Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
55
Jarðfræðileg myndabók um ísland
— eftir Sigurð Steinþórsson
Þýzka bókaforlagið Atlantis
hefur gefið út jarðfræðilega
myndabók um ísland eftir Þjóð-
verjann Ulrich Munzer. Bókin
heitir ísland — eldfjöll, jöklar,
hverir, og er prentuð bæði á þýzku
og ensku. Barst mér enska þýðing-
in í hendur, en hana gerði Ellen
Sallet; þýðingin er yfirleitt lipur-
leg, eftir því sem hægt er að búast
við um texta af því tagi sem ein-
kennir myndabækur sem þessa, en
þar ægir saman lýsingarorðum í
hástigi, tölum og örnefnum.
Ulrich Múnzer mun vera mæl-
ingaverkfræðingur að mennt, en
frá mælingum er skömm leið í
fjarkönnun og þaðan áfram til
jarðfræði. Tildrög bókarinnar voru
þau, að Múnzer kom hingað til
lands í fyrsta sinn fyrir 15 árum
og fékk þá „Íslandsbakteríuna"
illræmdu, sem margir útlendingar,
en þó einkum Þjóðverjar, virðast
hafa lítinn mótstöðukraft gegn.
Var hann þá þátttakandi í jarð-
fræðileiðangri stúdenta frá Múnc-
hen undir stjórn Klaus heitins
Schmidt, prófessors þar, og er bók-
in tileiknuð honum. Síðan hefur
Múnzer komið hingað óteljandi
sinnum, ferðazt um allt land og
tekið myndir, og stundað einhverj-
ar rannsóknir á vegum Rann-
sóknastofnunar Gísla Sigur-
björnssonar í Ási í Hveragerði.
Er bókin ávöxtur þeirrar iðju.
Gylfi Þ. Gíslason skrifar inn-
gang um þjóðina sem byggir þetta
land. Þar segir að ísland sé óvenju-
legt land og íslendingar óvenjuleg
þjóð, bókmenntamenn miklir og
áhugasamir um menningarmál,
auk þess sem þeir hafi tæknivæðzt
á skömmum tíma. Eru þarna heil-
miklar upplýsingar í stuttu máli,
enda hefur dr. Gylfi allra manna
mesta yfirsýn og æfingu á þessu
sviði.
Bókin skiptist í sjö kafla, og er
þannig niður raðað, að fyrst er
texti uppá fáeinar síður um tiltekið
efni — efnisflokkarnir eru sjö —
en síðan fylgja margar myndasíð-
ur með allítarlegum skýringum. í
fyrsta kaflanum er gerð grein fyrir
fjarkönnun, sem er helzta áhuga-
mál höfundar, og sýndar mismun-
andi gervitunglamyndir af hluta
af íslandi. Er sá kafli fróðlegur
fyrir ókunnuga, en þó skín í gegn
sú undarlega staðreynd að yfirleitt
sjá menn ekkert á þessum mynd-
um sem þeir vissu ekki um áður.
Myndgreiningin snýst þess vegna
um það hvers vegna jökulárnar eru
svartar á einni tegund af gervi-
tunglamynd, hvítar á annarri en
bláar á hinni þriðju o.s.frv. Þarna
er fallg syrpa loftmynda af svæð-
inu umhverfis Grábrók í Norður-
árdal, ein mynd í lit og önnur tekin
á innrauða filmu.
Næsti kafli fjallar um tengsl
íslands við Mið-Átlantshafshrygg-
inn og áhrif þeirra jarðskorpu-
hreyfinga á jarðfræði landsins.
Þótt bókin kæmi út á þessu ári
(1985) eru þær hugmyndir, sem
þarna er lýst, frá 1974, frá 1974,
en hafa þróazt mikið síðan. Kafl-
anum flygja myndir af gossprung-
um og misgengjum: Eldgjá, Al-
mannagjá, Langasjó o.fl.
Þriðji kaflinn fjallar um eld-
stöðvar á íslandi og fylgir kort þar
sem dyngjur, stapar, eldkeilur,
megineldstöðvar og gossprungur
eru merktar hver með sínu tákni
og nöfnin talin upp í myndatexta.
Er kort þetta mjög skilmerkilegt,
en ljósmyndir fylgja af ýsmum
eldstöðvum og hraunmyndunum.
Fjórði kafli lýsir jöklum og jök-
ulmyndunum, og kort sýnir út-
breiðslu jökla undir lok ísaldar.
Þarna eru ýmsar glæsimyndir af
skriðjöklum og jökullónum. í
fimmta kafla segir frá hverfum
og jarðhita, og í hinum sjötta frá
ám, stöðuvötnum og söndum. í
sjöunda og síðasta kafla er svo
rætt stuttlega um ýmsar bergteg-
undir og steintegundir sem hér
finnast, með ljósmyndum frá
landshlutum þar sem hraunbelti
einkenna landslagið. Aftast er
skrá jarðfræðiorða (á ensku) með
skýringum, heimildaskrá og loks
yfirlitskort yfir þá staði þar sem
ljósmyndirnar voru teknar.
Margir gerast nú svartsýnir
mjög um framtíð orðsins sem
upplýsingamiðils; myndir skipa æ
hærri sess, en textinn gerist fá-
tæklegri sem því nemur. Jarð-
fræðilegar myndabækur um ís-
land hafa allmargar verið gefnar
út áður, t.d. um eldgos í Heklu,
Öskju, Surtsey og Heimaey, svo
og um Vatnajökul. Bók Ulrichs
Múnzers um ísland er myndarleg
viðbót við það safn, en að vissu
leyti þeim mun yfirborðslegri sem
hún tekur stærra viðfangsefni til
meðferðar, enda skýrir höfundur
eingöngu frá annarra athugunum.
Myndirnar eru margar mjög góðar
og sumar sérlega fallegar, en það
„ísland — eldfjöll,
jöklar, hverir er engin
fræðibók, né þykist
vera það, en hún er vel-
viljuð landi og þjóð og
full af margskonar upp-
lýsingum og fallegum
myndum.“
sem óvenjulegt má teljast við bók-
ina eru hinar mörgu loftmyndir
sem þar birtast. Þar naut Múnzer
aðstoðar Elíesers Jónssonar, flug-
mannsins snjalla.
Myndefnið er sýnilega upphaf
og tilgangur bókar þessarar, og
þörfin á að koma því á framfæri
hefur knúð höfundinn til að semja
textakaflana sjö. Þeir eru fróðleg-
ir, svo langt sem þeir ná, en auðvit-
að ekki sérlega skammtilegir af-
lestrar. Engar beinar villur rakst
ég á, en sumt mætti misskilja, t.d.
textann við 72. mynd (tölusettar
myndir eru 131), sem sýnir ösku-
lagamynztur á Síðujökli. Þar segir,
að með tímanum hverfi öskulögin
smám saman undir nýfallinn snjó
og grafist í jökulinn. Þau komi
ekki aftur 1 ljós fyrr en fremst í
skriðjöklinum, þegar bráðnun
afhjúpi þau. Hér er klaufalega að
orði komizt, með tilvísun til 72.
myndar, því misskilja má textann
þannig að öskulögin á myndinni
muni grafast smám saman í snjó
o.s. frv., en myndin sýnir einmitt
öskulög sem komin eru upp á yfir-
borðið. Smávægilegar prentvillur
fann ég. en þó fáar, enda mun
Atlantis vera heldra forlag og vant
að virðingu sinni.
Nú um tíðir þykir hlýða að meta
allt til peninga: Vigdís Finnboga-
dóttir var sögð jafnoki 15% gengis-
fellingar fyrir útflutningsatvinnu-
vegina, Hólmfríður Karlsdóttir og
sjónvarpsþættir Magnúsar Magn-
ússonar munu örva sölu íslenzkra
afurða og auk ferðamannastreymi
til íslands — og væntanlega gerir
þessi bók hið sama. ísland — eld-
fjöll, jöklar, hverir er engin fræði-
bók, né þykist hún vera það, en
hún er velviljuð landi og þjóð og
full af margs konar upplýsingum
og fallegum myndum. Bók sem
þessi væri vafalaust kærkomin
jólagjöf útlendingum sem áhuga
hafa á íslenzkri náttúru og nátt-
úrufræði, og sömuleiðis gagnlegur
inngangur að frekari kynnum af
íslandi.
Höfundur er jardfrædingur.
Sigurður Steinþórsson
á Kástle skíðum, Marker bindingum og Dynafit
skíðaskóm. Við bjóðum upp á skíðapakka með
skíðum og bindingum á ótrúlega lágu verði.
Fullorðinspakki
Kástle skíði, lengd 160-195 cm
Marker bindingar
Verð kr. Attfö.-
Jólatilboð kr. 8^990^-
Barna- og unglingapakki
Kástle skíði, lengd 120-140 cm
Marker bindingar
Verð kr. .£4-30-
Jólatilboð kr. 4^990.-
Gönguskíði
Kástle gönguskíði, lengd 180-215 cm
Marker bindingar
Verð kr.-0^73.-
Jólatilboð kr. 2.990,-
Dynafit skíðaskór Super Shadow
Stærðir 5-12
Verð kr. &&&.-
Jólatilboð kr. 206(1-
Dynafit skíðaskór Hot Racer
Stærðir 5-12
Verð kr. 4.960.-
Jólatilboð kr. 3.720.-
SKATABUÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045