Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 34

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Drög að stefnuatriðum um rekstrarskilyrði og innra skipulag fiskyinnsliumar: Markaðsskráning á gengi Frjáls verðmyndun á afla Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu afhentu fulltrúar fiskvinnslunnar sjávarútvegsráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar tillögur og kröfur sínar til lausnar á þeim vanda sem fisk- vinnslan stendur frammi fyrir. Samtök fiskvinnslunnar telja að frysting sé nú rekin með 8 til 9% halla og saltfiskframleiðsla á ár- inu verði gerð upp með verulegum halla. Auk þessara tillagna um allra brýnustu málin voru ríkis- stjórninni afhent drög í 10 köflum að stefnuatriðum er varða rekstr- arskilyrði fiskvinnslunnar og innra skipulag hennar. Þessi drög fara hér á eftir en þau eru unnin af nefnd skipaðri fulltrúm frá Sambandi fiskvinnslustöðvanna og Félagi Sambandsfrystihúsa. Er þetta í fyrsta sinn sem fiskvinnsl- an leggur fram sameiginlegar kröfur. 1.0. Almenn efnahags- stjórn 1.1. Beita verður ströngu aðhaldi í peningamálum til þess að koma í veg fyrir þenslu, launaskrið og umframeftirspurn eftir vinnuafli. 1.2. Við frágang lánsfjárlaga og gerð efnahagsáætlana fyrir árið 1986 — ár útflutningsins — verði utanríkisviðskipti hallalaus og skuldasöfnun erlendis stöðvuð. Lántökur opinberra aðila verði m.a. lækkaðar til að ná þessum markmiðum. 1.3. Fylgst verði náið með því að bankakerfið hagi erlendum lán- tökum þannig að nettó skuldastaða þjóðarbúsins aukíst ekki. Heimild- ir til erlendra vörukaupalána verði takmarkaðar. Tryggt verði að við framkvæmd nýrra bankalaga verði ábyrgðaveitingar ríkisbank- anna takmarkaðar. 1.4. Athugun fari fram á því, hver sé uppruni lánsfjármagns í sjávarútvegi. f samræmi við niður- stöður þeirrar athugunar verði ákveðið hver skuli vera kjör á láns- fjármagni til sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn á ekki að standa undir gengis- og verðtryggingu fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu. 1.5. Nú þegar verði hafinn undir- búningur við að koma á markaðs- skráningu á gengi, þannig að verð á erlendum gjaldmiðlum miðist við að jafna það magn sem boðið er fram og spurt er eftir. Tryggja þarf að framboð af erlendum gjaldmiðlum sé sem næst því sem útflutningsgreinarnar framleiða fyrir erlendan markað. Með hlið- sjón af því þarf að endurskilgreina hlutverk Seðlabankans. Skipaður verði starfshópur aðila atvinnu- lífsins og ríkisins er móti reglur um framkvæmd málsins. Starfs- hópurinn hefji störf fyrir áramót og skili frumdrögum fyrir 15. jan- úar 1986. 2.0. Fjármögnun fisk- vinnslunnar 2.1. Gera þarf fyrirtækjum eða samtökum þeirra kleift að snúa sér beint til erlendra banka með af- urðalánaviðskiptin. Til þess þarf lagasetningu. 2.2. Lækka þarf vaxtaálag við- skiptabankanna sem er enn of hátt miðað við þá áhættu og kostnað sem viðskiptunum er samfara. 2.3. Fiskvinnslan mun freista þess að koma á bættum samskipta- reglum milli viðskiptabankanna og fiskvinnslufyrirtækja eða hags- munasamtaka þeirra, sérstaklega í þeim tilvikum þegar verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á út- lánastefnu bankanna. Sértök til- vísun er gerð til þess trúnaðar- brests er myndaðist er viðskipta- bankarnir settu afturvirka gengis- tryggingu á viðbótarlán fisk- vinnslunnar í október 1984. Fisk- vinnslan lítur svo á að því máli sé ekki lokið. 2.4. Þess er óskað að nú þegar fari fram athugun á greiðslustöðu fiskvinnslunnar, þar sem við gerð afkomuáætlana Þjóðhagsstofnun- ar er ekki tekið tillit til áhrifa tapreksturs undanfarinna ára á afkomumöguleika fyrirtækja í fiskvinnslu. 2.5. Stuðlað verði að því að út- lánareglum fjárfestingasjóða verði breytt svo og öðrum nauðsyn- legum reglum, þannig að heimilt verði að ráðast út í fjárfestingu á vélum og tækjum í formi leigu- kaupasamnings. 3.0. Orkuverð Orkuverð til fiskvinnslu verði samræmt. Við ákvörðun á orku- verði verði tekið mið af orkuverði til fiskvinnslu í samkeppnislönd- unum. Þá verði einnig litið á fisk- vinnslu sem stóriðju m.t.t. orku- verðs. Fiskvinnslufyrirtæki eru yfirleitt mjög stórir viðskiptavinir rafveitnanna og jafn mikilvæg þeim sem tekjulind og rafveiturn- ar eru fiskvinnslufyrirtækjunum sem orkuútvegendur. 4.0. Frjáls verömyndun á sjávarada 4.1. Fiskvinnslan er reiðubúin að vinna að útfærslu hugmynda um uppboðsmarkað í samvinnu við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila. 4.2. ftrekað er að oddamaður í yfirnefnd verðlagsráðs verði ekki lögskipaður heldur valinn skv. samkomulagi aðila. 4.3. ftrekað er að heimildir verð- lagsráðs sjávarútvegsins verði rýmkaðar til að ákveða að fiskverð verði frjálst. Til þessa skuli þurfa aukinn meirihluta en ekki alls- herjar samkomulag. í því sam- bandi er tekið undir orð sjávarút- vegsráðherra í ræðu er hann flutti við upphaf Fiskiþings, en þar mælir hann með heimild til frjálsrar verðmyndunar á þann hátt að ef ekki næst samkomulag í verðlagsráði geti yfirnefnd gefið verðið frjálst, enda þótt einróma samþykki sé ekki í nefndinni. 5.0. Ferskfiskmat — samræming veiöa og vinnslu 5.1. Núverandi verðlagningar- kerfi á ferskum fiski gerir ráð fyrir öflugu gæðamati sjávarafla. Með- an ekki er horfið frá núverandi verðkerfi nema að takmörkuðu leyti eru fyrri óskir ítrekaðar um að matsreglur endurspegli nýtingu og ástand þess hráefnis sem berst til vinnslunnar, s.s. eftir orma- fjölda, innvolsi og geymsluþoli. 5.2. Fiskvinnslan og aðrir hags- munaaðilar í sjávarútvegi þurfa stöðugt að huga að því að hve miklu leyti tæknibreytingar og framfarir geta bætt hráefnið. í því sambandi er sérstök athygli vakin á þeim möguleikum, sem heilfryst- ing á sjó og endurvinnsla í landi hefur fyrir fiskvinnsluna. 5.3. Fiskvinnslan hefur haldið uppi áróðri fyrir því að nauðsyn- legt sé að vinna stöðugt að því að samræma betur veiðar og vinnslu, þannig að ekki sé komið með meiri afla að landi en hægt er að vinna á sem hagkvæmastan hátt í við- komandi löndunarstöð. Fisk- vinnslan mun halda þessu starfi áfram m.a. með sérstöku samráði við þá aðila eða samtök, sem hags- muna hafa að gæta. ítrekað er að stöðugt þarf að huga að hvort einhverjar aðrar leiðir en kvóta- kerfi, skrapdagakerfi eða breytt verðlagning geti stuðlað að auk- inni samræmingu veiða og vinnslu. Einnig að hve miklu leyti útflutn- ingur á ferskum fiski í gámum og miðlun hráefnis á milli húsa geti stuðlað að þessu markmiði. 6.0. Sjóöakerfiö 6.1. Sjóðakerfi sjávarútvegsins verði lagt niður eða stórlega dregið saman. Skorað er á sjávarútvegs- ráðherra að óska eftir því að nefnd sem vinnur að málinu flýti störf- um, þannig að hægt sé að fara að ræða þessi mál á raunhæfan hátt sem allra fyrst. Fiskvinnslan mun beita sér fyrir því að leita sam- komulags í þessu máli í samvinnu við aðra aðila. Sérstök áhersla er lögö á að verðjöfnunarsjóður verði lagður niður. Þess í stað verði opnaðar heimildir í skattalögum fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig til að leggja fjármagn í sérstakan sveiflujöfnunarsjóð. 6.2. Utflutningsgjald og gengis- munagjald á skreið og skreiðar- birgðum verði þegar í stað fellt niður. Einnig komi til endur- greiðslna til þeirra aðila, sem hafa að undanförnu fengið greiðslur frá Nígeríu vegna eldri skreiðar- skulda Nígeríustjórnar. 7.0. Nýsköpun — tæknivæöing ítrekað er að opinberir aðilar og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi haldi vöku sinni og tryggi að eðli- legur hluti af því fjármagni sem varið er til nýsköpunar í atvinnu- lífinu renni til sjávarútvegsins. Sérstöks áhersla er lögð á vinnu- sparandi aðgerðir og að tæknivæða þau störf þar sem handavinna er mest þ.e. í snyrtingu og pökkun. Tollar af aðföngum til rannsókna og þróunarstarfsemi verði felldir niður. Hugmyndum sjávarútvegs- ráðuneytis um skipun sérstakrar samstarfsnefndar í þessu skyni er fagnað. 8.0. Hringormavandinn — stórfækkun sels Lög verði sett um selveiðar sem auðveldi þær. Hringormavandinn er orðinn geigvænlegur og kostn- aður við hreinsun hringorms tal- inn skipta hundruðum milljóna á ári fyrir fiskvinnsluna. í framhaldi af Iagasetningu þurfa að koma til beinar aðgerðir til stórfækkunar á sel. 9.0. Málefnifisk- vinnslufólks 9.1. Atvinnuöryggismál: Aðilar vinnumarkaðarins eru að vinna að tilögum um breytingar á ráðning- arfyrirkomulagi starfsfólks í fisk- vinnslu, sem að megin efni miðast við það að fiskvinnslufyrirtækin standa sjálf straum af launakostn- aði á tímum vinnslustöðvunar « „Bók um mann- leg samskipti - segir Páll H. Jónsson um bók sína Blindaálfar „BLINDÁLFAR" heitir nýútkomin skáldsaga Páls H. Jónssonar rit- höfundar og er þetta fyrsta bók höfundar, sem sérstaklega er ætluð fullorðnum iesendum. I frétt frá útgefanda bókarinnar, Vöku-Helgafelli, segir að Blindálfar sé saga um örvæntingarfulla leit að lífsfyllingu — einmanaleika og einangrun. Áður hefur Páll sent frá sér Ijóðabækur, leikrit, ævisögur og þrjár barnabækur, en fyrir tvær þeirra hefur hann hlotið verðlaun frá Fræðsluráði Reykjavíkur. Aðspurður kvað Páll töluverð- an mun á því að skrifa fyrir börn annars vegar og þá fullorðnu hins vegar. „Annars er alltaf erfitt að skipta fólki í hópa eftir þeim árafjölda sem það hefur að baki. „Blindálfar" er vissulega ekki bók bönnuð börnum, en hún gerir þéttingsmiklar kröfur til þroska lesandans. Engu að síður ættu þó unglingar margir hverjir að geta haft bæði gagn af henni og gaman," sagði Páll. „f bókinni eru nánast aðeins tvær sögupersónur — rösklega miðaldra rithöfundur, sem orð- inn er blindur, en er þó að flestu leyti sjálfbjarga. Hann hefur samt aldrei lært vélritun og ræður því til sín 18 ára stúlku til að vélrita upp verk sín,“ upp- lýsti Páll. „Sagan fjallar svo um samlíf þessa fólks og samstarf. Bókin er að mestu leyti byggð upp á samtölum — vangaveltum og rökræðum. Hún fjallar mn mannleg samskipti, vandamál lífsins og viðbrögð okkar við Ráll H. Jónsson rithöfundur. þeim,“ bætti hann við. „Hér er þó ekki um neina predikun að ræða,“ sagði Páll, „en boðskapur- inn hefur bókin engu að síður — boðskap sem best verður lýst með orðunum góðvild og vinátta. Nokkurs konar hvatning til okk- ar um að rétta hvert öðru hjálp- arhönd."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.