Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
30
Leitar- og eftir-
litssveit einka-
flugmanna í
burðarliðnum
Um þessar mundir er unnið af fullum krafti að stofnun Leitar- og eftirlits-
sveitar sem starfrækt verður af einkaflugmönnum. Vélflugfélag íslands, sem
gengst fyrir stonfun sveitarinnar, fékk nýlega nauðsynleg leyfi Samgöngu-
ráðuneytisins til starfseminnar. Síðan hafa staðið yfir viðræður við ýmsa
opinbera aðila sem gætu notað þjónustu þessarar sérþjálfuöu Leitar- og
eftirlitssveitar.
Morgunblaðið/Ólafur Bragason
DeHavilland Dash 7-skrúfuþota grænlenska flugfélagsins Grönlandsfly. Félagið á tver slíkar vélar og áformar
áætlunarflug milli Nuuk og Reykjavíkur um hverja helgi í vetur.
Grönlandsfiy flýgur
til íslands
— félagið nýlega 25 ára
___________Flug
Gunnar Þorsteinsson
FLUGFÉLAGIÐ Grönlandsny hef-
ur frá því í október sl. flogið leigu-
flug milli Nuuk, höfuðstaðar Græn-
lands, og Reykjavíkur. Flogið er í
samvinnu við Flugleiðir og áform
eru uppi um reglubundið áætlunar-
Hug.
I nóvember sl. varð Grönlandsfly
25ára.
Grönlandsfly flýgur til
Reykjavíkur á föstudögum og til
baka til Nuuk á sunnudögum.
Félagið notar fjögurra hreyfla
skrúfuþotur af gerðinni deHavil-
land Dash 7 og eru þær rúmar 3
klst. á leiðinni.
Flutningar hafa ekki verið
mjög miklir og er ljóst að mörg
ár tekur að byggja upp þessa
flugleið.
A milli Nuuk-ferðanna er
Dash 7-vélin notuð í leiguflug
milli Reykjavíkur og Jamesons-
lands á austurströnd Grænlands
fyrir bandarískt olíufélag sem
stundar þar olíuleit.
Flugrekstur við
erfiðar aðstæður
Grönlandsfly er í eigu fjögurra
aðila: SAS-flugfélagsins, græn-
lensku heimastjórnarinnar,
KGH konunglegu Grænlands-
verslunarinnar og námafélagsins
Kryolit. Allir eiga sinn fjórðung-
inn hver en um næstu áramót
tekur heimastjórnin yfir rekstur
konunglegu Grænlandsverslun-
arinnar og eignast þar með helm-
ing í Grönlandsfly.
Sl. ár flutti Grönlandsfly um
100 þúsund farþega og 1838 tonn
af frakt og pósti. Félagið á 16
þyrlur og 7 flugvélar og hjá því
starfa 360 manns.
Flug á Grænlandi er rekið við
ákaflega erfiðar aðstæður eins
og gefur að skilja. Veðurguðirnir
leika flugið grátt og af þeim
sökum verður oft ófært í marga
daga í röð til sumra áfangastað-
anna. Annað vandamál sem hrjá-
ir Grönlandsfly eru gífurlegar
árstíðasveiflur í flutningunum. Á
sumrin er mikið um leiguflug til
austur- og norðurstrandarinnar
sem leggst nánast alveg niður
yfir vetrartímann. Til að jafna
þessar sveiflur hefur Grönlands-
fly leigt flugvélar frá öðrum
flugfélögum til að fljúga í sínu
nafni. Ef ekki hefði verið gripið
til þess ráðs hefði félagið sjálft
þurft að eiga miklu fleiri flugvél-
ar sem væru einungis nýttar á
sumrin en ekkert á veturna. T.d.
hafa Flugleiðir og Flugfélag
Norðurlands flogið svona leigu-
flug.
Grönlandsfly heldur uppi
áætlunarflugi til 21 ákvörðunar-
staðar innanlands og þar af eru
flugvellir við aðeins 6 þeirra. Til
hinna 15 eru eingöngu flogið í
þyrlum. Auk þess er millilanda-
flug til Frobisher-flóa i Kanada
og íslands.
Nánast allir flugmenn Grön-
landsfly eru útlendingar og eru
Svíar og Norðmenn fjölmennast-
ir. Samkv. heimildum Mbl. star-
far nú aðeins einn fslendingur
hjá félaginu, Erling Jóhannes-
son, sem er flugmaður á Twin
Otter- og Dash 7-vélum. Með tíð
og tíma er stefnt að því að inn-
fæddir setjist í flugmannasætin
og fleiri sérhæfð störf. Nú þegar
hafa margir Grænlendingar hlo-
tið flugvirkjaþjálfun.
Morgunblaðið/Jólíus Sigurjónsson
Ólafur Bertelsson, sem ráðinn hefur
verið stöðvarstjóri Grönlandsfly frá
1. janúar 1986.
25 ára afmælistölur
í tilefni 25 ára afmælis Grön-
landsfly eru hér nokkrar af-
mælistölur.
Félagið hefur flogið 45.055.000
km = 1126 hnattferðir við mið-
baug.
Flugtímarnir eru samtals
orðnir 191.000 = 21 ár og7 mánuð-
ir.
Farþegafjöldinn er orðinn
1.485.000 = 28-föld íbúatala
Grænlands.
Og samtals hefur félagið átt
37 flugvélar — hver flugvél með
1,2 milljón km að meðaltali.
Svæðisstjóri ráðinn
á íslandi
Ólafur Bertelsson flugumsjón-
armaður hefur verið ráðinn
svæðisstjóri Grönlandsfly á ís-
landi frá 1. janúar 1986. Ólafur
er þekktur úr fluginu enda starf-
að við það í 23 ár, fyrst hjá
Flugfélagi íslands og síðan Flug-
leiðum, SAS og Arnarflugi.
Hjörleifur Jóhannesson, varafor-
maður Flugklúbbsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þeim hefði
fundist vel við hæfi að byrja starfið
með því að heiðra þennan braut-
ryðjanda flugmannastéttarinnar. í
fallega skrautrituðu skjali frá þeim
Flugklúbbsmönnum segir orðrétt:
„Flugklúbbur Reykjavíkur hefur í
dag kjörið Sigurð Jónsson — Sigga
flug — handhafa flugskírteinis nr.
1. heiðursfélaga og stofnfélaga
klúbbsins nr. 1. fyrir brautryðj-
andastarf að flugmálum á Islandi."
Flugferill braut-
ryðjandans
Um þessar mundir eru liðin 57 ár
frá því að Siggi flug flaug sjálfur
flugvél í fyrsta skipti. Það var 14.
nóvember 1928 í Þýskalandi og eftir
að hafa flogið aðeins 2 klst. 41 mín.
með kennara hélt hann einsamall
i loftið. Fyrsta flugvélin var af
gerðinni Klemm — sem margir
íslenskir flugáhugamenn þekkja.
Sigurður lauk einkaflugprófinu í
mars 1929 en þá var teikð að líða
á þann tíma sem honum hafði verið
gefinn til námsins. Tímatakmarkið
var sett við Alþingishátíðina árið
1930 því stefnt var að því að Sigurð-
ur hæfi störf sem flugmaður hjá
Flugfélagi íslands (nr. 2) rétt áður
en sjálf hátíðin hæfist. Það tókst
þrátt fyrir ýmsar tafir ytra.
Fyrsta íslenska flugvélin með
alíslenskri áhöfn hóf sig á loft 27.
júní 1930 og var Siggi flug við
stjórnvölinn en vélamaður var
Gunnar Jónasson. Svo skemmtilega
vildi til að þetta fyrsta alíslenska
flug, ef svo má að orði komast, var
á sjálfu þúsund ára afmæli AI-
þingis. Flugvélin hét Veiðibjallan
og var þýsk af gerðinni Junkers Ju
FR-13. Flugið tók 30 mín. og voru
æfð flugtök og lendingar á ytri
höfninni í Reykjavík. Sjálfur segir
Samstarf við Civil Air
Patrol í Bandaríkjunum
„Það er rúmt ár síðan stjórn
Vélflugfélagsins ákvað að beita sér
fyrir stofnun þessarar sveitar,"
sagði Sigurjón Ásbjörnsson, for-
maður Vélflugfélags íslands, í
samtali við Morgunblaðið. „Eig-
endur einkaflugvéla hafa árum
saman lagt fram flugvélar og
mannskap til leitar úr lofti og
borið þann kostnað óskiptan þar
sem leitarsjóður fyrir þessa starf-
semi hefur ekki verið til. Það er
geysilega dýrt að reka flugvélar
svo brýn nauðsyn er á að stofna
slíkan sjóð sem mundi greiða út-
lagðan reksturskostnað. Einnig
skortir nauðsynlega þjálfun fyrir
þá flugmenn sem taka þátt í skipu-
lögðu leitarstarfi, þjálfun í sam-
ræmi við þær framfarir og endur-
skipulagningu sem orðið hefur
undanfarin ár við yfirstjórn leitar-
og björgunarmála hér á landi. Það
er einmitt í ljósi þessara atriða
sem við teljum nauðsynlegt að
skapa traustari grunn fyrir þátt-
Sigurður að þessi flugferð með
Gunnari hafi verið endanleg pró-
fraun áður en hann var talinn full-
fær um að flytja farþega. Síðar
þennan sama dag flugu þeir félag-
arnir sjö ferðir milli Reykjavíkur
og Þingvalla með gesti á Alþingis-
hátíðina og þann næsta fóru þeir
fimm ferðir.
Strax eftir þessa tvo fyrstu anna-
daga lagði Sigurður upp í sitt fyrsta
langflug og var farið frá Reykjavík
til ísafjarðar og til baka. Flug-
tíminn aðra leiðina var 2 klst. 5
mín. f dag fara Fokker F 27-vélar
þarna á milli á 40 mín.
Flugfélag íslands lognaðist út af
árið 1931 svo flugmennskan var
skammgóður vermir hjá Sigurði því
hann varð auðvitað að leita sér að
annarri atvinnu og lauk þar með
afskiptum hans af flugmálum í bili.
Eftir 9 ára hlé, eða árið 1940,
gerðist Sigurður atvinnuflugmaður
á ný og hóf störf hjá Flugfélagi
íslands (nú hluti Flugleiða). Eftir
tvö ár lenti hann í alvarlegu flug-
slysi á einni vél félagsins á Reykja-
víkurflugvelli. Hann var að leggja
upp í Akureyrarflug með 3 farþega
þegar hreyfillinn stöðvaðist
skömmu eftir flugtak með þeim
afleiðingum að vélin hrapaði niður
á flugvélastæði. Eftir þetta hörmu-
lega slys flaug Sigurður ekki aftur
sem atvinnuflugmaður. Síðar var
hann skipaður skrifstofustjóri
Flugmálastjórnar og forstjóri Loft-
ferðaeftirlitsins og starfaði því að
flugmálum á vegum hins opinbera
þangað til að hann komst á eftir-
laun árið 1975.
Þegar blm. og ljósmyndari glugg-
uðu í flugdagbækur Sigurðar gat á
að líta nöfn ýmissa manna sem þá
voru að stíga sín fyrstu spor í flug-
inu undir leiðsögn Sigurðar og hafa
flestir þessarra manna síðan haslað
sér völl sem flugstjórar hjá stóru
töku einkaflugmanna í leitarflug-
inu.“
Vélflugfélag íslands hefur þegar
notið aðstoðar Civil Air Patrol í
Bandaríkjunum vegna undirbún-
ingsins að stofnun íslensku sveit-
arinnar og verður væntanlega
áframhaldandi samstarf vegna
skipulagsmála og sérþjálfunar
flugmanna.
Starfsemi Civil Air Patrol má
rekja aftur til síðari heimsstyrj-
aldarinnar þegar hún hóf leitar-
flug við strendur Bandaríkjanna.
Flugmennirnir unnu í sjálfboða-
vinnu en yfirvöld greiddu rekst-
urskostnað flugvélanna. Eftir
styrjöldina rann starfsemin í
annan farveg og í dag annast sveit-
in leitar- og eftirlitsflug í nær
öllum fylkjum Bandaríkjanna.
Civil Air Patrol nýtur tæknilegrar
aðstoðar bandaríska flughersins
auk ýmissar annarrar aðstoðar.
Civil Air Patrol-sveitin á sjálf
rúmlega 500 flugvélar og tímabilið
1983-4 flugu meðlimir hennar um
30.200 klst. í sjálfboðavinnu en sá
flugstundafjöldi er svipaður og
íslensku flugfélögunum. Þeir Sig-
urður og Ólafur K. ljósmyndari
flettu upp á flugferðum sem þeir
fóru í saman fyrir Morgunblaðið
fyrir fjórum áratugum og rifjuðu
upp einstaka atburði úr þessum
ferðum eins og þær hefðu verið
farnar í gær eða fyrradag.
Á atvinnuflugmannsferli sínum
flaug Sigurður nálægt 2 þúsund
stundir, en víst er að allar ferðirnar
hafa ekki verið færðar í dagbókina
því þar eru skráðar nákvæmlega
1776 klst. ogömín.
Sendillinn sem varö
atvinnuflugmaöur
Fyrsti ísleriski flugmaðurinn er
ekki „gamall" í beinum skilningi
þess orð og þó að hann sé ekki alveg
heill heilsu hefur hann litlu tapað
af sinni alkunnu kímnigáfu. í því
ljósi og vegna þess að um þessar
mundir er einmitt verið að auglýsa
eftir atvinnuflugmönnum til starfa
hjá Flugleiðum hf. báðum við Sigga
flug að lokum að segja frá því
hvernig ráðningu hans hafi borið
að fyrir 58 árum.
„Eg var sendill í íslandsbanka
þegar samgöngumálaráðuneytið
auglýsti í blöðunum eftir manni til
að læra flug og bauð átta þúsund
króna styrk úr ríkissjóði sem voru
miklir peningar þá. Eg var einn af
26 sem sóttu um en margir heltust
strax úr lestinni vegna aldurs.
Lengi vel fékk ég engar fréttir
af því hvað hefði orðið af umsókn-
inni og vonirnar um að ég kæmi til
greina fóru að dofna og ekki jókst
bjartsýnin þegar ég frétti að ein-
hverjir umsækjendur hefðu þegar
verið kallaðir í viðtal. Loks kom þó
að því að ég var beðinn um að koma
til viðtals við dr. Alexander Jó-
hannesson sem var þá aðaldriffjöð-
urin í Fiugfélagi íslands.
Þegar ég kom heim til dr. Alex-
anders voru þar fyrir fimm keppi-
nautar mínir auk þeirra sem áður
höfðu verið teknir til viðtals. Þarna
Siggi flug heiöraður
Fyrsta verk félaganna í nýstofnuðum Flugklúbbi Reykjavíkur var að
heiðra hinn aldna flugkappa, Sigurð Jónsson — Sigga flug — fyrsta íslenska
atvinnuflugmanninn. Sigurður er 75 ára og hefur undanfarið átt við van-
heilsu að stríða.