Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 15 Yiktoríutíminn og við Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson John Fowles: Ástkona franska lautinantsins. Magnús Rafnsson þýddi Þýðendur Ijóða: Ingimundur Ingi- mundarsson, Helgi Hálfdanarson og Sverrir Hólmarsson. Mál og Menn- ing 1985 Ástkona franska lautinantsins eftir John Fowles er vægast sagt einkennileg skáldsaga, í senn gamaldags og nútímaleg. Sögusvið skáldsögunnar er England Viktór- íutimans, en við erum oftar en einu sinni minnt á að samtíminn er líka í sögunni. Strax í fyrsta kafla er brimgarð- inum í Lyme flóa líkt við högg mynd eftir Henry Moore. Charles Smithson sem í skáldsögunni læt- ur heillast af hinni óvenjlegu Söru Woodruff, tregafullu andliti henn- ar, er þannig lýst í þriðja kafla: „Charles kaus að líta á sjálfan sig sem vísindalega þenkjandi ungan mann og hann hefði sjálf- sagt ekki orðið neitt forviða ef honum hefðu borist fréttir úr framtíðinni um flugvélar, þrýsti- loftshreyfla, sjónvarp og ratsjá: það sem hefði komið honum á óvart er hið breytta viðhorf til tímans. Það er almenn skoðun að harmleikur okkar aldar sé tíma- skortur; og einmitt hann en ekki óeigingjörn ást á vísindum, og örugglega ekki viska, er ástæða þess að við eyðum svo miklu af lendra þjóðhöfðingja sem erfa ríki, og heiti páfa. Heiti slofn- ana, hljómsveita, listaverka og þess háttar er rétt að íslenska þegar fært þykir, og gæta þá samræmis eftir því sem unnt er. 12. Skammstafanir sem engum beygingum taka, fara illa i mæltu máli í stað nafna á samtökum, fyrirtækjum og stofnunum. Þær skal forðast. Rétt er að nota óstytt heiti f upphafi frásagnar en síðan stytt heiti sem lýtur lögmálum tungunnar fremur en skamm- stöfun, svo sem Sambandið fyrir SÍS, Alþýðusambandið fyrir ASÍ, Bandalagið fyrir BSRB og svo framvegis. 13. Útvarpsráð vekur athygli á einhliða áhrifum enskrar tungu á íslenskt mál um þessar mund- ir og telur að bregðast verði við með markvissum hætti, meðal annars í starfsemi Ríkisút- varpsins. Útvarpsráð samþykkti að vísa ályktuninni til umsagnar íslenskr- ar málefndar áður en birt yrði. Nefndin tók málið fyrir á næsta fundi sínum, 8. okt., og samþykkti þessa ályktun: íslensk málnefnd fagnar sam- þykkt útvarpsráðs um málstefnu Ríkisútvarpsins og getur fallist á hana í öllum aðalatriðum. Nefndin vill þó vekja athygli á því, að er- lendum tungumálum hefur að hennar dómi verið gert of hátt undir höfði í auglýsingum, fréttum og íþróttaþáttum sjónvarps. Nefndin telur ekki koma nægilega skýrt fram í samþykktinni, að breytt skuli um stefnu í þessu efni (sjá einkum 5. og 8. tl.). Að öðru leyti telur málnefndin mikils um vert, að hinni nýju stefnu Ríkisút- varpsins verði framfylgt og heitir stuðningi við framkvæmd hennar. Ríkisútvarpið vekur í þessu sambandi athygli á því að stefnt er að mjög auknu aðhaldi í þessum efnum í stofnuninni, svo sem ályktun útvarpsráðs um málstefnu ber með sér. Einnig er bent á að málfarsráðunautur þess, Árni Böðvarsson, er sem fyrr tilbúinn að veita auglýsendum og öðrum viðskiptamönnum stofnunarinnar aðstoð í málfarsefnum. Fyrst um sinn verður aðgengilegast að ná til hans i síma Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4, 22260, kl. 16-17 alla virka daga.“ hugviti og tekjum þjóðfélaga okk- ar til að finna fljótfarnari leiðir til framkvæmda — líkt og hið endanlega markmið mannkyns sé ekki að nálgast mannlega full- komnun heldur fullkominn elding- arhraða. En hvað Charles varðaði og næstum alla samtímamenn hans af sömu stétt var hraði tilver- unnar allt annar en nú þekkist. Vandamálið var ekki að komast yfir allt sem hugurinn girntist, heldur að spinna eitthvað upp til að fylla þessi hrikalegu ómælis- djúp tómstunda sem mönnum stóðu til boða.“ John Fowles spornar gegn tím- anum og sameinar tímana í Ást- konu franska lautinantsins, en ekki er minna um vert að í skáld- sögunni birtist hugmynd existens- íalismans um frelsið, hið ótak- markaða frelsi sem eitthvað skelfi- legt. John Fowles hefur lagt á það áherslu i viðtali að lesandinn eigi að vera gagntekinn af því sem hann les, en höfundurinn rifji það upp fyrir honum á stöku stað að það sem hann er að lesa sé texti, ekki raunveruleiki. Það mætti segja með nokkrum rétti að John Fowles hafi með Ástkonu franska lautinantsins skrifaði gamaldags skáldsögu með miklu söguefni, rómantík, spennu, John Fowles en það er hálfsögð saga því að um leið og hann hafnar módernískum aðferðum í sagnagerð notfærir hann sér sömu lærdóma. Og hann gleymir ekki heldur ritgerðar- forminu. Það er því ráðlegast að lesa skáldsögu hans með vissum fyrirvara, en óhætt að fullyrða að lesandanum er boðið til veislu. Og fyrir þá sem hafa ekki á móti því að lesa um kynlíf er í skáldsög- unni vikið að því, bæði með eftir- tektarverðu dæmi og ýmsum hug- leiðingum höfundar. Niðurstaða hans um kynlíf Viktóríutímans er um leið áminning til samtíma- manna. Þessi umsögn verður að nægja að sinni um stórmerka bók. En það sem er ekki síst jákvætt við hana er að þýðingin hefur tekist vonum framar, er í senn nútímaleg og mátulega gamaldags. Undir merki stetngeitar eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk Spennandi bók um unga stúlku sem fer til Los Angeles í Bandaríkjunum og verður þar heimilisvinur heimsfrægra poppsyarna og leikara. Þar kynnist hún ótrúlegum fjölskylduflækjum, eiturlyQaneyslu og miskunnarleysi samkeppninnar í háborg músíklífsins. Unga stúlkan fékk tækifæri lífs síns, hún sneri heim reynslunni ríkari, en hjartað varð eftir hjá manni sem kunni ekki með það að fara. íslenskur Stríðsvindar eftir Pulitzerverðlaunahöfundinn horman Wouk Saga úr síðari heimsstyrjöldinni sem hefur verið kvikmynduð og verður senn sýnd í íslenska sjónvarpinu í mörgum þáttum. Þættirnir taka um 18 klukkustundir í sýningu og eru þeir dýrustu sinnar tegundar sem enn hafa verið framleiddir. Sá sem hefur lesið bækurnar áður en þættirnir hefjast munu njóta þeirra mun betur. Stríðssaga — ástarsaga — örlagasaga Eldvígslan söguleg skáldaga eftir dr. Jónas Krisyánsson Saga mtkllla átaka og hrlkalegra örlaga Eldvígslan er saga mikilla átaka og hrikalegra örlaga, rituð á fögru og kjarnmiklu máli sem ber hæfilegan svip af stíl fornsagnanna. Saga sem mun veita ungum og öldnum bæði skemmtun og fróðleik. Spennandi saga sem menn leggja ekki frá sér fyrr en þeir hafa lesið síðustu setninguna. bókaútgafan öm & örlygur Síðumúla 11, sími 84866
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.