Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 88
V7S4 ómissandi E TIL DAGLEGRA NOIA FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Carlo Mathias, flugmálastjóri í Lúxemborg: Erfitt að neita People Express ENN hefur engin beiðni borist til yfirvalda í Lúxemborg fri banda- ríska flugfélaginu Peopel Express þess efnis að félagið fái leyfi til ástlunarflugs þangað, að sögn Carlo Mathias, flugmálastjóra í Lúxemborg. „En ef til þess kemur að þeir sækja um, verður erfitt fyrir okkur að neita þeim um slíkt leyfi, þar eð Cargolux hefur mjög góða samninga við yfirvöld í Bandaríkj- unum um fiug þangað,“ sagði Mat- hias. Mathias sagðist þó halda að forráðamenn People Express hefðu ekki áhuga á flugi til Lúxem- borgar sem stæði; þeir vildu fyrst sjá hver reynslan yrði af flugi fé- lagsins til Brussel. Davíð Vil- helmsson, skrifstofustjóri Flug- leiða í Frankfurt í Þýskalandi er á sama máli. „Ég held að þeir hafi sótt um Lúxemborg sem vara- skeifu, ef annað brygðist,“ sagði Davíð. Davíð er þeirrar skoðunar að flug People Express hafi enn sem komið er ekki haft teljandi áhrif á sölu Flugleiða út úr Evrópu. „Þeir hafa ekki það sölukerfi í Evrópu sem þarf til að ná tökum á markaðinum og ferðaskrifstofur hafa ekki verið spenntar fyrir að selja ferðir þeirra," sagði Davíð Vilhelmsson. Sjá nánar á bls. 2: “Flug til Bruss- el...“ og á bls. B4 “Ógnvaldurinn People Express". Jólalömbin á mark- aðinn í næstu viku — Slátrað á Hvammstanga, Selfossi og Blönduósi ÞRÍR sláturleyfishafar að minnsta kosti verða með ferskt lambakjöt á boðstólum nú fyrir jólin. Eru það Verslun Sigurðar Pálmasonar hf. á ttvammstanga, Sláturfélag Suður- lands og Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi. Stjórnendur óttast afleið- ingar neikvæðrar umræðu — Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar á Alþingi valda reiði og óróa "^TJÓRNENDUR þeirra fyrirtækja, sem Ólafur Ragnar Grímsson varaþing- maður Alþýðubandalagsins sagði í umræðum um Hafskips/Útvegsbanka- málið á Alþingi í fyrradag að ættu í erfiðleikum, væru „í biðsal dauðans“ eins og hann orðaði það, óttast afleiðingar þessara ummæla og annarra svipaðra fyrir traust og rekstur fyrirtækjanna. Gremst þeim sérstaklega að þingmaðurinn skuli viðhafa þessi orð á Alþingi í skjóli þinghelgi þannig að ekki sé hægt að draga hann til ábyrgðar vegna þeirra. Virðast ummæli þingmannsins hafa valdið reiði og óróa í þeim fyrirtækjum sem nefnd voru. 1 yfirlýsingu Þórðar Ásgeirsson- ar forstjóra OLÍS sem birt er i blaðinu í dag spyr hann m.a. hvort öðrum þingmönnum þætti ekkert athugavert við það að því sé „slegið fram algerlega út í bláinn að ákveðin nafngreind fyrirtæki séu að verða gjaldþrota? Gera menn sér enga grein fyrir þeim afleiðing- utn sem þetta getur haft fyrir viðkomandi fyrirtæki?" Þórður benti einnig á það að OLÍS væri eitt af sterkari fyrirtækjum lands- ins og ætti sannarlega „eignir langt umfram skuldir". Þórður boðaði starfsfólk OLÍS til fundar í fyrradag í tilefni umræðna um veika stöðu fyrirtækisins til að róa starfsfólkið með því að kynna því raunverulega stöðu fyrirtækisins, eins og hann orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Jóhann Bergþórsson forstjóri verktakafyrirtækisins Hagvirkis sagði í gær að þessi ummæli væru afar neikvæð fyrir fyrirtækið, það er að segja ef einhver tæki mark á ólafi Ragnari. Það væri hvim- leitt að menn færu með svona rugl á Alþingi þegar rekstur fyrirtæk- isins væri á viðkvæmu stigi. Þing- maðurinn hefði ekki haft fyrir því að kynna sér raunverulega stöðu Hagvirkis hjá stjórnendum eða viðskiptabanka. Hann tók það fram að viðskiptabankinn ætti ekki i neinum vandræðum vegna viðskiptanna og hefði margföld veð fyrir skuldum. Jóhann sagði að eiginfjárstaða Hagvirkis væri mjög góð, eignir væru um 250 milljónir umfram skuldir. Lausafjárstaðan væri hinsvegar erfið. Hagvirki væri enn stærsta verktakafyrirtæki lands- ins, með 160 menn i vinnu og mikil verkefni, og væri bjart framundan hjá fyrirtækinu eftir erfiðleika- tímabil. Árni Þór Árnason varaformaður BYGGUNG, Byggingasamvinnu- félags ungs fólks í Reykjavík, sagði að umrædd ummæli væru níð og gætu eins og allt níð eyðilagt tölu- vert fyrir félaginu sem notið hefði trausts fyrir að byggja ódýrt. Hann óttaðist að þessi umræða gæti orðið til að kaupendur færu að halda að sér höndum með greiðslur. Félagið virtist enn hafa tiltrú kaupendanna, en þessi nei- kvæða umræða væri stórvarasöm. Árni sagði að starfsemi BYGG- UNG byggðist á tvennu: Innborg- unum íbúðakaupenda og lánum Húsnæðisstofnunar. Vanskil kaupenda hefðu aukist oggreiðslur Húsnæðisstofnunar væru á eftir áætlun og hefði það leitt til þess að félagið hefði þurft að fá fyrir- greiðslu hjá viðskiptabanka sin- um, Utvegsbankanum. Hún hefði verið veitt í formi 10 milljóna kr yfirdráttarheimildar á hlaupa- reikningi. Félagið skuldaði einnig 25 milljónir í erlendum lánum sem tekin hefðu verið til tækja- og efniskaupa fyrir milligöngu Út- vegsbankans. Hann sagði að velta félagsins í ár væri 250 milljónir kr. og gætu menn svo dæmt sjálfir hvort þetta væri óeðlileg fyrir- greiðsla. Sjá nánar fréttir á bls. 2 og 4, rseðu Alberts Guðmundssonar bls. 3S, þingsíöu bls. 48, yfirlýsingu Þórð- ar Asgeirssonar á bls. 49. Slátrun jólagimbra hófst í slát- urhúsi SS á Selfossi í gær, og verður þeim dreift í verslanir á mánudag. Að sögn Steinþórs Skúlasonar framleiðslustjóra SS virðist vera þó nokkur áhugi á kjötinu, því þegar væri búið að selja 80 skrokka af um 130 sem slátrað verður. Jólaslátrunin á Hvammstanga verður í næstu viku og verður slátrað 100-150 lömbum, að sögn Karls Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra Sigurður Pálmasonar hf. Kjötið verður flutt suður i kælibíl og dreift í nokkrar verslanir. Fyrirtækið hefur verið með jólalömb undanfarin ár, en Karl sagði ekki vitað hvað mikill áhugi væri fyrir þeim nú, þegar markaðurinn væri yfirfullar af kjöti, m.a. eftir kindakjöts- og kjúklingaútsölurnar. Flest eru lömbin frá einum bæ, Félagsbúinu Syðsta-Ósi í Miðfirði. Jólalömbin verða seld eitthvað yfir skráðu kindakjötsverði. Stein- þór sagði að SS greiddi bændum 20% hærra verð fyrir jólalömbin, sem þýddi að heildsöluverðið yrði 15% yfir skráðu verði. Karl sagði ekki búið að ákveða hvað bændum yrði greitt, í fyrra hefðu þeir feng- ið 10% umfram skráð verð. Bæði Sláturfélagið og Verslun Sigurðar Pálmasonar búast við að verða með ferskt kjöt á boðstólum fyrir páskana, og jafnvel oftar. Skrifstofur Hafskips erlendis: Hluti starfsfólksins skráður atvinnulaus ADEINS hluti af sUrfsfólki Hafskips erlendis hefur fengió nýja atvinnu samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær. I Bandaríkjunum hefur þó hluti starfsfólks Hafskips farið á atvinnuleysisskrá og í Danmörku er erfitt með atvinnu á þessum árstíma. íslendingar, sem störfuðu hjá fyrirtæk- inu þar, höfðu fjárfest ytra og eru erfiðleikar þeirra því meiri en ella. Skrif- stofa fyrirtækisins í Rotterdam hefur verið lýst gjaldþrota, sótt hefur verið um greiðslustöðvun fyrir fyrirtækið í Danmörku og skrifstofum Hafskips í New York og Hamborg verður lokað á næstu dögum. Pétur Már Helgason hjá Hafskip í Kaupmannahöfn sagði að þrír íslendingar og þrír Danir hefðu starfað hjá fyrirtækinu og ekkert af þessu fólki hefði orðið sér úti um nýja vinnu. Þetta fólk ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem það ætti of miklar eignir að mati yfirvalda og væri ekki í stéttarfé- lögum. Bragi Ragnarsson hjá Haf- skip í Rotterdam sagði að flestir hinna niu hollensku starfsmanna fyrirtækisins hefðu fundið sér aðra vinnu. Fimm af sjö þýzkum starfs- mönnum Hafskips í Hamborg hafa byrjað störf annars staðar og fjórir starfsmenn fyrirtækisins, tveir ls- lendingar, væru að ganga frá sinum málum. 1 Bandaríkjunum störfuðu 14 manns hjá Hafskip, þar af þrír Islendingar. Fjórir Bandaríkja- mannanna hafa orðið sér úti um aðra vinnu, en hinir eru komnir á atvinnuleysisskrá. óráðið er hvað íslendingarnir taka sér fyrir hend- ur, að sögn Baldvins Berndsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.