Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FOStUDAGUft 20. DESEMBER1985 fTiBORGARBLÓMIÐ \±y SKÍPMOLTÍ 35 SIMI 3Z2I3 Meðal íslenskra náms- manna í Danmörku eftir Ólaf Björnsson Þegar haustveður íslands gengur í garð er sumar að byrja hjá námsmönnum. Sumar að því leyti að skólar hefjast og margur byrjar sitt nám. Fólk er alltaf að byrja í náemi. 6 ára byrja menn í skóla, 16 ára byrja menn í menntaskóla og 20 ára byrja menn í háskóla. Sumir byrja í framhaldsnámi og svo mætti lengi telja. Háskóli íslands er orðinn gamalgróin stofnun og flestir sem hefja háskólanám freista gæfunnar þar, þó valkostir innan hans séu alltof fáir. Áður fyrr var siglt til Kaup- mannahafnar til að hefja há- skólanám og margur frægur landinn drakk þar í sig fræðin. Nú árið 1985 er enn siglt til kóngsins Kaupinhafnar í há- skóla. Enn er þar numið það sem ekki er kennt hér á landi og kannski sitthvað fleira. Undirritaður brá sér á dögun- um til Danmerkur til að kynna sér aðstöðu námsmanna og til að heilsa uppá gamla kunningja. Loftleiðin var valin að þessu sinni enda gerast nú siglingar ferðamanna fátíðar, Gullfoss gamli fyrir löngu horfinn af sjón- arsviðinu. Engu að síður er oft talað um að sigla þó farið sé með flugvél, a.m.k. talar eldra fólk þannig. íslenskir námsmenn eru því enn sigldir menn. Danmörk tók á móti með 15 stiga hita og fallegu veðri þrátt fyrir að mánaðardagurinn væri 15. október og heima á ísiandi væri kuldaslagveður. Allt gekk þetta nú stórslysa- Anna Kr. Ásmundsdóttir með dóttur sína, Nönnu Rún. skötuhjúin vera nokkuð ánægð með aðstöðu námsmanna. Auðunn Hermannsson hefur orðið: Ég er á 3ja ári í mjólkur- verkfræðinni núna og líkar ágæt- lega. Þetta erins og hvert annað verkfræðinám heima, nema ég ræð meira hvernig ég tek þetta og áherslan liggur á efnafræð- inni í staðinn fyrir stærðfræð- inni. Við Begga erum bæði í Landbúnaðarháskólanum og það eru um 10 km þangað, héðan. Jú, auðvitað hefur þetta stundum verið erfitt, sérstaklega fyrst, þegar maður var ekki búinn að ná málinu og var að vinna úti á Jótlandi á mjólkurbúi, það er svo mikið verklegt í þessu, skilurðu. Hvaó ég ætla að verða, ja, það kemur margt til greina, t.d. Sigurður Ingi Jóhannsson. Talið frá vinstri: Ragnar Jónsson, Helgi Jóhannesson, Finnur Kristinsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Auðunn Hermannsson. laust og fyrr en varði sat ég í íbúð námsmanna frá íslandi, nánar tiltekið á Amagerkollegi, en það eru stúdentagarðar sem eru eins og nafnið bendir til úti á Amager, ekki langt frá Kast- rup-flugvelli. Þetta eru einstakl- ingsíbúðir, litlar en snotrar og virðist plássið nýtast ótrúlega vel. Gestgjafar mínir voru Auð- unn Hermannsson frá Selfossi og Bergþóra Þorkelsdóttir frá Reykjavík. »Víst er nokkuð þröngt um okkur," segir Berg- þóra hress í bragði en bætir við: „En við erum nú með tvær svona," og á þar við að þau hafa tvær íbúðir til umráða, búa í annarri en læra í hinni. „Þú kemur á heppilegum tíma,“ segir Auðunn, „við erum einmitt í haustfríi núna, svo þú getur fengið aðra íbúðina, ætli maður verði nokkuð að stressa sig við nám.“ Já, það var vel tekið á móti manni og virtist mér stjórnunarstöður innan mjólkur- búa, rannsóknar- og vísindastörf við matvælaiðnað yfirleitt. Eða stofna eigið ostabú þar sem dýr- asti snobbostur í heimi yrði framleiddur." Jú, hann er hress kallinn. En Bergþóra, hvað segir þú? „Ég er á 2. ári í dýralækning- um og líkar bara vel. Nei, það verður ekki atvinnuleysi meðal dýralækna þó 13 séu að læra þetta hérna og svo víðar, vegna þess að það á eftir að stokka dýralæknakerfið alveg upp. í dag eru þetta stærðar svæði sem dýralæknirinn geysist yfir. Nei, sko, praxis er það sem kemur og þá verður maður með nokkra góða kúnna, sinnir þeim vel og öllum kröfum er fullnægt, svo kröfurnar eru alltaf að aukast." Daginn eftir er farið í sam- kvæmi hjá Helga Jóhannessyni og Ingibjörgu Bjarney Baldurs- dóttur, en þau búa ásamt 4 mán- aða gömlum syni, Jóhannesi, í þriggja herbergja íbúð á 0re- sundkollegiinu. Tilefni sam- kvæmisins er landsleikur Dana og Norðmanna í undankeppni heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu. Auk húsráðanda eru mætt, Sigurður I. Jóhanns- son og Anna K. Ásmundsdóttir ásamt Nönnu Rún, tveggja ára dóttur þeirra, Finnur Kristins- son, Ragnar ... og svo Auðunn, Bergþóra og ég. Áður en leikurinn hefst gefst tækifæri á að yfirheyra liðið. Sigurður og Anna búa á Sól- bakkanum sem þykir með fínni stúdentagörðum. Sigurður hefur orðið: „Mér líkar alveg þrælvel hérna úti, er að vísu að fara í gífurleg próf núna eftir jólin en það er gaman að þessu. Ég er á þriðja ári í dýralækningum og er farinn að þekkja Danina vel. Mórallinn er góður hjá þessu fólki.“ Anna sótti um í landslagsarki- tektúr í haust en komst ekki inn Ingibjörg B. Baldursdóttir. núna. „Maður reynir aftur næst,“ segir hún hress, „þetta er búið að vera nokkuð erfitt að vera með ungbarn hér úti en skemmti- legt engu að siður." Þið eruð öll í Landbúnaðar- háskólanum? Helgi verður fyrir svörum: „Jú, í honum eru 28 íslending- ar en í Kaupmannahöfn eru um 3.500 íslendingar svo landbúnað- ur er ekki með hátt hlutfall. Greinarnar sem íslendingarnir eru að læra eru dýralækningar, matvælafræði, landbúnaðarhag- fræði, landbúnaðarfræði, mjólk- urverkfræði, landslagsarkitekt- úr og garðyrkjufræði, en ég er einn í henni. Þetta er garðyrkju- nám á háskólastigi, og plönturn- ar eru krufnar til mergjar, allt til hinna minnstu frumna. Þetta er 4—5 ára nám og möguleikarn- ir eru miklir að því loknu. T.d. ráðunautarstarf, tilraunir og rannsóknir, og eigin praxis auð- vitað.“ Ingibjörg er sjúkraliði að mennt og var að vinna við það hérna úti í fyrra. „Það er ekki mikill munur á þessu og heima finnst mér, þetta hefði alveg eins getað verið íslenskur spítali," segir hún og heldur áfram: „Sum- ir Islendingarnir verða ótrúlegir Danir í sér, það eru þeir sem giftast Dönum eða búa með þeim, umgangast þá mikið, þeir verða bara Danir.“ Finnur Kristinsson er í lands- lagsarkitektsnámi og býr úti á Amager eins og Auðunn og Begga. „Þetta er auðvitað svolítið öðruvísi en í Kópavoginum að vera hérna en vissulega skemmtilegt." „Maður er ekkert að fara heim,“ segir Ragnar fé- lagi hans í landslagsarkitektúrn- um. Hvað gera landslagsarki- tektar? Finnur verður fyrir svör- um: „Það er nú einkum að skipu- leggja garða og ýmis önnur úti- vistarsvæði bæði fyrir einstakl- inga og stofnanir. Það eru nokkr- ar stofur heima í þessu og nóg að gera.“ Á hverju lifið þið? „Ja, Lána- sjóðurinn stendur sig þokkalega, lánin eru góð þegar þau loksins koma, en stundum er afgreiðslan alltof stirð, alltaf verið að heimta einhver gögn aftur og aftur eins og þau hreinlega týnist, þessi sem eru send,“ segir Sigurður og hin taka undir þetta. Landsleikurinn er nú f al- gleymingi. Greinilegt að félagar mínir eru ákafir stuðningsmenn Dana en kvenfólkið heldur með Norðmönnum til að jafnvægi skapist. „Nú verður bara töluð danska," öskrar einhver þegar Danir komust í 3—1. Lokatölur 5—1 og þá er haldið á vit öldur- húsa Kaupmannahafnar til að samgleðjast Dönum og til að athuga hvort Jón Hreggviðsson og Jónas Hallgrímsson fylgja íslendingum á Hvidsvinstue, þeirri gömlu krá við Kóngsins Nýtorg. Hvort svo er skal ósagt látið en ljóst er að íslenskir náms- menn í Koben eru landi og þjóð til sóma og eflaust eigum við eftir að njóta starfskrafta þeirra síðar. Höfundur stundar lögfræöinám við Háskóla fslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.