Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 79

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 79 KKÍ svarar KR-stúlkum STJÓRN Körfuknattleikssam- bands íslands hefur sent frá sér svar viö bréfi körfuknattleiks- stúlkna úr KR sem viö sögöum frá í síðustu viku. í bréfi stúlkn- anna úr KR mótmæla þær vinnu- brögöum viö undirbúning kvennalandsliðsins í körfu sem á að taka þátt í Noröurlandamótinu á næsta ári. Stjórn KKÍ bendir körfuknatt- leikskonum úr KR á aö þegar ákveöiö var aö taka þátt i Noröur- landamótinu á sínum tíma hafi veriö boöaöur fundur meö öllum þeim félögum sem hafa kvenna- körfuknattleik innan sinna vó- banda. KR-stúlkur mættu ekki á þennan fund og létu sem þær vissu ekki af fyrirhugaðri þátttöku i Norðurlandamóti. I bréfi KR segir aö þrjár konur séu í landsliösnefnd kvenna en stjórnin bendir á aö í nefndinni séu fjórar konur og einnig er rangt meö fariö að liöin sem þátt taka í kvennakörfuknattleik séu sex — þau eru sjö. í landsliðsnefnd karla eru þrír menn og þar af tveir þjálfarar og þessi nefnd hefur aldrei veriö sökuö um hlutdrægni. Stjórn KKÍ bendir á aö í kvennanefndinni séu þrjár körfuknattleikskonur sem leika meö félögum en ein nefndar- kvenna leiki ekki körfuknattleik. Stjórnarmeðlimum KKÍ finnst eölilegt aö landsliösþjálfari velji þaö lið sem hann vill nota hverju sinni eins og tíökist og þannig eigi þaö aö vera. Eins og viö skýröum frá á sínum tima er þetta fyrsta tilraunin í rúm- an áratug til aö koma saman kvennalandsliöi í körfuknattleik. Allan þennan tíma hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá KR-stúlk- um en nú þegar reyna á að endur- vekja landsliðiö þá koma þær fram og mótmæla. Á síðasta ársþingi KKÍ var sam- þykkt fjárhagsáætlun sem geröi ráö fyrir umtalsveröum halla og aö auki haföi ekki veriö gert ráö fyrir fjármagni til Evrópukeppninnar sem hér veröur haldin í apríl á næsta ári. Margar nefndir innan KKÍ hafa sérfjárhag og kappkosta aö reka þær sem best en fá aö vísu styrk frá sambandinu sam- kvæmt samþykktri fjárhagsáætl- un. Þetta er ein af ástæöum þess aö kvennalandsliöið verður aö fjár- magna keppni sína á Norðurlanda- mótinu sjálft. Þaö var ekki gert ráö fyrir þátttöku á mótinu á síöasta ársþingi, sem var haldið fimm mánuöum áöur en boö um þátt- töku kom, og því ekki til fjármagn hjá sambandinu til aö styöja viö bakiö á stúlkunum. I lok bréfs stjórnar KKÍ kemur fram aö stjórnin ætlar ekki aö standa í bréfaskiptum og skoöana- skiptum á síöum dagblaöanna viö körfuknattleiksstúlkur úr KR um þetta mál. k sem Slökkvitæki, reykskynjarar Arinsett Utskuröarjárn Oiíulampar og luktir Kopar í úrvali Rafmagnsverkfæri í öll verk Vasaljós, luktir ULPUR — JAKKAR — FRAKKAR — SIGLINGA- JAKKAR OG FATNAÐUR í ÚRVALI. Lyklasett USAG Loftvogir, klukkur, sjónaukar Kapp-klæðnaður Koparlampar Vöruúrvaliö kemur þér á óvart. Norsku ullarnærfötin Loöfóðraðir samfestingar Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855 Vertu velkominn! I fatadeildinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.