Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 23 við að létta og flýta fyrir flutning- um, til dæmis með notkun færi- banda. Tvífrystingu er nokkuð beitt og ennfremur er algengara að sama fisktegundin sé lengur verkuð en hjá okkur. Fyrirkomu- lagið og stjórnunin á vinnslunni er sem sagt almennt fullkomnari hjá grönnum okkar. í þriðja lagi vakna við lestur skýrslunnar ýmsar spurningar um það hvort markaðsmál okkar séu rétt skipulögð, hvort ekki hafi verði lögð of mikil áhersla á Bandaríkjamarkað og þá hágæða- vöru sem við erum að selja þangað. Danir og Norðmenn leggja til dæmis minni áherslu á fullnýtingu og góðan frágang og vinna mikil- vægan tíma við það. Þrátt fyrir að skýrslan dragi upp dökka mynd af ástandinu hér sýnir hún þó jafnframt að miklar úr- bætur eru mögulegar og úrbóta- vonin ætti því að vera okkur ljós i myrkrinu. Með bættri menntun, aðbúnaði og betra skipulagi má greinilega gera hvort tveggja í senn, bæta afkomu fiskvinnslunn- ar og gera henni kleift að greiða hærra kaup. Samhengi milli launa og framleiðni Vilhjálmur Egilsson: „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að launin í fiskvinnslunni eru tölvert lægri hér á landi en í Danmörku og Noregi. Sú var einmitt ástæðan til þess að ráðist var í það að skoða þetta ofan í kjölinn. Það kom mér hins vegar nokkuð á óvart hvað afköstin eru miklu minni á Islandi en í þessum löndum. Sem sýnir þó betur en margt annað að beint samband er milli framleiðni og launa. Til þess að þessi grein geti greitt hærra kaup verður að leita leiða til að auka framleiðnina. Og í því efni þurfa allir aðilar sem hlut eiga að máli að taka sig á. Það er ljóst að selormurinn á stóran þátt í því að við afköstum ekki eins miklu og grannar okkar á hinum Norðurlöndunum. En fleira kemur til. Rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru með þeim hætti að það er ákaflega erfitt fyrir menn að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til dæmis er oft vandkvæðum bundið að útvega fjármagn til kaupa á nýjum tækj- um, en það er einmitt eitt af því sem fram kemur í skýrslunni, að Norðmenn og Danir standa okkur framar í vélvæðingu og skipulagn- ingu. En svo þegar tækin eru loks- ins komin þá leyfir afkoman ekki að borga niður lánin. Þá er launakerfi þeirra allt öðruvísi byggt upp en okkar. Bón- usinn okkar er reiknaður ofan á fast tímakaup, en hjá þeim er nokkurs konar akkorðskerfi; uppi- staða launanna er það sem menn fá fyrir eigin afköst. Og ýmislegt fleira mætti nefna. Aðalatriðið er hins vegar það, að þessi skýrsla getur hjálpað mönnum að skilja betur samhengið á milli framleiðn- innar og þeirra launa sem greidd eru,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Þarf að bæta menntun og aðbúnað Ásmundur Stefánsson: „Þessi könnun staðfestir það sem flestir hafa vitað, að laun á hinum Norð- Jólafagnað- ur í Norræna húsinu JÓLAFAGNAÐUR fyrir alla fjöl- skylduna verður haldinn í Norræna húsinu, sunnudaginn 22. desember kl. 16.00. Á skemmtuninni syngur kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar, sr. Bernharður Guðmundsson flytur jólahugvekju, strengjakvartett barna leikur jóla- lög og Heimir Pálsson les sögur og ævintýri frá Norðurlöndum. Gengið verður kringum jólatré og Carl Billich leikur barna- og jólalög á pianó. Bornar verða fram veitingar fyrir börn og fullorðna og eru allir velkomnir í Norræna húsið á sunnudaginn kl. 16—19. Fréttatilkynning. Hvers vegna eru afköst íslendinga í fiskvinnslu minni en Dana og Norðmanna? Ormurinn stór þáttur skýring- arinnar — en fleira kemur til Rætt við Vilhjálm Egilsson og Ásmund Stefánsson SKÝRSLA starfshóps á vegum Kjararannsóknarnefndar um laun og launa- kostnað í Noregi, Danmörku, Bretlandi og íslandi hefur vakið tölverða athygli. Hún leiðir í Ijós að laun í fiskvinnslu eru a.m.k. 60% lægri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en þrátt fyrir það er launakostnaður á hverja framleidda einingu töluvert minni í Danmörku og Noregi en hérlendis vegna mun meiri afkasta í þessum löndum. í skýrslunni er bent á að ís- lenska fískvinnslan þurfí að kosta til miklu til að hreinsa selorm úr fiskin- um, en Danir eru svo gott sem lausir við orminn og Norðmenn hafa hann í minna mæli en við. En ýmsar fleiri skýringar eru nefndar á þessum mikla mun á afköstum okkar og granna okkar í Noregi og Danmörku. Morgunblaðið leitaði álits full- urlöndunum eru mun hærri en hér á landi. Fiskvinnslufólk er að minnsta kosti 60-70% betur borg- að í Noregi og Danmörku en á Islandi. Eigi að síður er það fisk- verð, sem vinnslustöðvar í Dan- mörku og Noregi greiða, hærra en gerist og gengur hér. Við stöndum trúa vinnuveitenda og launþega á þessum meginniðurstöðum skýrsl- unnar, þeirra Vilhjálms Egilsson- ar, hagfræðings hjá Vinnuveit- endasambandi íslands, og Ás- mundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambands íslands. sem sagt frammi fyrir því að fisk- vinnslustöðvar 1 þessum ná- grannalöndum okkar greiða bæði hærra kaup og hráefnisverð en við, en eru þó reknar með hagnaði, á meðan islensk fiskvinnsla stend- ur höllum fæti. Og ástæðan er sú, að því er virðist, að við afköstum ekki nógu miklu. Það kom mér satt að segja á óvart að munurinn á afköstum okkar og Dana og Norðmanna skuli vera svo mikill eins og könn- unin leiddi í ljós. Ormurinn skiptir greinilega miklu máli í því sam- bandi. En það er ýmislegt fleira sem þessu veldur og vil ég sérstak- lega nefna þrjú atriði: I fyrsta lagi er menntun og aðbúnaði mun betur fyrir komið hjá grönnum okkar en hér. Gerðar eru meiri kröfur í sambandi við verkkennslu og verkþjálfun. Þar úti gera menn sér betur grein fyrir því hvað aðbúnaður skiptir miklu máli. Til dæmis er lögð áhersla á að tryggja að fólk standi þannig við borð að hæðin sé rétt, að það haldi rétt á hnífum og þurfi sem minnst að bera. Atvinnurekendur á hinum Norðurlöndunum telja fráleitt annað en koma þessum hlutum í gott form, því annað kæmi fram í minni afköstum fólks- ins frá degi til dags, og auknum veikindadögum þess. í annan stað er skipulagið í vinnsluhúsunum betra hjá Dönum og Norðmönnum en okkur. Vél- væðingin er meiri og það er leitast - SIMI 11121 Velkominn,Vetur konungur Loðfóðraðir frakkar fyrir dömur og herra í glœsilegu úrvali. Einnig skinntreflar, skinnhúfur og slceður. Frábærar og hlýjar jólagjafir sem nýtast vel og endast lengi. Sérsaumaðir loðfeldir eftir pöntunum. Fást með afborgunarskilmálum. Verð frá kr. 45 f>úsund Njottu vetrarms. Verið velkomin. EGGERT feldskeri - LAUGAVEGI 66 - fyrir þá sem velja aðeins það þesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.