Morgunblaðið - 20.12.1985, Side 12

Morgunblaðið - 20.12.1985, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Astarbrautin rósrauða Bókmenntir Erlendur Jónsson Ingibjörg Siguröardóttir: HOLL HAMINGJUNNAR 189 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akur- eyri, 1985. Húsmóðirin á heimilinu fellur frá. Vera Dögg er aðeins fjórtán ára. Eigi að síður tekur hún umsjá heimilisins á herðar sér. En heim- ilisfólk er auk hennar: faðir og yngri bræður tveir. Vera Dögg rækir hlutverk sitt með prýði. Allt gengur að óskum. En svo gerist dálítið leiðinlegt. Faðirinn, þrjóturinn sá arna nýbú- inn að missa konuna, tekur að skjóta sér í annarri — ungri kennslukonu í þorpinu. Leikrit er æft og sviðsett. Þar leika þau elsk- endur, faðir hennar og kennslu- konan. Vera Dögg fer að sjá leikinn og ofbýður að sjá hvernig faðir hennar lifir sig inn í hlutverkið! Út yfir tekur þó þegar kennslukonan kemur heim með föður hennar. Og komið fram á nótt! Ungu stúlk- unni er stórlega misboðið. Varla er þakkarvert að ekki gerist annað en það að þau drekka kaffi og faðir hennar ekur kennslukonunni síðan heim til sín. Þetta leiðindavesin með karlinn veldur því að Vera Dögg ákveður að flytjast að heiman og koma sér áfram á eigin spýtur. Hún gerist fyrst kaupakona í sveit. Þar taka á móti henni hjón, afskaplega góð, og sonur, sem er ekki alveg eins góður. Sem betur fer eiga hjónin annan son sem neraur læknisfræði. Og hann kemur bráðum heim! — Það er svo lesandans að sjá greið- ast úr flækju þeirri sem á eftir fer. Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað yfir tuttugu bækur. Fyrsta skáldsaga hennar var Sýslu- mannssonurinn. Síðan kom Systir læknisins. Á áranna rás hefur allt breyst — nema sögur Ingibjargar. Sama forlag hefur gefið þær út, flestar ef ekki allar. Svo væri ekki ef þær hefðu ekki selst og verið lesnar. Seint úr þessu verður Ingibjörg leidd inn í fínan selskap alvörurit- höfunda sem buast mega við fálka- orðu, efriflokki listamannalauna, barnabókaverðlaunum og auglýs- ingu í ríkisfjölmiðlum. Enda munu lesendur hennar ekki gera kröfu til þess. Ingibjörg stendur utan við bókmenntaumræðuna. Ekki verður þó framhjá því gengið að hún setur saman bækur. Meira að segja margar bækur. Og bækur hennar eru lesnar af mörg- um. Það væri vel þess vert að íhuga og jafnvel að rannsaka hvað það er í sögum Ingibjargar sem höfðar til iesenda. Er það einfaldleikinn í sögum hennar, söguþráður sem reynir ekki svo mjög á sálarþrek- ið? Benda má á nokkur einkenni: í fyrsta lagi eru sögur Ingibjargar afar saklausar. Lesandinn hnýtur ekki um neitt sem veldur klígju. Þar er ekkert sem hann hryllir við. í öðru lagi eru manngerðirnar í sögunum mjög afdráttarlausar. Elskendurnir eru jafnan fyrir- myndarfólk og mikillar ástar verð- ir. Þeir eru góðir, umhyggjusamir, tilfinninganæmir og hæverskir. Sögulokin eru því dæmi sem geng- ur upp. í þriðja lagi eru svo spennuvaldarnir í sögunni — Ingibjörg Sigurðardóttir óglæsilegt fólk og frekt og leiðin- legt — sem nauðsynlegir eru til að lesandinn fái þó örlítinn snert af taugahrolli og finni fyrir þess háttar óvissu sem nauðsynleg er til að sögulokin sýnist yfirhöfuð skipta nokkru máli. Þessi tvísýna barátta ástarinnar fyrir að ná rétti sínum er þó aldrei látin ganga lengra en svo sem hollt er að leggja á lesandann ef vellíðan hans á að haldast frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu. Hvar sem er í lestr- inum á maður að finna fyrir hand- leiðslu höfundarins sem er styrk og örugg, hún muni ekki leiða mann í neinar ógöngur, því sé óhætt að treysta. Sumir telja að við lestur sagna af þessu tagi lifi fólk í huganum því lífi sem hann mundi helst óska sér að lifa en fáum einum auðnast í raunveruleikanum. Vera má að eitthvað sé til í því. Ingibjörg fylgir í stórum dráttum forskrift gamal- dags ástarsagna. Og þess háttar sögur hafa alltaf verið ofarlega á blaði meðal afþreyingarbók- mennta. Pendúll tískunnar sveiflast reglulega. Síðustu árin hefur óhroði, hryllingur og ofbeldi verið topptískan í skáldskap. Sú tíska hefur stjakað skáldkonum eins og Ingibjörgu ennþá lengra frá því að vera móðins. En minnumst eins: Án lesanda — enginn rithöfundur. Ef enginn fæst til að lesa skáldverk getur höfundurinn allt eins fest blöð sín upp á símastaur á Grænlandi. Þess hefur Ingibjörg ekki þurft. Henni hefur tekist að halda sínu þótt ekki hlýði hún tímans kalli. Lífsmyndir frá Hrafnistu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn Matthíasson: HRAFNISTUMENN: III: Minningar og frásagnir vLstmanna á Hrafnistu, dvalarheimilum aldraðra sjómanna. Sjómannadagsráð 1985. HRAFNISTUMENN, tvö fyrstu bindin, komu út hjá Ægisútgáf- unni, en síðan tók Sjómannadags- ráð að sér útgáfuna. Eins og Þor- steinn Matthíasson getur um í sér- stökum kafla sem helgaður er minningu Guðmundar Jakobsson- ar bókaútgefanda, var það Guð- mundi hugleikið að koma á fram- færi bókum með frásögnum af lífi sjómanna og bænda. Þorsteinn segir sjálfur um það vistfólk á Hrafnistu sem hann ræddi við: „Þegar í byrjun var ljóst að það bjó yfir miklum fróðleik um lífs- hætti liðins tíma og ef að þær lífs- myndir hyrfu eða máðust af tjaldi tímans yrði þjóðarsagan fábreytt- ari og skorti fyllingu." Þorsteinn Matthíasson hefur með þriðja bindi Hrafnistumanna í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI skráð sögu fjölmargra karla og kvenna, misjafnlega ítarlegar frá- sagnir og vissulega að mörgu leyti ólíkar. Allar eru þær með hefð- bundnu sniði. Sagt er frá ævintýr- um á sjó og landi, slysförum, bið eftir ástvinum, þröngum kjörum, draumum og veruleika. Þótt víða hafi verið erfiðleikar á ferð og lífsbaráttan hörð var líka rúm fyrir gleði og skemmtun. Þeir sem Þorsteinn Matthíasson ræðir við eru Bjarni M. Jónsson frá Hrauni í Sléttuhlíð, Sigríður Eggertsdóttir frá Bíldsey, Eggert Pétursson frá Rifgirðingum, Guð- björg Jónsdóttir frá Grímsbæ á Stokkseyri, Guðmundur Jónsson sjómaður frá ísafirði, Guðmundur Pétursson trésmiður frá Flateyri, Guðmundur Vigfússon skipstjóri frá Holti í Vestmannaeyjum, Gunnar Breiðfjörð Þórarinsson Bókmenntir Erlendur Jónsson Kinar Gestsson: HEIMA OG HEIMAN. 172 bls. Steinþór Gests- son bjó undir pr. 1985. Gestur á Hæli var maður þjóð- kunnur. Hann féll frá langt um aldur fram. Eftir hans dag gerðu synir hans garðinn frægan. Steinþór Gestsson hefur nú ann- ast útgáfu greina og ritgerða sem Einar, bróðir hans lét eftir sig, en hann lést á síðastliðnu ári. í bók þessari eru annars vegar þættir sem samdir voru að gefnu tilefni og hins vegar efni sem höfundur tók saman sér »til gamans á þeim stundum sem verða milli erils daglegra starfa og nætursvefnsins,* eins og Steinþór kemst að orði í formáls- orðum. Lengstir eru Þættir af Gísla í Ásum. Gísli fæddist 1851 og varð níræður. Gísli bjó á ýmsum stöð- um og var mjög atorkusamur bóndi, en nokkuð fyrir að breyta til. Sögumaður var hann góður og hefur höfundur margt eftir honum sjálfum. Einnig segir Einar frá ætt Gísla og uppruna og rekur lífshlaup hans í stórum dráttum. Bestur er í bók þessari þáttur Þorsteinn Matthíasson skipstjóri frá Patreksfirði, Ing- veldur Guðmundsdóttir frá Iðu í Biskupstungum, Kristín Theódóra Víglundsdóttir Níelsen frá Sléttu I Mjóafirði, Magndís Anna Ara- dóttir frá Drangsnesi í Stein- grímsfirði, Ölafur Pálsson múrarameistari frá Reykjavík, Sesselja Konráðsdóttir frá Syðra- sem Einar ritaði um móður sína sem varð að taka á sig ðll forráð heimilisins, ung húsfreyja á Hæli, eftir lát manns síns, og koma upp stórum hópi barna. Hún var kona listelsk og listfeng og hafði meðal annars lært að leika á hljóðfæri sem þá var fá- títt. Inn í þáttinn blandast æsku- minningar höfundarins. Mikið var sungið á Hæli. »Vel má vera að bestu minningarnar frá æsku- árunum séu frá því er börn og heimilisfólk safnaðist að hljóð- færinu,* segir Einar. Tveir bræð- ur Einars voru meðal stofnenda MA-kvartettsins sem vinsælast- ur hefur orðið allra slíkra á landi hér fyrr og síðar. Fróðlegur er þátturinn Stóra- Núpskirkja. Einar segir fyrst frá því er kirkjan á Stóra-Núpi fauk í ofviðri undir árslok 1908. Sveita- kirkja hefur oft meira gildi fyrir sóknarfólk en látið er uppi hvers- dagslega. Af fátækt sinni réðust Gnúpverjar í það strax á næsta sumri að reisa nýja kirkju í stað hinnar sem fokið hafði. Gestur á Hæli hafði umsjón með verkinu og réð Rögnvald Ólafsson húsa- meistara til að teikna kirkjuna, en Bjarna Jónsson frá Galtafelli réð hann sem yfirsmið. Svo fékk hann Ásgrím Jónsson til að velja með sér liti, utan húss og innan. Vatni í Skagafirði, kennari, Sigur- lína Guðbjörg Valgeirsdóttir og Þorvaldur Sigurgeirsson sjómaður frá ísafirði. Lífsmyndirnar eru sumar skýr- ari en aðrar, þeim hættir mörgum til að verða dauflegar vegna þess hve margt smálegt flýtur með. Sumt í þeim nær varla að höfða til fleiri en nánustu ættmenna. En á stöku stað kemur fram ágætur þjóðlegur fróðleikur og hann gefur bókinni lit og líf. Ég nefni sem dæmi: (fleiri slík eru í bókinni) Það er vindasamt á verald- arhafinu, þar sem rætt er við Bjarna M. Jónsson. Bjarni segir vel frá, mál hans alþýðlegt, en um leið tilkomumikið og fagurt: „Aft- ur varð mamma að horfast í augu við sortann. Tólf árum eftir hinn mikla barnamissi verður hún fyrir þeirri reynslu að sjá og heyra bónda sinn drukkna í svo kölluðu Sléttuhlíðarvatni sem rétt við tún- fótinn skartaði sínu fegursta þetta kvöld, dimmblátt og lognvært." Sagan af Dísu er ósvikinn þjóð- legur fróðlegur, átakanleg saga á einföldu og myndríku máli. En Bjarni M. Jónsson er ekki einn um það að kunna að segja Vönduðustu kirkjugripirnir voru smíðaðir í Reykjavík og fluttir austur á fjórhjóluðum vagni. Þá var kirkjan »prýdd með talsverð- um útskurði sem Stefán Eiríks- son tréskurðarmaður hinn odd- hagi gerði.« Ungmennafélagið í sveitinni gaf svo forláta orgel til kirkjunnar. Sóknarprestur var séra Valdimar Briem sálmaskáld. frá. Aftur á móti er viðtalið við hann dæmi um það þegar Þorsteini Matthíassyni tekst að koma merki- legri sögu til skila. Mér þótti um margt athyglisvert að kynnast þessum viðtölum við Hrafnistumenn. Einn þeirra, Þor- valdur Sigurgeirsson, situr í góðu yfirlæti á Hrafnistu, en talar eflaust fyrir munn margra gam- alla sjómanna þegar hann segir: „Það er kannske önnur ævi að sitja við hannyrðir hérna á Hrafn- istu en berjast í stórhríð og vetr- arsnjóum norður á Halamiðum, en ég hygg þó að meðan ég var á létt- asta skeiði hefði ég heldur kosið Halann. Nú hef ég vanist föndrinu og læt mér það vel líka.“ En það eru ekki bara karlar í þessari bók. Eftirminnilegt er til dæmis að lesa um óvissu sjó- mannskvennanna sem vissu aldrei hvenær þær voru að kveðja menn sína í síðasta sinn þegar þeir lögðu út á haf sem reis stundum hátt. Meðal þeirra sem lýsa slíkri til- finningu er Sigurlína Guðbjörg Valgeirsdóttir: „Stundum var maður kannske hræddastur þegar engin ástæða var til en gerði sér aftur minna um þegar verr horfði". Allir voru eða urðu menn þessir þjóðkunnir, hver með sínum hætti. Þá er birt hér erindi um Ásgrím Jónsson, »flutt við opnun Ásgrímssýningar á Selfossi 15. apríl 1976«. Einar segir frá því að sumarið 1909 — en þá fluttist Ásgrímur heim frá útlöndum — hafi hann dvalist á Hæli í nokk- urn tíma og málað. Meðal annars málaði hann þar Heklumyndina stóru sem flestir kannast við. Einar skýrir frá þvi hvar Ás- grímur stóð þegar hann málaði myndina. Ásgrímur Jónsson var maður nægjusamur og lítillátur en gleymdist þó engum sem honum kynntist. Varð hann höf- undi minnisstæður því listamað- urinn dvaldist oft á Hæli um lengri eða skemmri tíma. »Á heimili og sem gestur var hann hógvær og hlédrægur, en þó létt- ur í máli við hvern sem var, svo að gamanyrði lágu honum oft á tungu,« segir Einar. Fleiri efni er í bók þessari svo sem vísnaþáttur og ferðaþættir. Einar Gestsson hefur verið maður glöggur og minnugur. Þættir hans bera líka vitni um átthagatryggð og ræktarsemi við heimahaga. Einar var bóndi á föðurleifð og ól mestallan aldur sinn á sama blettinum. Hann mátti því manna gerst þekkja sitt nánasta umhverfi. Allt þetta gefur þáttum hans gildi. Hann lýsir því sem hann þekkti best. Og lýsir því vel. Úr heimahögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.