Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
V
Jólaglögg
Varöar
Landsmálafélagiö Vöröur
heldur jólaglögg meö
Halldóri Blöndal alþingis-
manni föstudaginn 20.
desember frá kl. 17—19 í
Sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Sjálf-
stæöisfólk er hvatt til aö
mæta. Stjórnin
J
Bladburóarfólk
óskast!
Kopavogur
Hraunbraut
Marbakkabraut
Grafarvogur
Fannarfold
Austurbær
Barónsstígur
Hverfisgata 63—120
Vesturbær
Tjarnargata frá 39
Suðurgata 29—41
Tjarnargata3—40
Suðurgata2—26
Skerjafjörður
Gnitanes
ptóT0ítw!t>lítí>itíb
MÖGNUÐ SPENNUSAGA
DAVID OSBORN
SAMSÆRH)
„ÞAO VERÐUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK I ÁR ...
... STÓRKOSTLEG SAGA" AUSTAIR MacLEAN
Perla frá Tyrklandi
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Yashar Kemal: Memed mjói.
Þórhildur Ólafsdóttir þýddi úr tyrk-
nesku.
Útg. Mál & Menning, 1985.
Flestar þjóðir virðast eiga sér
sínar útlagasögur. Þær eru keim-
líkar: mikill mannkostamaður
hrekst úr mannabyggðum, ýmist
vegna eigin skapgerðarbresta eða
voðaverka, en oftar sakir þess að
hann getur ekki sætt sig við yfir-
ráð valdsmanna, sem yfirleitt eru
spilltir og grimmir. Útlaginn leitar
hælis i fjöllum, úti í skógi, eða úti
í Drangey, og hann safnar oft um
sig flokki knárra sveina og etur
kappi við byggðamenn árum eða
áratugum saman. Oftast eru útlag-
arnir gæðablóð inn við beinið.
Sumir hreinustu góðmenni, eins
og til dæmis Hrói höttur. Aðrir
eru ógæfusamari en þeirra er þó
altént hefnt í Miklagarði.
Memed mjói er útlagasaga
þeirra Miklagarðsmanna. Við höf-
um haft lítil eða éngin kynni af
tyrkneskum bókmenntum og því
er fagnaðar efni, að ekki er ráðist
á garðinn, þar sem hann er lægst-
ur. Yashar Kemal er þekktasti
rithöfundur Tyrkja á þessari öld
og það mun hafa verið bókin um
Memed sem gerði hann frægan.
Hún kom fyrst út fyrir 30 árum
og birtist sem framhaldssaga i
Cumhurieyt, þriðja stærsta dag-
blaði Tyrklands, en þar hafði
Kemal starfað. Hann hafði ferðast
um landið og tekið viðtöi við
bændafólk og viðtöl hans vöktu
mikla athygli. Sjálfur var hann
alinn upp í litlu þorpi í Suðaustur
Tyrklandi, en á þeim slóðum gerist
sagan um Memed.
Ef lýsa á söguþræði í stuttu
máli, gæti hann virst harla ein-
faldur. Á Þistlasléttu eru fimm
þorp, sem lúta stjórn Abdi aga,
lénsherra sem er hinn versti harð-
stjóri. Bylting Atatúrks hefur að
vísu verið gerð, en áhrifa hennar
gætir enn lítt í afskekktum sveita-
héruðum og Abdi aga getur farið
sínu fram. Hann hirðir skatt af
bláfátækum þropsbúum, er dómari
og böðull í senn og í rauninni hið
versta fól. Enginn dirfist að setja
sig upp á móti honum nema helzt
piltkornið Memed. í eftirminnileg-
um kafla í upphafi er lýst flótta
Memeds úr þorpi agans, en hann
sleppur ekki langt og er refsað
harðlega. Mörgum árum seinna
ætlar Abdi aga að gefa frænda
sínum stúlkuna sem Memed leggur
hug á og þá er honum nóg boðið.
Hann flýr með stúlkuna, og þegar
hún næst, leggst Memed út. Hann
gengur til liðs við stigamenn, sem
halda sig í fjöllunum, og með
tímanum verður hann frægastur
og dáðastur, þótt ekki sé hann
mikill fyrir mann að sjá. Abdi aga
fyllist skelfingu þegar hann sér
hefnd Memeds vofa yfir sér, kúg-
aðir þorpsbúarnir líta á hann sem
hetju. Og svo fer sem fer.
Þetta er aðeins beinagrindin.
Sagan er afskaplega „breið“ eins
og nú er í tizku að taka til orða.
Og það vakir ekki sízt fyrir Kemal
að þregða upp mynd af Þistlaslétt-
unni harðbýlu, og mannlífinu sem
þrífst þar við erfiðar aðstæður.
Fjöldi fólks er nefndur til sögunn-
ar og þótt dýpt persónulýsinga sé
ekki alltaf mikil, flestir eru annað-
hvort ósköp vænir eða rakin ill-
menni, tekst höfundi eigi að síður
uað gæða þær lífi. Auk Memeds
sjálfs sem er vel gerð persóna
verða eftirminnilegir stigamanna-
foringinn Djöfla Dúrdú, sporrekj-
andinn Alí, sem ræður ekki við sig
þegar hann rekst á slóð, konurnar
Hatsjé og Iraz...
Sagan sver sig að öllu leyti i
anda hinnar hefðbundnu episku
sögu, enda segir þýðandinn Þór-
hildur Ólafsdóttir í eftirmála, að
Kemal byggi á aldagamalli sagna-
hefð alþýðunnar í Tyrklandi. Frá-
sögnin er yfirleitt hæg, góðum
tíma eytt -í vandaðar lýsingar á
umhverfi og mannfólki. En svo
æsist leikurinn þegar við á. Ég
hreifst líka af því hve vel Kemal
sneiðir hjá tilfinningasemi, sem
sagan hefði eflaust boðið lakari
höfundum upp á.
Þórhildur Ólafsdóttir þýðir úr
tyrknesku, með aðstoð Necmi
Ergún, tyrknesks eiginmanns síns.
Það er því ástæða til að ætla að
þýðing hennar sé nákvæm. Málfar
sögunnar er auðugt og frjótt svo
sem við á í sögu eins og þessari.
Hreinasta perla.
Útvarpsráð setur Ríkis-
útvarpinu málstefnu
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá rík-
isútvarpinu:
„Útvarpsráð hefur nú samþykkt
fyrstu formlegu ályktun sína um
stefnu Ríkisútvarpsins í málfars-
legum efnum, en frá upphafi hefur
stofnunin haft á stefnuskrá sinni
að efla íslenska tungu og menn-
ingu. Munu ákvæði þess efnis jafn-
an hafa verið í lögum um Ríkisút-
varpið þó að formleg samþykkt um
málstefnu hafi ekki verið gerð
fyrr.
Frá upphafi hefur Ríkisútvarpið
sinnt þessu efni með sérstökum
fræðsluþáttum um íslenska tungu
og með því að gera eftir föngum
kröfur um gott málfar á því efni
sem er útvarpað eða sjónvarpað.
Það réð sérstakan málfarsráðu-
naut í fullt starf á síðastliðnu ári,
en áður hafði það verið hlutastarf.
Á 2804. fundi útvarpsraðs 12.
apríl 1985 voru Eiður Guðnason
og Jon Þórarinsson útvarpsráðs-
menn ásamt Guðmundi Krist-
mundssyni námsstjóra í íslensku
kosnir í nefnd til að vinna með
Árna Böðvarssyni málfarsráðu-
naut Ríkisútvarpsins að undir-
búningi ályktunar útvarpsráðs um
stefnu í málfarslegum efnum.
Nefndin lagði tillögur sínar fyrir
útvarpsráð sem samþykkti loka-
gerð þeirra 13. sept. sl. og óskaði
umsagnar íslenskrar málnefndar
áður en ályktunin yrði birt.
Ályktun útvarpsráðs er á þessa
leið:
I. Málstefna Ríkis-
útvarpsins
Ríkisútvarpið skal samkvæmt
lögum efla íslenska tungu og
menningu. Útvarpsráð telur að
stofnunin hafi mikilvægu fræðslu-
og uppeldishlutverki að gegna á
þessu sviði.
í Ríkisútvarpinu skulu að stað-
aldri vera fræðsluþættir um ís-
lenskt mál og notkun þess. Allt
málfar í Ríkisútvarpinu á að vera
til fyrirmyndar, og allt sem frá
stofnuninni kemur, á vandaðri
íslensku, flutt með góðum fram-
burði.
Erlend orð sem ekki verður
komist hjá að nota, ber að sam-
ræma lögum islenskrar tungu,
eftir því sem fært þykir og góð
venjabýður.
II. Um einstök atriði
1. Vandað mál er markvisst og
felst í góðu orðavali, réttum
beygingum, eðlilegri orðskip-
an, skýrri hljóðmótun, réttum
áherslum og eðlilegu hljóm-
falli samfellds máls. Starfs-
menn Ríkisútvarpsins eiga að
leggjast á eitt til að málfar í
útvarpi og sjónvarpi sé til
fyrirmyndar.
2. Þeirsem vinnaaðdagskrárgerð,
skulu jafnan gæta þess að mál-
far sé vandað og svo auðugt sem
skynsamlegt er eftir aðstæðum.
Þeir bera ábyrgð á að texti sá
sem flytjandi fær í hendur, sé
réttur og fullnægi þessum skil-
yrðum.
3. Flytjendum dagskrárefnis ber
að vanda framburð sinn og
flutning á alla lund. Þeir eiga
að gæta þess eftir mætti að
málfar textans fullnægi ofan-
greindum skilyrðum. Málvillur
eiga þeir að leiðrétta en mega
ekki breyta málfari að öðru leyti
án samráðs við ábyrgðarmann
textans. Verkstjóra ber að sjá
um að hlutaðeigandi starfsmað-
ur dagskrár fái hið fyrsta upp-
lýsingar um vangá sem hann
hefur gert sig sekan um í þessu
efni.
4. Aösent efni á að fullnægja eðli-
legum kröfum um málfar.
5. Auglýsingar skulu vera á galla-
lausri íslensku og fluttar með
góðum framburði. Ef sérstök
ástæða er til, getur útvarps-
stjóri þó leyft að sungið sé eða
talað á erlendu máli í auglýs-
ingu.
6. Ríkisútvarpinu ber stöðugt að
gefa starfsmönnum sínum kost
á að auðga íslenskukunnáttu
sína og bæta málfar sitt og
framsögn, bæði á námskeiðum
og með einstaklingsfræðslu.
Starfsmönnum er skylt að nýta
sér slíka fræðslu ef málfars-
ráðunautur telur það nauðsyn-
legt. Málfarsráðunautur hefur
umsjá með þessari starfsemi
stofnunarinnar.
7. Málfarsráðunautur eða annar
sérfróður maður á að vera
starfsmönnum á fréttastofum,
auglýsingastofum og öðrum
slíkum vinnustöðum Ríkisút-
varpsins til halds og trausts,
meðal annars með því að lesa
yfir handrit fyrir útsendingu
eftir því sem unnt er.
8. Forðast skal útlent mál í efni
sem samið er til futnings í
Ríkisútvarpinu, en þegar ekki
verður hjá því komist, svo sem
í fréttum, viðtölum við útlend-
inga og svo framvegis, ber jafn-
an að flytja eða sýna íslenska
þýðingu samtímis nema bein
ástæða sé til annars.
9. Sjónvarpsefni sem ætlað er
börnum og unglingum sérstak-
lega, skal flutt á íslensku eftir
því sem kostur er.
10. Sérnöfn úr erlendum málum
ber að fara með í samræmi við
góða íslenska málhefð. Ríki,
lönd, borgir, héruð, höf, fljót,
fjöll og annað slíkt ber að nefna
hefðbundnum íslenskum heit-
um, ef þau eru til, svo sem
Hjaltland (ekki Shetland),
Kaupmannahöfn eða Höfn (ekki
Köbenhavn né Köben), Björgvin
(ekki Bergen, Saxelfur (ekki
Elbe né Elba.) Sé þessa ekki
kostur ber að nota eftir því sem
unnt er þau heiti sem íbúar
viðkomandi landa tíðka sjálfir,
svo sem Nuuk (ekki Godthab),
Múnchen (ekki Munich), Nice
(ekki Nizza), Westfalen (ekki
Westphalia).
11. Heiti á útlendum mönnum skal
fara með að hætti viðkomandi
þjóðar eftir því sem unnt er,
nema íslensk hefð sé fyrir öðru,
eins og er um mörg heiti er-