Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 36

Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 36
Að sjálfsögðu fylgir segulband með í kaupunum. F= ÁRMÚLA 11 SfMI 81500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: HAFNARFJÖRÐUR: KEFLAVÍK: VESTMANNAEYJAR: SELFOSS: HVOLSVÖLLUR: Þór hf.,Ármúla 11 Bókabúð Braga við Hlemm Kf. Hafnfirðinga Stapafell hf. Kjarni sf. Radio & Sjónvarpsstofan Kf. Rangæinga HÖFN: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: Kf. Austur- Skaftfellinga Kf. Héraðsbua Kf. Héraðsbúa Stálbúðin Bókav. Þórarins Stefánssonar AKUREYRI: SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: fSAFJÖRDUR: BOLUNGARVÍK: BORGARNES: AKRANES: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfirðfnga Kf. Húnvetninga Póllinn Ljósvakinn Kf. Borgfirðinga Bókaskemman MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Glenn R. Cella á fundi SVS og Varðbergs: Áform Rússa verða ljós á næsta ári drægra kjarnorkueldflauga. Þsr til- lögur ættu aö gefa ágæta vísbendingu um áform hinna nýju leiðtoga Sovét- ríkjanna og hvort vænta megi bættrar sambúöar stórveldanna. Þetta kom fram í erindi um „ís- land, Atlantshafsbandalagið og öryggismál á Norður-Atlantshafi", sem Glenn R. Cella flutti á hádegis- fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs á Hóte! Sögu á laugardaginn. Cella er yfirmaður rannsóknardeildar vestur-evr- ópskra málefna í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og fyrrum starfs- maður Atlantshafsbandalagsins í Brussel, og því gjörkunnugur af- vopnunarviðræðum stórveldanna. Cella sagði, að öryggismál á haf- inu umhverfis ísland væru órjúfan- legur þáttur í öryggismálum Vest- urlanda almennt. Siglingaleiðin um Norður-Atlantshaf væri ákaflega þýðingarmikil jafnt á friðartímum sem á tímum ófriðar. ísland væri að sami skapi gífurlega mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið til að halda uppi eftirliti á þessum slóðum og þýðing landsins hefði aukist, frekar en hitt, á undanförnum árum. í því sambandi nefndi hann hin miklu umsvif sovéska flotans í norðurhöfum. Glenn sagði, að aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu fælist ekki aðeins í því að vera mikilvægur hlekkur í varnarkeðju vestrænna lýðræðisríkja. íslendingar hefðu tekið virkan þátt í starfi bandalags- ins og ættu hlut að því að gera bandalagið að því sem það er: sam- tök til að vernda lýðræði, frelsi og mannréttindi. Hann sagði, að það væri vandlega hlustað á málflutning fulltrúa íslendinga í höfuðstöðvun- um í Brússel. Glenn benti á, að Atlantshafs- bandalagið hefði ekki aðeins hag af aðild íslands. Hagurinn væri auð- vitað gagnkvæmur og hvað varnir snerti sérstaklega væri á það að líta, að íslendingar væru í hópi örfárra þjóða, sem þyrftu ekki að standa undir útgjöldum til að halda her. Fullyrða mætti, að aðildin að bandalaginu styrkti frekar sjálf- stæði íslands, en hitt. Aðildin gerði íslendingum kleift aö koma fram með meiri reisn á alþjóðavettvangi, en fulltrúum ýmissa annarra þjóða. Nefndi hann í því viðfangi ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, á Helsinki-fundinum í ágúst, sem hann kvað hafa vakið mikla athygli. í ræðunni gagnrýndi utanríkisráöherra Sovétstjórnina harðlega fyrir að virða ekki mann- réttindaákvæði Helsinki-sáttmál- ans. Enn fremur nefndi Glenn þátt Atlantshafsbandalagsins i lausn fiskveiðideilunnar við Breta og Vestur-Þjóðverja 1975 og samstarf aðildarríkjanna á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, er átti sinn þátt í samþykkt hafréttarsátt- málans, sem er íslendingum mjög hagkvæmur. Glenn Cella fjallaði einnig al- mennt um sambúð austurs og vest- urs og helstu deiluefni stórveld- anna. Hann sagði m.a., að í viðræð- unum við Sovétmenn um takmörkun vígbúnaðar legðu fulltrúar Banda- ríkjanna áherslu á þrjú atriði. í fyrsta lagi, að ekki yrði aðeins um jafna almenna fækkun kjarnorku- vopna að ræða, heldur yrði að koma á jafnvægi á þeim sviðum vígbúnað- ar, þar sem annað stórveldið hefði yfirburði. I annan stað, að takmörk- un, sem um væri samið, væri mikil- væg frá hernaðarlegu sjónarmiði og breytti hernaðarstöðunni í heim- inum. í þriðja lagi, að báðir aðilar gætu gengið úr skugga um að sam- komulagið væri virt. Morgunbladið/Bjarni Glenn R. Cellal talar á fundi SVS og Varðbergs i Hótel Sögu sl. laugardag. Við borðið sitja Björn Bjarnason, formaður SVS, og Gunnar Jóhann Birgisson, nýkjörinn formaður Varðbergs. LÍKLEGT er, aö snemma á næsta ári fáist úr því skorið hvort einhver áþreifanlegur árangur hafi orðiö af fundi Reagans, forseta Bandaríkj- anna, og Gorbachevs, leiötoga Sovét- ríkjanna, í síðasta mánuöi. Þá mun koma í Ijós hvaöa tillögur fulltrúar Sovétríkjanna hafa fram aö færa í viðræöunum í Genf um fækkun lang- Verð áður kr. 11.950,- Jólafcilboðkr. 9.950,- Fram að jolum bjóöum viö COMMODORE 64

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.