Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
43
Áunnín fískveiðibæklun
um? Meö kjörsókn tækist Haf-
rannsóknastofnuninni að koma
þorskstofninum upp í 1.730.000
tonn á árinu 1989. Til hvers?
Nokkrar spurningar
eftir Arnmund
Backman
Það ber helst til tíðinda um
þessar mundir að fógetar landsins
selja talsvert af skuttogurum á
nauðungaruppboðum fyrir u.þ.b.
helmingi skulda. Fyrir skömmu
var upplýst af samtökum í sjávar-
útvegi, að eigið fé útgerðarinnar
hefði á undanförnum þrem árum
minnkaö að verðmæti um sem
nemur 30 skuttogurum. Trillukörl-
um er nú bannað að veiða með
lögum. Þeir eru sviptir atvinnu
sinni og uppnefndir af alþingis-
mönnum og hafðir að háði og
spotti, þegar þeir reyna að bera
hönd fyrir höfuð sér. Fiskveiðiflot-
inn er í þeirri furðulegu stöðu að
vera verkefnalaus eða á flótta
undan þorski um öll mið sam-
kvæmt fyrirmælum frá sjávarút-
vegsráðuneytinu. Uppbygging
fskiskipastólsins er bönnuð með
lögum. Fiskveiðisjóður er lokaður
og safnar skipum og lætur gera
þau upp. í fiskvinnslu blasir víða
við alvarlegur hráefnisskortur og
atvinnuleysi í heilum sjávarpláss-
um svo að til auðnar horfir. Þar
sem hráefni er enn til, vantar fisk-
vinnslufólk vegna smánarlauna.
Á sama tíma liggja forstjórar
fisksölufyrirtækja okkar í Banda-
ríkjunum nánast á hnjánum og
biðja um meiri fisk. Markaðirnir
séu í hættu.
Hvað veldur þessum hörmung-
um? Hvernig getur staðið á því
að undirstöðuatvinnuvegurinn er
gjörsamlega hruninn til grunna,
gjaldþrota? Hvers vegna eru
trillukarlar hundeltir af lögreglu?
Bölsýnisstefnan
Fyrir skömmu var birt skoðana-
könnun fyrirtækis hér í borg um
afstöðu okkar til stjórnmála-
manna. Niðurstaðan var ískyggi-
leg. Þjóðin er þeirrar skoðunar að
stjórnmálamenn segi henni ekki
satt, einbeiti sér ekki að helstu
ALÞJÓÐLEG ráðstefna, Explo ’85,
um kristna trú og boðun verður
haldin í Menntaskólanum við
Hamrahlíð 27,—31. desember.
Byrjað verður á morgnana kl.
9.30 með bæn og fræðsluefni. Kl.
15.00 til 17.00 verður dagskrá víðs-
vegar að úr heiminum sem tekið
verður á móti í gegnum gervihnött.
Á kvöldin verða samkomur með
Jólahappdrætti SÁÁ hefur gengið vel
og er meðbyr með samtökunum góð-
ur, segir í fréttatilkynningu frá SAÁ.
Dregið er um 300 vinninga, þar af
um 24 Toyota-bíla.
Happdrættið er í raun tvöfalt,
annars vegar eru leikfangavinn-
ingar 300 að tölu og gilda miðarnir
jafnt í leikfangahappdrættinu sem
bílahappdrættinu. Dregið er á
hverjum degi um bíl frá 12. desem-
ber og síðan um 12 bíla á aðfanga-
dag. Nauðsynlegt er að heimsendir
miðar séu greiddir, svo að viðkom-
andi geti tekið þátt í happdrættinu
og er hver miði gildur frá greiðslu-
degi, nema þegar um leikfanga-
vinningana er að ræða, þar gildir
miði aftur í tímann.
Lausamiðar eru fáanlegir í bif-
reið i Austurstræti og á „nýja“
Laugaveginum, ennfremur á út-
sölustöðum Nýja kökuhússins og á
vandamálunum, þeir séu of hátt
launaðir og heldur gagnslitlir.
Þetta er alvarlegur dómur. En
hvernig á annað að vera?
Undanfarin 2—3 sl. ár hefur hin
pólitíska leiðsögn haft þær afleið-
ingar að engu er líkara en eyðilegg-
ingaröfl hafi farið um landið. Hér
á landi hafa orðið algjör ham-
skipti. Efnahagsmál þjóðarinnar
eru loksins orðin óleysanleg. Sví-
virðilegir fjárglæfrar vaða uppi.
Spákaupmennska og verðbréfa-
brask er orðið að öflugri atvinnu-
grein. Almenningur er í stórum
stíl að missa eignir sínar á báli
verðtryggingarinnar. Svona mætti
lengi telja. En verst af öllu er þó
það að þessi þjóðfélagsbæklun
hefur heltekið sjálfa undirstöðuna,
sjávarútveg og fiskvinnslu. Um
nokkurra ára skeið hefur hinni
svokölluðu fiskveiðistefnu verið
stjórnað af Hafrannsóknastofnun-
inni, sjávarútvegsráðherra og for-
manni LÍÚ, Kristjáni Ragnars-
syni. Þessi fiskveiðistefna grund-
vallast á þeirri sannfæringu að
ofveiði sé nú og hafi um nokkurra
ára skeið verið eitt aðalvandamál
þjóðarinnar og fiskfriðun, sérstak-
lega á þorski, eitt aðalviðfangsefn-
ið. Þessi þrenning hefur beitt vís-
indalegum vinnubrögðum til að
hræða þjóðina frá sjósókn, með
öllum mætti reynt að koma í veg
fyrir uppbyggingu flotans og draga
úr sóknargetu hans og möguleik-
um með öllum tiltækum ráðum.
Svo magnaður er þessi boðskapur,
að skynsamleg umræða um sjávar-
útvegsmál fer ekki lengur fram.
Kjarkurinn er gjörsamlega úr
þjóðinni. Þeir stjórnmálamenn,
sem enn hafa einhvern áhuga á
fiskveiðistefnu, ganga undantekn-
ingarlaust út frá þeirri forsendu
eins og alkunnri staðreynd, að
friða þurfi fiskinn. Þeir karpa
fram og til baka um kvótakerfi eða
skrapdagakerfi. Umræðan elur á
ríg milli landshluta og byggðar-
laga um veiðiaðferðir. Nú er svo
komið í fyrsta skipti í sögu þjóðar-
þátttöku aðila frá ýmsum kirkjum
og félögum. Dagskráin verður fjöl-
breytt og mikil tónlist verður
þessa daga. Hægt er að láta skrá
sig til þátttöku fyrir alla dagana
auk þess sem hægt er að koma
einstaka daga. Kvöldsamkomur
verða ókeypis og opnar öllum. Sér-
stök dagskrá verður fyrir börnin.
Opnunarsamkoma hefst 27. des-
ember kl. 20.30.
skrifstofu SÁÁ í Síðumúla3—5.
Vinningsnúmer eru birt í helg-
arblöðum Morgunblaðsins og DV.
VJterkurog
kl hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Arnmundur Backman hrl.
„Nú er svo komið í
fyrsta skipti í sögu þjóð-
arinnar að aflahrotu er
mætt með því að binda
bátaflotann við bryggj-
ur. Með örfáum undan-
tekningum virðist ekki
hvarfla að einum ein-
asta manni að fiskveiði-
stefnan sé röng. Að
fiskfriðun sé óþörf og
jafnvel háskaleg fyrir
fiskistofnana sjálfa.“
innar að aflahrotu er mætt með
því að binda bátaflotann við
bryggjur. Með örfáum undantekn-
ingum virðist ekki hvarfla að ein-
um einasta manni að fiskveiði-
stefnan sé röng. Að fiskfriðun sé
óþörf og jafnvel háskaleg fyrir
fiskistofnana sjálfa. Það virðist
aðeins hvarfla að örfáum mönnum
að það geti verið rangt og tilgangs-
laust að hafa hér á fóðrum í kring-
um landið hrygningarstofn þorsks,
sem gæti fræðilega hrygnt fyrir
öll höf heimsins. Enginn spyr
þeirrar spurningar hvort slíkur
hrygningarstofn þorsks gæti ekki
ofgert beitarþoli lífríkisins í kring-
um landið. Enginn virðist efast um
þau vísindi, eftir hina stórkostlegu
friðun sem átti sér stað með út-
færslu landhelginnar, að nú þurfi
að friða enn betur. Eru menn ef
til vill að búa sig undir alfriðun?
Þjóðarbú okkar og markaði erlend-
is vantar tilfinnanlega 100—200
þús. tonn af þorski. Enginn þorir
að leggja til að sá fiskur verði
veiddur, sennilega til að forðast
aðhlátur. Nú daðra menn í staðinn
við alls konar ný atvinnutækifæri,
sem heita nöfnum sem enginn
hefur heyrt áður og enginn veit
hvað eru, að ógleymdri stóriðju-
stefnunni, sem virðist vera leik-
sviðið sjálft í þessari hrikalegu
aðför að undirstöðuatvinnuvegun-
um.
Fiskifræði og Haf-
rannsóknastofnun
Fyrir skömmu birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir Ásgeir Jakobs-
son undir fyrirsögninni „Hallæris-
þrenningin og kokkabækur henn-
ar“. Ásgeir hefur ávallt skrifað af
miklu viti um þessi efni og er þeim
gjörkunnugur. Þessi grein er þó
með því hnitmiðaðra og skemmti-
legra sem frá honum hefur komið.
Ásgeir er þó hvorki fiskifræðingur
né líffræðingur. Hann vitnar hins
vegar til reynslu sjómanna og
bendir á ýmsar staðreyndir, sem
virðast vera óhrekjanlegar. Eftir
lestur greinar hans, virðist fisk-
veiðistefnan, þ.e.a.s. friðunar-
stefnan, röng og störf Hafrann-
sóknastofnunarinnar þar með. En
meira þarf auðvitað til. Hann er
ekki einn á báti. Jóhann J.E. Kúld
hefur haldið þessu fram til lengri
tíma og byggt á mikilli þekkingu
og reynslu. Á undanförnum árum
hafa ýmsir merkir fiskifræðingar
og líffræðingar ráðist gegn fisk-
veiðistefnunni, friðunarstefnunni,
með svo skynsamlegum rökum að
það er aldeilis furðulegt að á þau
skuli ekki hafa verið hlustað. Þó
eru spádómar þeirra bæði hvað
varðar loðnu og ástand þorsk-
stofnsins að koma í ljós. A.m.k.
hafði gagnrýni þessara aðila þau
áhrif á mig sem leikmann að ég
losna ekki við þá skelfilegu tilfinn-
ingu að fiskifræðingar Hafrann-
sóknastofnunarinnar hafi gleymt
fyrirbærinu „líffræði" í öllum sín-
um útreikningum og að stofnunin
leggi nú höfuðáherslu á að verja
gerðir sínar á undanförnum árum.
Eg hef það sterklega á tilfinning-
unni að Hafrannsóknastofnunin
sé enn þann dag í dag að reyna
að troða inn á þjóðina svörtu
skýrslunni svokölluðu, sem reynd-
ist þó marklaust plagg fyrir tíu
árum.
Þegar ég nefni að fyrirbærið
„líffræði" hafi gleymst í meðförum
Hafrannsóknastofnunar á ég við
að því hljóti að vera einhver tak-
mörk sett, hvað hrygningarstofn-
inn má vera stór til þess að hann
ofgeri ekki fæðuframboðinu. Al-
kunnar líffræðilegar staðreyndir,
jafnvel úr kennslubókum í
menntaskólum, benda einmitt til
þess að slíkt geti leitt til þess að
nýliðun verður engin og jafnvel til
þess að stofninn hryndi gjörsam-
lega í versnandi árferði.
Hvort sem menn trúa því eða
trúa því ekki, er að finna í nýjustu
skýrslu Hafrannsóknastofnunar-
innar frá 24.9. sl. á bls. 5, þann
vísdóm að æskilegasta sóknin í
þorskstofninn, þ.e. „kjörsókn" í
stofninn fyrir árið 1986, séu
148.000 tonn. Fyrir árið 1987
184.000 tonn. Ennfremur segir á
sama stað: „Fiskveiðiráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunarinnar mótast
af því langtímamarkmiði að draga
úr sókn (fiskveiðidauða) í stofninn
og stefna að nýtingu hans í nám-
unda við kjörsókn.“
Það skal tekið fram að í skýrsl-
unni er hvergi að því vikið á hverju
þjóðin á að lifa á meðan Hafrann-
sókn er að ná þessu langtímamark-
miöi sínu. Hún á kannski að lifa
á vöxtum eða verðbréfaviðskipt-
Til þess að ljúka þessum vanga-
veltum mínum, sem auðvitað eru
settar fram af mikilli vanþekk-
ingu, leyfi ég mér að kasta fram
nokkrum spurningum í þeirri von
að einhver innan Hafrannsókna-
stofnunarinnar svari mér opin-
berlega og skýri þannig málin fyrir
mér og e.t.v. þúsundum annarra,
sem skilja ekki þessi vísindi.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Hvaða rök eru fyrir því að
stækka þorskstofninn og þar
með að herða sultarólina og
takmarka veiðar og hvaða áhrif
hefur stækkun þroskstofnsins á :
nýliðun?
2. Hvað mætti veiða mikið af
þorski hér við land, ef við gæt-
um orðið sammála um það, að
ekki sé nauðsynlegt að stækka
hrygningarstofninn?
3. Ef ætlunin er að byggja upp
þorskstofninn enn frekar og
fórna afla fyrir bragðið, hvað
eigum við þá í vændum seinna?
Mun aflaskerðing t.d. næstu 2-3
ár skila sér í aflaaukningu síð-
ar? Til að einfalda spurninguna
mætti spyrja sem svo: Er stofn-
unin þeirrar skoðunar að ef við
veiðum t.d. ekkert af þorski í
eitt ár, gætum við veitt tvöfald-
an afla næsta ár?
4. Er það ekki rétt að þorskaflinn
fór aldrei niður úr 330.000 tonn-
um á ári frá 1950 til 1982, þ.e.
í 32 ár samfleytt þegar sóknin
var óheft og smáfiskur drepinn
í stórum stíl af útlendingum?
5. Hvers vegna er meiri hætta á
að þorskstofninn hrynji nú en
þá?
6. Ef þorskstofninn er í hættu og
nauðsynlegt er að friða hann,
hvaða galdramennska er þá
viðhöfð í sjávarútvegsráðuneyt- ;
inu þegar einni fisktegund er
breytt í aðra? Hér er átt við það
að ráðuneytið heimilar að
breyta ýsu- eða ufsakvóta í
þorskkvóta. Er þetta viðurkenn-
ing á því að vöxtur einnar fisk-
tegundar verði á kostnað ann-
arrar? Eða er hér komin hentug
aðferð til að breyta ódýrum
tegundum í dýrar, t.d. spærlingi
í þorsk eða jafnvel loðnu í lax?
Ég efast ekki um að fiskifræð-
ingar okkar séu vel menntaðir og
velviljaðir. Ég neyðist hins vegar
til að vera þeirrar skoðunar að
fiskifræðin sé ófullkomin. Þess
hafa fiskifræðingar goldið á und-
anförnum árum. Þeir hafa reiknað
yfir sig hræðslukast sem staðið
hefur í heilan áratug. Þetta
hræðslukast gæti endað með
hörmungum, ef t.d. einhver ráð-
herrann vildi banna allar veiðar
umfram kjörsókn. Áður en þessi
fiskveiðibæklun drepur okkur
endanlega og þessi skelfilega vís-
indalega hræðsla við að þorsk-
stofninn ráði ekki við það sjálfur
að sjá um sína eigin hrygningu,
breytir landi okkar í paradís stór-
iðjunnar, verða stjórnmálamenn
allra flokka að fara að hafa skoðun
á þessum málum og grípa í taum-
ana. Einnig held ég að væri tíma-
bært að menn stofnuðu með sér
samtök áhugamanna um fiskveið-
ar og nýja fiskveiðistefnu.
Höfundur er hæstarétUrlögmadur.
i n-1Q0»
JOi-tlOm
»01-111«
_______i m tm m i inw
m mt m m m m nj%
m m m m i ■» tu%
m »u n» « m m« «ux
11» 1» 11» 11» n» 1— HH
u»__________«»» w» i» mm i<n
_____________!H__________m. m
m m m m m bjx
tm w m m <m
m» m» w. *m m» »%•*
im ir» n» w» m
ODYRUJOLATREN
Stórglæsilegt úrval af ódýrum,
aöeins 1. flokks eöalgrenitrjám.
Allar stæröir.
Komiö viö á útsölustöðum okk-
ar sem eru: Víöir, stórmarkaöur
Mjóddinni, Hólagaröur, Lóuhól-
um 2, Breiöholti, Blómabúöin
Flóra, Langholtsvegi.
Blómaskálinn v/Ný-
býlaveg Kópavogi.
Opið til kl. 22.00 alla
daga til jóla.
Frá 20/12 enn lægra verð
Meimtaskólinn við Hamrahlíð:
Explo ’85 haldin
27.—31. desember
Dregið á hverjum
degi í happdrætti SÁÁ