Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
r
Hátíð
Mikið
úrval
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22
sími 23509 Næg bílastæði
KÁPUSALAN AKUREYRI
HAFNARSTRÆTtKft - SÍMI 9A-25250
k ____y
Gjöf til Kaupmannasamtakanna:
Málverk af Sigurliða
eftir Gunnlaug Blöndal
FUNDUR var haldinn í fulltrúaráði
Kaupmannasamtaka íslands, mið-
vikudaginn 4. desember sl. í húsa-
kynnum þeirra, Húsi verslunarinn-
ar, Reykjavfk. Sérstök framsöguer-
indi fluttu á fundinum ritstjóri
Morgunblaðsins, Styrmir Gunnars-
son, og Markús Órn Antonsson,
útvarpsstjóri, um samskipti at-
vinnurekendasamtaka og fjöl-
miðla. Erindin voru stutt en hrein-
skilin og var gerður góður rómur
að. Líflegar umræður fundarmanna
fylgdu í kjölfarið.
I tilefni af 35 ára afmæli
Kaupmannasamtaka íslands
voru eftirtaldir menn sæmdir
gullmerki samtakanna fyrir fé-
lagsstörf: Jónas Eggertsson, bók-
sali, Rofabæ 7, Reykjavík, Ólafur
Helgason, blómakaupmaður,
Skólavörðustíg 3, Reykjavík.
Einnig var tilnefndur til gull-
merkis Benedikt Bjarnason,
kaupmaður, Bolungarvík, en
vegna fjarveru hans bíður af-
hending merkisins um sinn.
Á fund þennan mættu fulltrú-
ar bræðrabarna Sigurliða heitins
Kristjánssonar kaupmanns í
Silla og Valda, þeir Birgir Jó-
hannsson, tannlæknir, og Sigurð-
ur Guðmundsson, endurskoð-
andi. Færðu þeir Kaupmanna-
samtökunum að gjöf málverk af
Sigurliða, málað af Gunnlaugi
Blöndal.
Þess var einnig getið á fundi
þessum að heiðurshjónin Ingi-
björg Guðmundsdóttir og Þor-
valdur Guðmundsson í Síld og
fisk hefðu fært Kaupmannasam-
tökunum að gjöf á 35 ára af-
mælinu málverk eftir Pétur F,-'ð-
rik, myndin er frá Krísuvík.
Formaður Kaupmannasam-
takanna, Sigurður E. Haralds-
son, flutti gefendum þakkir fyrir
rausn, höfðingsskap og ræktar-
semi við samtök kaupmanna.
Fundurinn, sem haldinn var í
byrjun aðventu, bar það með sér
og var í hvívetna hinn hátíðleg-
asti. (FrétUtílkynning.)
Sigurður E. Haraldsson sæmir Ólaf Helgason og Jónas Eggertsson
gullmerki kaupmannasamtakanna.
Birgir Jóhannsson og Sigurður Guðmundsson afhenda Sigurði E. Haraldssyni málverkið af Sigurliða
Kristjánssyni.
Selfoss:
Bækur áritaðar og sungið af innlifun
Selfom, 16. desember.
í jólads bókaverslana er
öðru hverju bryddað upp á
eftirtektarverðum atvikum til
að létta upp á stemmninguna,
skapa tilbreytingu og gera
vöruna eftirsóknarverðari.
Sl. föstudag 13. desember heim-
sóttu þeir Reynir Pétur og Eðvarð
Ingólfsson Selfossbúa og árituðu
bókina um íslandsgöngu Reynis
og Eðvarð áritaði unglingabókina
16 ára í sambúð. Þessi heimsókn
þeirra félaga vakti athygli enda
er mörgum ofarlega í minni at-
höfnin á Tryggvatorgi þegar Reyn-
ir Pétur lauk göngu sinni um-
hverfis landið.
Daginn eftir komu í heimsókn
þeir Jónas Árnason og Rúnar Á.
Artúrsson og árituðu bók Rúnars
sem hefur að geyma samtöl við
Jónas. Félagar í Leikfélagi Selfoss
notuðu tækifærið og tóku lagið
með Jónasi og var þá hressilega
sungið. Jónas á góð ítök í Selfoss-
búum eftir góða uppfærslu Leik-
félagsins á verkinu „Þið munið
hann Jörund".
Sig. Jóns
I
2
Hannes
Hafstein
Ævisaga
eftir Kristján
Albertsson
Menn voru ósammála um margt í
þessarí bók þegar hún kom út, en
um eitt voru allir sammála: Bókin
er afar skemmtileg aflestrar.
Ævisaga Hannesar Hafstein vakti
geysimikla athygli og svo fjörugar
umræður um efnið og efnismeð-
ferð höfundar, að slfks eru fá eða
engin dæmi önnur um íslenska
bók, enda varð hún metsölubók.
Sagan er nú komin aftur í
endurskoðaðrí útgáfu, í þremur
bindum, alls um 1100 blaðsíður.
Hér er ekki einasta um að ræða
afburðavel skrifaða ævisögu
skáldsins og áhrífamesta stjóm-
málamanns fyrstu tvo áratugi
þessarar aldar, heldur einnig
þjóðarsögu þessa tímabils.
AUÐVITAÐ
ALMENNA BÓKAFtLAGIÐ, AUSTURSTRÆTl 18. SlMI 25544
Eðvarð Ingólfsson og Reynir Pétur árita bækur umkringdir ungu fólki.
MorRunblaÖið/Sig Jóns
Jónas tók lagið hressilega á milli þcss sem hann og Rúnar árituðu bóka-
skammta sem að þeim voru bornir.