Morgunblaðið - 20.12.1985, Qupperneq 74
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
74
ttCGAAnn
(?úsund krónur
l tikolLúm ?"
ást er...
... að hjálpa hon-
um að eyða jóla-
bónusnum.
TM Rm. U.S. Pat. Off — all rights reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicate
rw
Ég hef ekki hugsad mér
tiltakanlega nægjusemi í
mínu hjónabandi.
HOGNI HREKKVÍSI
„Svo El? AP5TÁ,AD OPPI HAFI Vt«lP HÖöN/
HÚNAKONUNGUR."
Aö sýna með
fingrinum
Kæri Velvakandi:
Hver eða hverjir þýða erlendar
fregnir Morgunblaðsins? Málfarið
á þeim er svo Geirsbókarlegt, að
stærsta blað landsins getur ekki
verið þekkt fyrir svona. Það bregst
varla, að maður hrasi um ambögur
í nær hverju einasta blaði. Gott
dæmi er frétt um flugránið á
dögunum. Þar er talað um þá, „sem
særðust en komust þó lífs af“.
Svona talar ekki nokkur maður,
eða hefði sami talað um þá, sem
særðust og dóu. Venjulegt fólk
talar um særða í merkingunni lif-
andi.
Mynd með fréttinni gefur tilefni
til meira nöldurs. Hún er af flug-
stjóranum, „sem sýnir með fingr-
inum, hvar“ og svo framvegis. Ég
vil nú leyfa mér að sýna með fingr-
inum að svona talar ekki nokkur
heilvita maður. Þegar ég var ung-
ur, þá benti fólk á hluti, en sýndi
þá ekki með fingrinum. Um daginn
var stór fyrirsögn, þar sem haft
var eftir Reagan „Þið getið flúið
en komist ekki undan“. Þetta er
nú þýðing á „You can run but you
can’t hide.“ Það má deila um
hvernig þýða skuli þessi orð, en
enginn, sem kann íslenzku myndi
deila um staðsetningu orðsins
ekki. Það er á vitlausum stað í
fyrirsögninni, hefði átt að koma á
undan orðinu komist. Þetta eru
nú bara fáar af þeim aragrúa af
málleysum, sem sjá má daglega.
Ekki veit ég hvað hægt er að
gera við þessu. Kannske myndi það
hjálpa, ef þýðandi setti stafi sína
undir fréttina, kannske væri hægt
að finna einhverja sæmilega læsa
og rétttalandi til að yfirfara blað-
ið, áður en það er prentað.
Treysti þér bezt til að sjá um
þetta.
Þinn einlægur.
Geir Magnússon
Popptónleika á jólunum
Ég las klausu Guðnýjar Helgu í
einu dagblaðanna fyrir skömmu.
Þar skrifar hún að besta jólagjöfin
sem mörg okkar gætu hugsað sér
væri að fá að sjá tónleikana frá
Los Angeles sem verða haldnir 28.
desember. Hljómleikunum verður
sjónvarpað um allan heim en flytj-
endur eru hljómsveitirnar Duran
Duran og Culture Club.
Ég er innilega sammála henni
og vonandi fær æskan að sjá tón-
leikana í beinni sjónvarpsútsend-
ingu.
Lesandi
Einn komst heim — hinir ekki
Nokkrir embættismenn voru
settir til þess að rannsaka hver
var valdur að töf flugvélar utan-
ríkisráðherra Rússlands þegar
hún átti að hefja sig til flugs
frá Keflavíkurflugvelli, fyrir
nokkrum vikum.
Ráðherrann var á leið heim til
sín, þar sem mörg góðverk biðu
hans. Því má segja að tíumínútna
töf hafi verið bagaleg eða jafnvel
forkastanleg, sérstaklega með
tilliti til þess að þrjár milljónir
Afgana hafa beðið í tvö til þrjú
ár eftir að komast heim til sin.
En þess ber að geta að það eru
heldur engir embættismenn að
rannsaka þá töf.
Halldór Snorrason.
Víkverji skrifar
Sparifrændi Víkverja varð fyrir
því óláni fyrir skemmstu að fá
senda bók frá Englandi. Hann
hafði raunar kallað þetta yfir sig
sjálfur með því að álpast til þess
að gerast meðlimur í enskum bóka-
klúbb. Umrædd bók geymir frá-
sögn Bourgogues nokkurs liðþjálfa
af herför Napóleons til Moskvu og
síðan tortímingu herja hans á
undanhaldinu: liðlega fimmtíu ára
gömul ensk þýðing úr frönskunni
og aukin og endurbætt eins og það
heitir í nýju útgáfunni. Næsta
saklausar bókmenntir gæti mönn-
um sýnst þó að þær greini frá
voveiflegum atburðum; og einkan-
lega áhugaverðar fyrir þá sem
hafa gaman af sagnfræði og þess-
háttar fróðleik.
En veiðin var sýnd en ekki gefin.
Hjá bókmenntaþjóðinni gagn-
merku hér úti í Atlantshafi hefur
haustakið nefnilega enn verið hert
á þeim einföldu sálum sem gerast
svo fífldjarfar að vilja verða sér
úti um lesefni í útlandinu.
XXX
að gerði illan glæp verri í þetta
sinnið að enginn reikningur
fylgdi sögunni af óförum hins
herskáa keisara og afleiðingum
þessa gönuhlaups hans fyrir höf-
undinn, enda hafði kaupandi sent
greiðsluna með pöntun sinni.
Hvernig átti nú tollheimtan að
heimta sinn toll af þeim 262 blað-
síðum sem hér voru að reyna að
smjúga inn í landið? Indæliskonan
sem afgreiddi þennan bókelska
frænda vorn var raunar á báðum
áttum og mátti að lokum grípa til
símans og leita á náðir yfirboðara
síns einhvers staðar úti í bæ; og
þá kom á daginn að hér úti á ís-
landi er vissulega til aðferð til
þess að meta reikningslausar
bækur til tolls. Alveg pottþétt. Þær
eru bara verðlagðar eins og agúrk-
ur eða kartöflur eða jafnvel apri-
kósur — nefnilega eftir þyngdinni.
Bókin hans Bourgogue var þar
með færð til vigtar með pompi og
pragt eins og við segjum stundum
og reyndist vera 800 grömm allt
talið, sem þýddi 147 krónur sléttar
í kassa tollheimtumannsins og
þaðan í ríkiskassann hans Þor-
steins fjármálaráðherra.
XXX
Sparifrændi Víkverja lét í það
skína að hann væri að hugsa
um að segja sig úr bókaklúbbnum
og jafnvel að hætta með öllu að
pæla í bókum og fá sér bara
myndbandstæki í staðinn og has-
armyndir með Jóni Wayne. Þó að
konan í pósthúsinu væri ekkert
nema lipurðin er hann alls ekki
viss um að hann nenni að standa
í svona stússi þrisvar og jafnvel
fjórum sinnum á ári. Honum
finnst fimmaurakrafsið sem þessi
vinnubrögð lýsa líka tii lítils sóma
fyrir ríkisvaldið og vill helst vera
laus við að taka þátt í því; og loks
er hann alls ekki viss um að nartið
borgi sig einu sinni fyrir ríkissjóð.
Hann fullyrðir nefnilega að
fimm fullfrískir menn að minnsta
kosti hljóti að hafa gengið í það
að næla í þessa aúra fyrir hann
Þorstein okkar. Einn tætti umbúð-
irnar utan af skruddunni í dauða-
leit að reikningnum. Annar gerði
kaupandanum skriflega orð að
reikningsskömmin fyndist ekki. Sá
þriðji úrskurðaði símleiðis að í
vissum tilvikum bæri að líta á
bókmenntir hér uppi á Fróni sem
einskonar hráefni í agúrkusalat.
Sá fjórði kannaði „brúttóþyngd"
franska liðþjálfans og hans há-
tignar Naflajóns og færði hana inn
á plagg sem var prentað í þríriti
og tíundaði að auki bögglanúmer,
innfærslunúmer, bögglatölu og
tegund umbúða, framleiðsluland
vöru, innkaupsland vöru, mynt og
gengi, tollskrárnúmer, vörutegund
og sölugjald. Ennfremur var einn
liður þarna sem hét „tollmeðferð"
og var virtur til tuttugu króna sem
viðtakanda var gert að greiða fyrir
meðferðina.
Og sá fimmti tók við plagginu
og rak því stimpilkossinn og lét
bókina iausa.
XXX
Ein af hinum fjölmörgu sól-
baðstofum hér í bænum er með
gríðarstórt veðurvarið auglýsinga-
spjald úti á gangstéttinni þar sem
hún telur upp þá þjónustu sem hún
hefur á boðstólum. Svo undarlega
bregður samt við að umrædd stofa
virðist einungis skipta við karl-
menn. Undir tilboðaromsunni
stendur að minnsta kosti skýrum
stöfum og meira að segja upp-
hafsstöfum: VELKOMINN. En
kannski er verslunarvitið bara
meira en stafsetningarkunnáttan.