Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 51 Símafundir eru vel þekktir í viðskiptalífinu, en sömu tæki má nota við kennslu í fjarnámi. Þar geta svona hópar setið á mörgum landshornum, notið leiðbeininga og miðlað öðrum. þá birtist það, sem kennarinn skrifar á raftöfluna, á tölvuskjám á öllum stöðunum), samtengingu tölva og vinna má efni á mynd- böndum og skyggnum, sem send eru í pósti á alla staðina, inn i kennsluna. Samt sem áður er og verður kjarninn í öllum fjarnáms- kerfum, lesefni sem nemandinn getur lesið þegar honum hentar það best. Símtengingin veitir mannlega þættinum inn i kerfið; þar næst samband við kennara sem leggja má spurningar fyrir, þar gefst kennaranum færi á að kynna vandasömustu atriðin í náminu og þar fær hann tilfinn- ingu fyrir viðbrögðum nemenda við námsefninu. Með fjarnámskerfi fæst allt það sem unnt er að fá með útibúi frá Háskóla fslands og miklu meira en það. Með því sparast ferða- kostnaður nemenda og kennara og enginn tími fer í ferðir. Með þvi er hægt að veita þeim viðeigandi kennslu sem hennar þarfnast á þeim tíma sem þeim hentar. Fé, sem ella hefði runnið til þess að sækja námskeið í fjarlægum landshlutum, verður kyrrt í sveit- arfélaginu. Og svo erlíka hlutfalls- legur sparnaður fólginn í þessu kerfi — með því geta margir notið góðs af kennslunni í stað þeirra fáu sem stundað geta nám í Reykjavík — eða á Akureyri. En eitt mikilvægt atriði verður samt að hafa í huga — fjarnám krefst mjög mikils í þróun kennsluhátta og -efnis og stjórnun kerfisins verður að vera markviss og ná- kvæm. Ég hef unnið við fjarnám- skerfi í Bandaríkjunum, bæði hér- aðskerfi og innan einstakra fyrir- tækja, og ég hef kynnt mér náið rekstur kerfanna í Stóra-Bret- landi. Þessi kerfi skila árangri og honum góðum. En til þess að svo verði þarf til að koma virkt fram- lag og raunverulegur vilji, hjá þeim aðilum, bæði einkaaðilum og opinberum, sem að því standa. Þau krefjast starfsliðs, bæði stjórnun- ar- og aðstoðarliðs, sem starfar eftir allt öðru skipulagi en hér þekkist nú. Án þessa starfsliðs væru einstakir kennarar að burð- ast við að tína saman sitt úr hvorri áttinni námsefni sem ekki hefur verið samið með fjarnám í huga. Án skipulegs dreifingar- og upp- lýsingakerfis vegna hinna fjöl- mörgu nemenda í ýmsum lands- hlutum, án þjálfaðra kennara, án þess að nemendum sé kennt að læra eftir fjarnámskerfi og án fyrsta flokks kennsluefnis, án alls þessa er einskis árangurs að vænta. Stoðkerfið, sem fjarnáms- kerfi krefjast, kostar fé — það verður ekkert til úr engu. En kost- irnir við kerfið eru feikilega miklir og allir landsmenn eiga í raun að hafa möguleika á að hafa hag af kerfinu. I ljósi þessa virðast kostn- aðartölurnar smáar. Og fram hjá því má ekki líta að hér á landi er ýmislegt það til staðar sem þarf til þess að byggja upp gott fjarnámskerfi. Hér er að finna vel menntaða sérfræðinga á hinum margvíslegustu fræðasvið- um, menn sem bera hag nemenda fyrir brjósti. Hér er að finna stofn- anir og fyrirtæki sem telja starfs- menntun fjárfestingu til framtíð- ar. Hér er Póstur og sími sem getur með tiltölulega litlum tilkostnaði komið á samtengingu á milli allra helstu bæja og kauptúna á landinu. Hér eru fyrsta flokks prentsmiðj- ur, hljóðver og myndbandafram- leiðendur sem unnið geta námsefn- ið. Það sem skortir er starfslið sem tengt getur alla þræði saman í heild í samræmi við það fjarnáms- verkefni sem vinna skal hverju sinni. Það fer varla á milli mála að á íslandi eru til fleiri tölvur, hljóm- flutningstæki og myndbandstæki á hvern íbúa en annars staðar þekkist í heiminum. Hvers vegna ekki að nýta allan þennan tækja- kost til menntunar í stað tóm- stundagamans eins? fslendingar hafa hreinlega ekki efni á að láta það vera. Látum ekki stjórnmála- hagsmuni þrengja okkur sýn. Há- skóli íslands getur haft útibú á mörgum stöðum. Það geta tækni- stofnanir iðnaðarins, Kennarahá- skóli íslands og Stjórnunarfélag fslands og hver sá aðili, einkafyrir- tæki eða opinber stofnun, sem býð- ur þeim menntun sem þarfnast hennar. Fjarnám er eitt skref í átt til þess að treysta menntun f slend- inga og efnahag og tryggja að allir landsmenn fái jafnan aðgang að þeirri upplýsingabyltingu sem orðið hefur í heiminum. Ég hóf þessa grein á því að biðja lesendur að ímynda sér það menntakerfi hér á landi sem tengdi alla fram- haldsskóla saman i eina heild. ímyndið ykkur hvernig það menntakerfi er sem það gerir ekki. Höfundur er kennslufræðingur rið Kennaraháskóla íslands. Nýjar sendingar af sófasettum íleöriogtaui. - BORörtR- hiisqöqn Hrayfilshútinu á horní Grons- ásvsgar og Miklubrautar. Sími 68-60-70. Þetta er sjötta bókin um látna bændahöfðingja. Bækurnar eru allar sjálfstæð- ar og spanna nú frásagnir af yfir 60 góðbændum úr öllum landshlutum. Hér er sagat frá 12 bændum og eru þættimir skrifaðir af fólki sem þekkti vel til þessara manna og búskapar þeirra. Þeir eru: Þórarinn Georg Jónsson á Reynistað í Skerjafirði, Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Hafliði Guömundsson í Búð, Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu, Jón Guðmundsson á Ytri-Veðraá í Önundarfirði. Pétur Þorsteinsson Miðfoss- um, Jóhann Baldvinsson, Eiríkur Stefánsson og Sigþór Jónsson allir bændur á nyrsta býli landsins, Rifi á Sléttu, Valdemar Pálsson Möðruvöllum í Eyjafirði, Þorbjörn Guðjónsson (Tobbi) á Kirkjubæ í Vestmannaeyjurn og Þorsteinn Stefánsson Þverhamri. Allar bækumar hafa verið undir ritstjóm Guðmundar Jónssonar fyrrv. skóla- stjóra á Hvanneyri. Þessar bækur gefa glögga lýsingu á búskaparháttum í landinu á fyrri hluta þessarar aldar. Þær eiga erindi við þá sem vilja þekkja sögu íslensks landbúnað- ar. Verðkr. 1288 »1—'l^l OKHLAÐAN Liill 1 1Í.J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.