Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 65 Minning: Sœmundur Þor- láksson - Sandi Fæddur 15. september 1903 Dáinn 14. desember 1985 Ástkær frændi og vinur er í dag lagður til hinztu hvíldar. Ég get ekki látið hjá líða að kveðja hann með fáeinum fátæklegum þakkar- orðum. Sæmundur fæddist á Hrauni í ölfusi þann 15. september 1903. Foreldrar hans, hjónin Vig- dís Sæmundsdóttir frá Vindheim- um og Þorlákur Jónsson, bjuggu á föðurleifð Þorláks, þessu nafntog- aða höfuðbóli að fornu og nýju í byrjun aldarinnar. Þeim varð fimm barna auðið er upp komust og var Sæmundur þeirra elstur, en eftir lifa Elín, ljósmóðir í Reykjavík, Guðrún, húsmóðir í Hveragerði, ólafur og Karl, bænd- ur á Hrauni. Á vordögum 1915 tók Þorlákur sótt og innan fárra daga var hann allur. Eftir stóð ekkjan með fimm börn, hið yngsta þriggja mánaða, hin tveggja, átta og níu ára en Sæmundur þeirra elztur þá á tólfta ári. Hraun í ölfusi á öðrum tug aldarinnar. Við jaðar þess hrauns er hér hefur runnið í árdaga, sumir segja kristnitökuárið, hjúfrar lág- reist húsaþyrping, en af bæjar- hólnum blasir við fjallahringur, handan við Suðurlandsundirlend- ið, frá Ingólfsfjalli og Heklu til norðurs, suður á við allt til Eyja- fjallajökuls. Við túnfótinn breiðast ósar Olfusár. Hraunstorfan með hjáleigum hýsti á þessum tíma fjórar fjöl- skyldur. Má nærri geta að búhagur var þröngur, en bönd skyldleika, vináttu og samheldni voru þeim stoð í erfiðri lífsbaráttu á kreppu- tímum styrjaldaráranna fyrri. Við sviplegt fráfall Þorláks bónda virtist upplausn heimilisins blasa við, enda lá sá kostur beinast við að áliti sveitarstjórnar. Vigdís húsfreyja var þaulkunnug land- kostum Hraunsjarðarinnar og tókst með áræði, miklum dugnaði og fulltingi Sæmundar og eldri systkina að halda heimili og féll það áður en varði í hlut hans að axla byrðar búsforráða þegar á unglingsaldri. Fjölskyldan hélt hópinn á Hrauni. Er ekki að efa að saga þeirra Hraunssystkina hefði orðið á annan veg hefði Sæmundar ekki notið við á þeim erfiðu tímum er í hönd fóru. Hér naut hann sín 1 leik og þó einkum starfi. Hann var áhlaupa- maður til allra heimilisverka og um tvítugt hélt hann til aðdrátta fyrir Hraunsheimilið, fyrst á tog- ara, en síðar á opnum fiskibáti frá Þorlákshöfn, og var einn síð- asti formaður í Höfninni, sem þá var verstöð á þeirra tíma vísu, þó án allra þeirra hafnarmannvirkja er þar síðar risu og skapað hafa það blómlega athafnapláss sem Þorlákshöfn nú er. Hér ýtti hann úr vör með áhöfn sinni og lagði afla að lausri bryggju, þegar bezt lét og færi gafst vegna sjógangs fyrir opnu úthafinu. Hér varð hann fyrir því slysi er hann sfðar bar merki til æviloka. { einni slfkri lendingu, í þungum sjó, kramdist handleggur hans TT M starfsi löfðar til fólksíöllum starfsgreinum! milli skips og bryggju. Greri hann seint og þurfti að brjóta upp áður greri, þó með grófri bæklun. Þótt þessa sæi lítil merki á atorku hans og afköstum, var handleggsbrotið honum til mikils baga æ síðan. Tuttugu og sjö ára að aldri gekk Sæmundur að eiga Magneu Svövu Jónsdóttur frá Auðsholti í ölfusi og fimm árum sfðar fæddist elzti sonur þeirra, Tómas. Heimilinu á Hrauni var nú séð farborða, yngri systkinin uppkom- in, sum flutt að heiman. Nú voru yngri bræðurnir tilbúnir að sinna búrekstri sem þeir hafa rækt með prýði fram á þennan dag. Eftir slysið hvarf Sæmundur frá sjómennsku f Höfninni. Þau hjónin fluttu til Eyrarbakka þar sem þau bjuggu á Búðarstíg en síðar byggði Sæmundur hús er hann nefndi á Sandi og bjó þar til æviloka. Hér ólust upp synirnir þrír, Tómas skipstjóri í Reykjavík, kvæntur fris Björnsdóttur, Olafur skipstjóri á Olafsfirði, kvæntur Kristfnu Ásgrímsdóttur og Guð- mundur skipstjóri og bóndi nú á Eyrarbakka, kvæntur Þóreyju Ström. Á Eyrarbakka stundaði Sæ- mundur sjósókn og síðar garðyrkju sem varð hans meginstarfi efri árin, síðast í félagi við Guðmund, yngsta soninn. Konu sína, Svövu, missti hann fyrir rúmum tveimur áratugum, en siðan hefur hann búið í sambýli við fjölskyldu sonar sfns og hefur gengið þar til útiverka nú allt fram á haustdaga. Hann átti að fagna góðum lifs- förunaut og barnaláni og varla varð honum misdægurt um ævina þar til fyrir tæpum fimm árum að hann kenndi þess sjúkdóms, er nú hefur runnið sitt skeið. Með Sæmundi er genginn góður drengur. Fáskiptinn var hann og fastur fyrir, en af persónu hans stafaði trausti og hjartahlýju, er sveipar minninguna er hann nú í dag er kvaddur með miklum sökn- uði. Sonum hans og venzlafólki votta ég mína dýpstu samúð. $ Halla Sigurjóns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.