Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUKNUDAGUR 2. MARS1986 Barnadeildin á Landakoti 25 ára Rætt við systur Gabríellu og Björn Guðbrandsson barna- lækni um starf semina fyrr á árum en við Árna V. Þórsson yfirlækni, Auði Ragnarsdótt- ur deildarst jóra, Óldu Hall- dórsdóttur bjúkrunarf ræðing og Sigríði Bj ör nsdóttur mynd- menntakennara um barna- deildina í dag og bvert stef nir í málefnum hennar. Bamadeild Landakots varð 25 ára nýlega. Haldið var uppá af- mælið þann 28. fe- brúar s.l. en formlegt leyfisbréf fyrir stofnun bamadeild- ar var hins vegar dagsett 12. janúar 1961 og telst það afmælisdagur hennar. Bamalækningar hafa verið stundaðar í einhverri mynd frá stofnun spítalans árið 1902. í mörg ár voru sérstakar bamastofur á spítalanum ein fyrir drengi og ein fyrir telpur. Það voru systur úr reglu ST. Jóseps sem stofnuðu Landakotsspítala og ráku hann þar til fyrir nokkrum áram að ríkið keypti spítalann og hann var gerður að sjálfseignarstofnun. Systumar stunduðu hjúkranarstörf á spítalan- um frá stofnun hans. Systir Gabrí- ella hefiir starfað lengst við Landa- kot þeirra systra sem nú era starf- andi á íslandi. Systir Gabríella býrí húsi St. Jósepssystra við Báragötu í Reykjavfk. í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sagði hún að regla St. Jóseps hefði komið frá Frakklandi 1650 en borist til Dan- merkur 1856. Til íslands kom regl- an árið 1896. Vildi gera eitthvað fyrir fá- tækt fólk Systir Gabríella kom til íslands frá Danmörku árið 1937 eftir að hafa lært hjúkranarstörf í Danmörku og unnið á skurðstofu þar.„Ég var mjög spennt að komast til Islands" sagði syst: Gabríella brosandi „ vildi gera eitthvað fyrir fá- tækt fólk en svo fann ég út að hér var ekki mikil fátækt en mér leið fljótlega vel héma og það hjálpaði til að hér töluðu flestir eða skildu dönsku." Systir Gabríella er fædd í Þýskalandi, ættuð úr nágrenni Bremen en fór ung í klaustur í Danmörku. Hún sagði að nú gengju mun færri stúlk- ur í klaustur en þegar hún var ung. Þeim hefur sífellt farið fækkandi í Evrópu eftir stríð en aðra sögu er að segja úr löndum í þriðja heimin- um, Brasilíu og víðar. Þegar systir Gabríella kom á Landakot árið 1937 vara systumar um þijátíu. „Við gátum unnið mest öll hjúkranarstörf sjálfar" heldur Sveinsson og Bergsveinn ÖLafsson og einnig var á Landakoti aðgerðar- Ég systir Gabríella áfram. „ Þá starfaði aðeins ein íslensk hjúkranarkona við Landakot. Fyrsti bamalæknir- inn var Kristbjöm Tryggvason en Bjöm Guðbrandsson kom árið 1956.“ Þá voru engin vaktaskipti Þegar systir Gabríella hóf störf vora tvær stofur fyrir böm á spítal- anum, ein fyrir drengi og ein fyrir telpur. „Ég hjálpaði til við aðgerðir á bömum eins og öðram sjúklingum á skurðstofu og svo kom ég oft á bamastofumar til að leika mér við bömin og stundum til að aðstoða, gefa þeim að borða og þess háttar. Bamastofunar vora fyrir ofan skurðstofuna. Flest bömin voru í gifsi, það fannst mér sérkennilegt. Þau vora mörg undir umsjón Matt- híasar Einarssonar læknis, Bömin voru stundum f gifsi í nokkra mán- uði, sum með berkla en önnur vora fædd með skakka fætur og svo vora beinbrot og fleira. Auk Matt- hfasar unnu við Landakot læknamir Halldór Hansen og Ólafur Helga- son. Á augnstofu unnu Kristján Systir Gabriella, myndin tekin skömmu áður en hún lét af störfum við Landakotsspftala. Björn Guðbrandsson bamalæknir. stofa fyrir hálsaðgerðir, þar var Stefán Ólafsson. Við nunnumar unnum á öllum tímum, þá vora engin vaktaskipti, ef uppskurður var nauðsyn þá var kallað í okkur, hvort sem var á nóttu eða degi." Þá þurfti lítið til að gleðja börn Systir Gabríella minnist þess bros- andi hve Matthías Einarsson hafi verið bamgóður maður, oft hafí hann fengið nunnunum peninga og beðið þær að kaupa eitthvað til að gleðja bömin. í þá daga komu for- eldramir ekki oft í heimsókn og þá' alls ekki með sælgæti eða þess háttar.Hún sagðist oft hafa farið og keypt kökur, stundum íslenskar pönnukökur og svo súkkulaði og bijóstsykur, þá þurfti lítið til að gleðja böm, og systir Gabríella brosir angurvær. Nunnunum fækkaði Systumar í Landakoti hættu að reka sjúkrahúsið vegna þess hve nunnunum fækkaði, þær unnu þó áfram við sjúkrahúsið og í dag vinna þar 3 systur. Sautján systur úr reglu St. Jóseps era nú hér á landi, sex í Reylq'avík og ellefu f Garðabæ, allt eldri konur. Fyrsti hjúkranardeildarstjóri bamadeildar var systir Agnella, en yfirlæknir deildarinnar frá stofnun hennar og framundir 1980 var Bjöm Guðbrandssoh. Björn Guðbrandsson barna- læknir Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Bjöm að máli á stofu hans við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Hann sagðist hafa komið til starfa við Landakotsspítala árið 1956. Systumar fluttu árið 1960 úr hús; náeði sfnu á þriðju hæð spítalans uppá fimmtu hæð, en húsnæðið á þriðju hæð var innréttað sem bama- deild. „Það var mikil þörf á þessari starfsemi því deildin hefur frá upphafi verið fullskipuð" sagði Bjöm.„ Yfirsystir var systir Agnella sem starfaði þar til ársins 1969. Hún var fábær hjúkranarkona, hugsaði mikið um veik böm hvemig sem á stóð. Starfsaðstaðan þama var mjög góð eftir því sem þá gerðist og tækjakostur góður. Samvinnan við systumar var frá- bær. Tekið var við sjúklingum alla- staðar að frá landinu. Hafnar aðgerðir vegna meðfæddra magaþrengsla Á Landakoti var mikið af bömum með öndunarfærasjúkdóma svo sem lungnabólgu og fleira og svo heila- himnubólgu. Fyrst var ég eini bamalæknirinn á Landakoti en þar störfuðu einnig augnlæknar og skurðlæknar . Ríkharð Thors var mjög góður skurðlæknir, hann hafði mikinn áhuga fyrir bömum. Við fórum í sameiningu að gera aðgerð- ir á ungbömum sem þjáðust af meðfæddum magaþrengslum. Á áranum 1956 til 1966 vora gerðar 26 slíkar aðgerðir. Áður vora notuð lyf f slíkum tilvikum. Hægt er að laga þetta með smá aðgerð sem nú er almennt notuð. Miklar framfarir hafa orðið frá Með „spítalaleik" eru börn undirbúin undir aðgerðir á barnadeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.