnason í sendiráði íslands í Washington fylgdist með málflutningnum. Hann sagði að málsaðilar hefðu gert grein fyrir afstöðu sinni í stuttu máli, en síðan hefðu dómararnir spurt þá í þaula. Erindi þeirra er á misskilningi byggt — segir hafnarstjóri um bréf tólfmenninganna varðandi aðstöðu Hafskips í Austurhöfninni HAFNARSTJÓRINN í Reykjavík, Gunnar B. Guömundsson, segir að erindi tólf fyrirtækja varðandi aö- stööu Hafskips í Austurhöfninni væri á misskilningi byggt. Ótvíræð ákvæöi væru um þaö í landslögum aö skiptaráöandi heföi rétt til að ráöstafa slíkum samningum og því yrðu hafnaryfírvöld aö hlíta. Eins og fram hefur komið skrif- uðu tólf fyrirtæki í Reykjavík bréf til hafnarstjórnar þar sem þess er farið á leit að hafnaraðstaða Haf- skips í Austurhöfninni fylgi ekki með við yfirtöku Eimskips á eigum Hafskips, heldur verði þar skapað- ur frjáls aðgangur að hafnarað- stöðu að Reykjavík. Erindið verður tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar í dag. Gunnar sagði að hafnaryfir- völd myndu tryggja það að farið yrði í lögum í málinu, það er að þarna yrði rekin svipuð starfsemi og verið hefur. Þá taldi hann að hafnaryfirvöld hefðu vissan rétt til aö ræða samningslengd og fleira við yfirtöku Eimskips og yrði það gert. Gunnar sagði að hugmyndir um farmstöð fyrir minni aðila hefði oft komið til tals á milli hafnar- yfirvalda og sumra þeirra sem undir bréfið skrifuðu. Taldi hann slíkt jákvætt og væri gert ráð fyrir því í framtíðaráætlunum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hafnaraðstaðan í Austurhöfninni skertist verulega þegar nýtt skipu- lag svæðisins kæmi til fram- kvæmda. Hluti svæðisins færi undir götu og bílastæði, en að skerðingin yrði ekki veruleg fyrr en eftir mörg ár. „Raunar voru aðeins tveir dómarar viðstaddir, en sá þriðji mun hlusta á málflutninginn af segulbandi. Dómararnir voru mjög aðgangs- harðir, en ekki var að sjá að þeir drægju taum annars aðilans," sagði Hörður. Að sögn Harðar er ekki leyfilegt samkvæmt bandarískum lögum að bera fram ný gögn fyrir áfrýjunar- dómstól, svo málsaðilar röktu ein- ungis það sem áður hefði komið fram í málflutningi fyrir undir- rétti. Bandaríkjastjórn byggir sína málsókn einkum á tveimur atrið- um. Annars vegar að farmgjöld Rainbow séu óeðlilega há, sem heimili forseta Bandaríkjanna að veita undanþágu frá lögunum frá 1904 um forgang bandarískra fyr- irtækja hvað varðar flutning fyrir bandaríska herinn. Hins vegar á þeim rökum að málið sé svo þýð- ingarmikið fyrir utanríkismál Bandaríkjanna að það réttlæti að út af lögunum sé brugðið. Rain- bowmenn segja á hinn bóginn sem áður, að lögin séu skýr, og að það leiki enginn vafi á því að verð þeirra sé eðlilegt. Hörður sagði að þegar úrskurður dómaranna lægi fyrir gæti hvor málsaðili um sig reynt að keyra málið áfram. Væri hugsanlega hægt að óska eftir því að málið yrði tekið fyrir að nýju vegna formsgalla, þar eð einn dómaranna var ekki viðstaddur. Ennfremur mætti reyna að áfrýja til hæsta- réttar, en það væri löng leið og þungfær. Dómararnir þrír heita: McGov-' ern, yfirdómari, Scalia og Starr. M Vj*:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.