Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 82

Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 „A lít k.láft! SKellfcu swo hunHinni þe-gcMr eg er- kom'\nn upp ‘b'l min-(' Ast er... I z' ° ... aö telja versl- unardagana til jóla. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Blessuð og sæl. — Maöurinn minn talar svo oft um þig... í svefni. HÖGNI HREKKVlSI Eö VINN EK>CI i PAG- Lág fundarlaun Kæri Velvakandi: Fyrir nokkrum dögum varð á vegi mínum eitt hinna svokölluðu innkaupakorta Eurocard. Þar sem ég er löghlýðinn borgari og sam- viska mín bauð mér að fara að lögum skilaði ég að sjálfsögðu kortinu á skrifstofu Eurocard í Ármúla. Þar fékk ég að vita að fundarlaun væru greidd finnanda og þóttist ég nú aldeilis hafa dottið í lukkupottinn. Krítarkort er hægt að misnota heldur betur. Sá sem finnur það og er nógu kaldur getur auðgast stórlega á fáum dögum og svikið út vörur fyrir himinháar upphæðir. Ég var því ekki lítið upp með mér þegar ég beið eftir því að heyra hve há fundarlaun væru greidd. En þegar svarið kom féllust mér hendur. Heilar tvö hundruð krónur borgaði fyrirtækið mér fyrir að skila þessum fjársjóði. Þær nægja fyrir einum hamborg- ara og frönskum kartöflum eða átta sinnum í strætó. Ég hugsaöi með sjálfum mér þegar ég gekk út með tvö hundruð krónur og kvittunina upp á skilvísi mína: „Þú verður aldrei ríkur á réttvísinni í þessu þjóðfélagi." Ekki þar með sagt að ég sæi eftir því að hafa ekki brotið lögin. En mér finnst skammarlegt að borga mönnum ekki hærri fundarlaun fyrir að leggja á sig ferð til þess að skilafundnu fé. Það er ekki fallegt að hvetja fólk að stela með þessum máta. Skilvís finnandi. Friður- inn og guðsótti Velvakandi góður. Mig langar að vekja athygli á ummælum Mikhails Gorbac- hev í viðtali við Time Magazine í sept. sl. þar sem hann ræðir um hættuna á kjarnorkustríði milli Bandaríkjanna og Sovét- rikjanna. Eftir honum er þetta haft: „Guð í hæðum hefur vissulega ekki neitað okkur um næga visku til að ástandið milli hinna tveggja þjóða okkar geti batnað, þeirra tveggja þjóða, sem öll örlög menningar okkar velta á.“ Það er ekki venjulegt að full- trúar kommúnistalandanna vitni til Guðs og því vekur það sérstaka athygli að Gorbachev, leiðtogi þeirrar þjóðar, sem hefur guðleysi á stefnuskrá sinni, skuli nefna Guð í hæðum, sem þann er þarf að gefa visku, svo vel fari. — Vítt og breitt um ísland söng aldamótakynslóðin þetta ljóð oglag Æðstur Drottinn hárra heima heyr þá bæn, sem nú skal tjáð: Yfir oss um eilífð streyma ótæmandi láttu náð. Þitt er valdið, vegsemd, gnóttin, veit oss friðinn, herra kær. Sért þú með oss, aldrei óttinn, arni vorum þrengist nær. S.Á. Víkverji skrifar Eitt af einkennum velferðarrík- isins er að hið opinbera greiðir sjúkrahúskostnað og þorra lyfja- kostnaðar sjúklinga. Hér áður fyrr greiddi sjúklingur talsverðan hluta lyfjakostnaðar sjálfur, þótt bróðurparturinn hafi komið í hlut sjúkrasamlagsins. En fyrir nokkr- um árum var sú ákvörðun tekin að hlutur sjúkrasamlagsins var stóraukinn og nú greiða neytendur lyfjanna aðeins örlítið brot af verði þeirra. Allt er þetta gott og blessað, en þessu fylgja eflaust einnig ókostir. Það er t.d. alveg ljóst, að sjúkling- ur veit alls ekki hver verðmæti hann er með í höndunum er hann gengur út úr lyfjabúð og þess vegna ber hann ekki þá virðingu fyrir lyfinu, sem nauðsynleg er til þess að gætt sé fyllstu hagkvæmni fyrir þjóðarbúið — því að auðvitað er lyfið að fullu greitt af sameigin- legum sjóði landsmanna. Nýlega fór Víkverji í lyfjabúð og keypti þar dýr lyf gegn lyfseðli fyrir sjúkling, sem gat ekki sjálfur nálgast það. Sjúklingnum bar að greiða 328 krónur fyrir lyfið, en kostnaðarverð þess var samt hvorki meira né minna en 30.000 krónur — þrjátíu þúsund — og lét það samt ekki mikið yfir sér. Afgreiðslustúlkan tilkynnti við- skiptavininum ekki hvert verð lyfsins væri — aðeins að honum bæri að greiða 328 krónur. Það var hins vegar tilviljun, að viðskipta- vinurinn tók eftir heildarverði lyfsins, sem skráð var neðst á lyfseðilinn. Það hlýtur að vera í senn krafa neytandans, svo og þjóðfélagsins í heild, að hverjum og einum við- skiptavini í lyfjabúð sé gerð grein fyrir heildarverði lyfja, sem hann kaupir. Aðeins það atriði, að sjúkl- ingur viti hver verðmæti hann hefur í höndunum hlýtur að hafa í för með sér meiri aðgæzlu í meðferð þess og hann ber meiri virðingu fyrir lyfinu, sem verið getur lifsnauðsyn. XXX Kró er kvenkynsorð í íslensku, sem þýðir kimi, skot eða horn samkvæmt íslenzkri orðabók Menningarsjóðs. Þegar rætt er um kró í landbúnaði er samkvæmt sömu bók átt við hluta stekkjar, sem lömb eru geymd í yfir nóttina, helming fjárhúss, öðrum megin garða. Iþriðjalagigeturorðiðþýtt fisksöltunarhús. Annað kvenkyns- orð er krá, sem þýðir veitingastað- ur eða knæpa, en getur einnig þýtt afkimi eða afskekktur staður. í helgarblaði Dagblaðsins Vísis, sem kom út um siðustu helgi, er grein eftir Ingu Huld Hákonar- dóttur með fyrirsögninni „Krærn- ar i Köben" og raunar er greinin kynnt á forsiðu blaðsins og þá með fyrirsögninni „Kærnar í Kaup- mannahöfn". í fyrstu hélt Víkverji að þarna hefði það hent Ingu Huld að festast í einhverri meinlokunni. Með tilliti til að þetta er svo margendurtekið í greininni og þar sem ljóst er að þetta hlýtur að vera marglesið af prófarkalesur- um og öðrum, sem koma eiga í veg fyrir villur í blaði sem DV, varð niðurstaðan að hér væri um ein- hvers konar aulafyndni að ræða. Raunar er hvergi ýjað að því að svo sé, nema ef vera skyldi í texta blaðsins sjálfs, þar sem höfundur er kynntur, en þar segir að greinin fjalli um krár og kráarlíf. En kannski er skýringuna að finna á þessu fleirtölubrengli í orðum höfundar, þar sem hann segir: „Ekki svo að skilja. Mér þykir bjór vondur. Hann fer ekki vel í mig. Ég verð sljó og slöpp af honum og heilinn eins og hafra- grautur." XXX ar sem pylsur í brauði eru mjög vinsæll réttur í barnaaf- mælum þurfti maður einn fyrir skömmu að kaupa pylsubrauð í nokkru magni. í bakaríinu í Star- mýri keypti hann pylsubrauð á 6 krónur stykkið, en fékk ekki nægi- lega mörg brauð til þess að anna þeirri eftirspurn, sem gert hafði verið ráð fyrir í afmælinu. Því fór maðurinn í næstu brauðgerð, sem er bakaríið í Miðbæ við Háaleitis- braut. Og viti menn, þar kostaði eitt pylsubrauð 10 krónur, var sem sagt 66,7% dýrara en í bakaríinu í Starmýri. Viðskiptavinurinn hafði orð á því við afgreiðsiustúlkuna — sem auðvitað verðlagði ekki brauðin á Háaleitisbrautinni — að þetta væru rándýr brauð og fékk þá það svar, að þau hefðu nýhækkað um eina krónu — höfðu sem sagt verið 50% dýrari til skamms tíma en brauðin í Starmýrinni. Líklegast hefur bakarameistaranum ekki þótt það nægilegur verðmunur. Verðlagshöft hafa að undan- förnu verið rýmkuð mjög og er kaupmönnum oft í sjálfsvald sett, hvernig þeir verðleggja vöru sína. Þetta er gert í trausti þess að fólk- ið sjálft velji og hafni og láti ekki selja sér vöru fyrir hvað sem er. Víst er að bakarinn vill ekki sitja uppi með allan pylsubrauðabakst- urinn óseldan, en það á hann þó skilið fyrir slíka frekjuprísa. Þótt eitt pylsubrauð sé ef til vill ekki mikil fjárfesting eiga menn sem boðið er að kaupa það á 10 krónur hikstalaust að hafna slíkum við- skiptum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.