Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 2

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Borgarstjórn mótmælir skertri hlutdeild sveit- arfélaga í söluskatti Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi lagði Davíð Oddsson borgarstjóri fram tillögu til ályktunar þess efnis að borgarstjórn mótmæli harðlega þeirri stefnu stjórnvalda að skerða hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga í tekjum af söluskatti og að- flutningsgjöldum frá því sem ákveð- ið er í lögum um tekjustofna sveit- Einn forstjóra Rio Tinto Zink í heimsókn: Viðræöur um kísilmálm- verksmiðju að hefjast EINN af forstjórum breska stórfyr- irtækisins Rio Tinto Zink Metals kemur hingað til lands í dag í beinu framhaldi af því að fyrirtækið hefur samþykkt að hefja viðræður við ís- lendinga um hugsanlega byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, að því er Albert Guðmundsson iðn- aðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta eru spennandi tímamót varðandi umrædda byggingu verk- smiðjunnar," sagði iðnaðarráð- herra. „Forstjórinn kemur hingað til að ræða fyrirkomulag á við- ræðufundum, sem munu hefjast upp úr áramótum. Forystu fyrir íslensku viðræðunefndinni, fyrir hönd iðnaðarráðherra, mun Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismað- ur hafa, en hann hefur unnið að þessu máli frá upphafi." EM unglinga í skák: Davíð tapaði í 2. umferð DAVÍÐ Ólafsson tapaði í gær skák sinni gegn svissneska skákmanninum Pascal Horn í annarri umferð Evrópumeistara- móts unglinga í skák, sem nú er haldið í Groningen í Hol- landi. Davíð tefldi ónákvæmt í byrjun og náði sér ekki al- mennilega á strik í skákinni, sem lauk eftir 30 leiki. Þriðja umferð mótsins verð- ur tefld í dag. Þegar er talið líklegast, að Sovétmaðurinn Khalifman, Hollendingurinn Piket og Grikkinn Grivas verði sigurstranglegastir á mótinu. Því lýkur 2. janúar næstkom- andi en þá á að vera búið að tefla 13 umferðir. arfélaga. Því sé skorað á Alþingi og ríkisstjórn að falla frá áformum um þetta efni í frumvarpi til fjárlaga fyrirárið 1986. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að á árinu 1984 hafi verið sett þak á hlutdeild Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga af þessum tekjum. Þá strax hafi þó verið skýrt tekið fram að hér væri um tímabundna ákvörðun að ræða. í lok greinargerðarinnar með tillög- unni segir: „Það er réttmæt krafa sveitarfélaga, að Jöfnunarsjóður fái lögmætan hlut í tekjum af söluskatti og aðflutningsgjöldum en ríkissjóður bæti ekki sífellt sinn hag á kostnað sveitarfélaganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. INNLENT Morffunbladiö/Friöþjófur Ungfrú heimur og jólasveinninn gáfu yngstu farþegunum gjafir TUGIR barna voru meðal 600 farþega á leið yfír Atlantshaf, sem viðkomu höfðu á Kefíavíkurfíugvelli í gærdag. Á móti börnunum tóku tveir jólasveinar, sem gáfu börnunum jólapakka með dyggri aðstoð Hólmfríðar Karlsdóttur, ungfrú heims. Þetta vakti mikla athygli ungu farþeganna, sem sannfærðust um að ísland væri land jólasveinsins. Á myndinni afhenda jólasveinninn og Hólmfríður krökkunum pakka. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1986 lögð fram: Aukning útgjalda lægri en þróun kaupgjalds benti til — sagði borgarstjóri um afkomu borgarsjóðs 1985 — hallinn á rekstri Borgarspítalans geigvænlegur REKSTRARÚTGJÖLD borgarsjóðs Reykjavíkur á þessu ári eru talin verða 2.487 milljónir króna eða 57 milljónir umfram fjáhagsáætlun, þótt launa- gjöld hækki um 100 milljónir króna á árinu. Hallinn á rekstri Borgarspítal- ans á árinu verður 178 milljónir króna og þarf borgarsjóður að bera hann, þar til ríkissjóður endurgreiðir hann af halladaggjöldum. Yfírdráttur borgar- sjóðs í Landsbankanum stefnir í 259 milljónir króna um áramót. Álagning- arhlutfall útsvars og fasteignagjalda verður óbreytt á næsta ári og raungjöld vegna raforku, hitaveitu og húsatrygginga borgarinnar lækka á næsta ári. Davíð Oddsson, borgarstjóri, millj. kr. og fara 55 millj. kr. fram kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Hann sagði, að aukning rekstrarút- gjalda um 2,3% umfram áætlun á þessu ári væri í raun lægri en við hefði mátt búast samkvæmt þróun kaupgjalds á árinu. Reiknings- færðar tekjur borgarinnar áætlast 3.122 millj.kr. í stað 3.130 millj.kr. Tveir tekjuliðir skila ekki áætlaðri fjárhæð, framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er 17 millj. kr. lægra en áætlað var og gatnagerðargjöld a.m.k. 121 millj. kr. lægri. Eigna- breytingagjöld á árinu eru í heild áætluð 982 millj. kr. í stað 720 millj. kr. í fjárhagsáætlun. Þar af eru byggingaframkvæmdir 478 úr fjárveitingum, en rekstrarhalli Borgarspítalans á mestan hlut í frávikinu frá fjárhagsáætlun. Borgarstjóri sagði, að hallinn á rekstri Borgarspítalans væri geig- vænlegur. Hann stefnir í 212 millj. króna í árslok 1985 úr 34 millj. kr. í árslok 1984. Verður Borgarsjóður að standa undir mismuninum 178 millj. kr., þar til hann fæst bættur með hækkun daggjalda. Ræður þetta mestu um neikvæða greiðslu- stöðu borgarsjóðs gagnvart Lands- bankanum um áramót. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar 4.205 millj. kr. á næsta ári, þ.e. 1.083 millj. kr. hærri en á þessu ári eða um 34,7%. Lagt er til, að útsvar verði 10,8% af tekjum eða hið sama og í ár og það gefi borgarsjóði 1.975 millj. kr. tekjur. Álagningarhlutfall fasteignagjalda verður einnig óbreytt en reiknað er með að tekjur af þeim verði 631 millj. kr. Reiknað er með 270 millj. kr. framlagi úr Jöfnunarsjóði. Gjaldskrá aðstöðugjalda verður óbreytt og á að skila 814 millj. kr. en gatnagerðargjöld eru áætluð 106 millj. kr. Samkvæmt fjárhagsáætluninni eiga rekstrargjöld að hækka um 28% á næsta ári. Byggist áætlunin á því, að vísitala framfærslukostn- aðar hækki um 33% milli áranna 1985 og 1986. Byggt er á þeirri forsendu, að laun verði að jafnaði 9% hærri á næsta ári en þau eru um þessar mundir. Séu niðurstöður útgjaldaliða dregnar saman þá var launakostn- aður borgarinnar 1.340 millj. kr. samkvæmt áætlun 1985 en verður 1.820 millj. kr. 1986,35,8% hækkun. Efniskaup, orka og vélavinna hækka úr 1.137 millj. kr. I 1.400 millj. kr. eða um 23,1%. Styrkir og framlög hækka úr 553 millj. kr. í 730 millj. kr. eða um 32%. Fjár- magnshreyfingar hækka úr 100 millj. kr. i 255 millj. kr. eða um 155%. Samtals er hækkunin frá fjárhagsáætlun 1985 úr 3.130 millj. kr. í 4.205 millj. kr. eða um 34,4%. Kvótafrumvarpið að lögum í nótt: Gjörbreyting til hins betra fyrir trillukarla — segir Árni Johnsen um breytingar á frumvarpinu Forstjóri Nesco dæmd- ur í sekt fyrir skattsvik „BREYTINGARNAR, sem gerðar bafa verið á kvótafrumvarpinu, eru um- talsverðar og margar þess eðlis, að ég er ágætlega sáttur við lögin og reglu- gerðina með þeim, sem verið er að Ijúka við,“ sagði Arni Johnsen alþingis- maður, sem sæti á í sjávarútvegsnefnd efri deildar þingsins, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi, skömmu áður en kvótafrumvarpið varð að lögum. FORSTJÓRI Nesco hf. befur verið dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 þúsund króna sekt fyrir skatt- svik. Tveir stjórnarmenn Nesco voru sýknaðir af ákæru þar sem rcfsi- heimild þótti skorta vegna breytinga sem gerðar voru á söluskattslögum. Forstjórinn var dæmdur fyrir að hafa dregið tæpar 44 milljónir gamlar krónur undan söluskatt- skyldri veltu á árunum 1975, 1976 og 1977 og hafa 30 myndbandsspól- ur 1 fórum sínum við komuna til Keflavíkurflugvallar í nóvember 1981. Sönnuð þóttu vanskil á sölu- skatti, annars vegar með því að draga undan veltu með því að til- greina rangar fjárhæðir í sölu- skattsskýrslum en hins vegar með því alls ekki að skila skýrslum. Það skal tekið fram, að samkvæmt bréfi tollstjórans í Reykjavík 17. nóv- ember 1981, kemur fram að Nesco hafði að fullu greitt söluskatts- skuldirnar. Ákæra á hendur þremenningun- um var gefin út 28. apríl 1981. Hún var tvíþætt, annars vegar fyrir að hafa á árunum 1975, 1976 og 1977 dregið tæpar 44 milljónir gkróna undan söluskattsskyldri veltu og hins vegar fyrir bókhaldsbrot. Þremenningarnir voru sýknaðir af bókhaldsþættinum vegna fyrning- ar. Þá var forstjórinn ákærður sér- staklega fyrir að hafa myndböndin í fórum sínum. Mál þetta hefur lengi verið að veltast í „kerfinu". Rannsókn skatt- rannsóknarstjóra hófst þann 8. febrúar 1978. Ríkisskattstjóri sendi embætti ríkissaksóknara málið þann 9. maí 1979. Þann 22. ágúst sama ár var málið sent Rannsókn- arlögreglu ríkisins til opinberrar rannsóknar. RLR sendi málið til saksóknara þann 22. maí 1980. Beðið var um framhaldsrannsókn RLR, sem lokið var 15. desember 1981. Það var síðan vorið 1981 að ákæra var gefin út. Þrír mynduðu dóminn og var Ármann Kristins- son, dómsforseti, en með honum sátu Bragi Hannesson, bankastjóri, og Sigurður Stefánsson, löggiltur endurskoðandi. í niðurlagi dómsins segir að málið hafi dregist á lang- inn, meðal annars vegna umfangs þess og annarra embættisanna dómsforseta. „Auk þess að kvótinn verður nú aðeins til tveggja ára í stað þriggja, eins og gert var ráð fyrir í upphafi, þá hefur verið sett inn ákvæði um endurskoðun kvótans eftir eitt ár,“ sagði Árni. „Auk heldur hafa verið gerðar á frumvarpinu ýmsar lag- færingar til aukins frjálsræðis innan afla- og sóknarmarksleiða." Árni veitti fyrr í vetur harðvít- uga andspyrnu gegn ákvæðum í frumvarþinu um veiðar smábáta. „Hvað varðar þær veiðar þá hefur orðið gjörbreyting á frumvarpinu," sagði hann. „Fyrirhuguð þriggja mánaða stöðvun á þeirra veiðum er nú orðið að eins mánaðar stöðv- un, frá miðjum desember til miðs janúar, og að auki ákveðnir stopp- dagar eins og hjá öðrum tegundum fiskiskipa. Nú geta trillukarlar farið á sjó 1. janúar ef þeir kæra sig um og fiskað á hvaða veiðarfæri sem þeir vilja fram til 10. febrúar en þá þurfa þeir, sem ætla á net, að fá sóknarkvóta til vors. Hinir geta haldið áfram eins og þeim sýn- ist. Þetta þýðir að netaveiði smá- báta undir 10 tonnum verður háð sóknarkvóta." Þingmaðurinn sagði ennfremur að sóknardögum hefði fjölgað úr 215 í 220 og að'bætt hefði verið við flokki fyrir báta af stærðinni 90—101 tonn til aukinnar hagræð- ingar fyrir sjómenn á bátum af þeirri stærð. „Að auki hefur sveigj- anleiki á veiðum trollbáta verið aukinn með því að sóknardögum þeirra er fjölgað úr 215 í 245,“ sagði Árni. Hann kvaðst jafnframt reikna með að afli, sem fengist á línu og færi í janúar-febrúar og nóvember-desember ár hvert, yrði undanskilinn frá kvóta að hálf’u.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.