Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986
25
Tvær myndir eftir ellefu ára sjúkling á barnadeildinni, sem kom inn vegna aðgerðar. Fljótt kom í ljós að bamið var mjög lokað og
dapurt. Á fyrri myndinni má sjá hinn þykka múr sem baraið hefur reist á milli sin og umheimsins en á seinni myndinni má sjá hve birt
hefur yf ir barninu, takið eftir blómunum í horninu.
þeim tíma sem ég hóf störf á Landa-
koti. Ný lyf og ný tækni sem skapar
meira öiyggi fýrir veik böm. NÚ
er afskaplega sjaldgæft að böm
deyji hjá okkur. Það er æfínlega
mikið áfall að missa böm. Ég hef
verið heppinn, ég hef ekki misst
bam á deildinni í u.þ.b. tíu ár. Ég
minnist þess að ég missti eitt sinn
bam, mjög snögglega, það var
vöggudauði, afskaplega sorglegt,
ég hef þó á tilfinningunni að vöggu-
dauði sé mun sjaldgæfari á Islandi
en í öðrum löndum.
Mínútuspursmál að bregðast
nógu fljótt við
Aðal kúnstin við bamalækningar
er að bamalæknirinn geri sér grein
fyrir hve mikið veikur sjúklingurinn
sé og setji nógu fljótt allt af stað
. í heilahimnubólgufaröldrum er
árvekni mikilsverð. Það getur verið
mínútuspursmál í slíkum tilvikum
að meðferð sé hafín nógu fljótt.
En við höfum verið heppin á Bama-
deild Landakots, við höfum misst
fá böm.“
Bjöm Guðbrandsson gat þess
að síðustu að honum fyndist heil-
brigðisyfírvöld hugsa of lítið um það
að böm gætu orðið veik og þó
væm böm sá aldursflokkur, að
undanskildum gamalmennum, sem
mest veiktust.
Fleiri barnalæknar bætast í
hópinn
Árið 1968 komu til starfa við bama-
deildina þeir Sævar Halldórsson og
Þröstur Laxdal bamalæknar. Ámi
V. Þórsson hóf störf sem sérfræð-
ingur við deildina í lok árs 1979.
Árið 1972 var fýrst ráðinn aðstoð-
arlæknir við deildina, Atli Dag-
bjartsson, núverandi formaður Fél.
ísl. bamalækna. Nú starfa við deild-
ina þrír aðstoðarlæknar. Yfírlæknar
deilda á Landakoti em kosnir til
þriggja ára í senn og hefur þessi
háttur verið hafður á síðari ár.
Rætt við Árna V. Þórsson
yfirlækni
Yfirlæknir Bamadeildar er Ámi V.
Þórsson.„Hver bamalæknir er með
sína sjúklinga , þannig er það á
öllum deildum á Landakoti, sami
sérfræðingingurinn leggur sjúkling
inn og ber alveg ábyrgð á honum,
stjómar meðferð og umönnun
hans.“ Þetta segir Ámi blaðamanni
Morgunblaðsins er hann gengur
með honum um húsnæði bama-
deildar og sýnir honum allar að-
stæður þar. Það er átakanlegt að
koma inn í gjörgæsludeildina og
sjá þar lítið sárveikt höfuð á kodda.
En frammi á ganginum em hinir
brattari sjúklingar deildarinnar á
ferli og em sumir hreint ekki vei-
kindalegir. Lítil, dökk og hrokkin-
hærð stúlka klifrar upp þijár tröpp-
ur og brosir breitt svo hvítar tenn-
umar skera sig vel úr blökku hör-
undinu, lítið bam í göngugrind
þeytist með hraði eftir ganginum.
Inná stofunum em foreldrar að
stumra yfír bömum sínum, þetta
er árla morguns og fólk fýrir
skömmu komið á ról. Inn á lítilli
skrifstofu heldur samtalið áfram
yfír kaffíbollum. Ami segir að um
1450 böm hafi verið lögð inn á
Bamadeild Landakots árlega síðast
liðin ár en þeim hefur fjölgað tal-
svert undanfarin tvö ár. Hann sagði
að auðvitað leituðu læknar ráða
hverjir hjá öðmm um meðferð sjúkl-
inga og í mörgum tilvikum leituðu
þeir út fýrir spítalann. Það styrkti
deildina mjög að geta kallað til sér-
fræðinga, lækna og aðra, bæði
innan spítala og utan þegar þörf
þætti enda gerðu menn það óhikað.
Stefnt að styttri spítalavist
barna
Legurými á bamadeildinni er 28
rúm þegar allt er fullt. Legudögum
hefur farið fækkandi að meðaltali
á hvert bam. Þetta kvað Ámi vera
í samræmi við þá stefnu að halda
bömum eins stutt á spítala og unnt
væri og allmikið af rannsóknum
sem áður kröfðust nokkuð langrar
legu væm nú gerðar utan spítala.
Sjúklingahópurinn er að sögn Áma
blandaður.„Bömum með flesta
sjúkdómsflokka er sinnt hér “ sagði
Ámi. „Við höfum þó ekki tekið að
okkur meðferð fyrirbura sem er
mjög sérhæfð meðferð og fer fram
á vökudeild Landsspítalans. Við
höfum heldur ekki tekið við bmna-
sjúklingum sem einnig er sérhæfð
meðferð sem Landspítalinn hefur
annast og lýtalæknar þar. í seinni
tíð hafa böm með blóðkrabbamein
flest verið send á Landspítalann,
það er talið betra að annast þau
böm á einum stað.
Augnsjúkdómar og- efna-
skiptavandamál
Hins vegar koma fremurá Landakot
böm með ýmis konar innkirtla og
efnaskiptavandamál til rannsóknar
og meðferðar. Einnig böm með
ýmsa erfðasjúkdóma og þroskafrá-
vik. Á Landakoti er eina augndeild
landsins og af því leiðir að böm
með augnsjúkdóma eða sem verða
fýrir augnskemmdum eru lögð inn
á Bamadeild Landakots. Að öðru
leyti er öll starfsemi deildarinnar
sambærileg við starfsemi annarra
bamadeilda.
Slys á börnum hér óeðlilega
algeng
Mikið af bamasjúkdómum eru
bráðasjúkdómar t.d. ýmis konar
sýkingar, slys og eitranir. Allt þetta
krefst tafariausrar meðhöndlunar
og þess vegna er mikið um bráða-
innlagnir á bamadeildir. Það er
alkunna að ungbamadauði á íslandi
er með því lægsta sem gerist í
heiminum. Hins vegar er slystíðni
hærri en gerist víðast hvar meðal
vestrænna þjóða.“ Ami kvað það
óhugnanlega algengt að böm nái í
ýmis konar eitur á heimilum og
annars konar slysfarir eru hér miklu
algengari en eðlilegt má teljast og
gerist með öðram þjóðum.
„Við sjáum all oft dæmi um
ýmislegt sem flokka má undir
vanrækslu eða jafnvel misþyrming-
ar.“ sagði Ámi. „Við sjáum á böm-
um afleiðingar af efnahagsbasli
fólks, merki um vannæringu eða
ranga næringu sem getur komið
fram í offitu. Taugaveiklunarein-
kenni geta komið fram í ýmsum
myndum t.d. bæði í höfuðverkjum
og magaverkjum og oft er erfítt
að greina á milli líkamlegra og sál-
rænna orsaka. Stundum lenda böm
milli þils og veggjar í tilverannni
þegar foreldrar era önnum kafnir
á framabrautinni. Oft er þama um
að ræða böm menntafólks sem lítið
er heima og bömin verða því að
ganga um sjálfala mikinn part
dagsins. Almennt séð held ég að
næringarástand bama núna sé þó
betra en það var fýrir 15 áram
þegar ég var að byija sem kandidat
og sá mikið af blóðlausum og lystar-
lausum bömum með hægðatregðu
sem orsakaðist af of mikiili mjólkur-
dryklqu.
Á tímamótum
Á þessum tímamótum í starfsemi
Bamadeildar Landakots er ekki úr
m
■
Ljósmyndari Morgunblaðsins Árai Sæberg fær hýrt bros frá ungum dreng á barnadeild Landakots.
vegi að staldra við og huga að
stefnumótun í rekstri bamadeilda
og hvert stefni í þeim efnum. Okkur
hér á Landakoti dreymir fyrst og
síðast um aukið rými því deildin er
mjög aðkreppt hvað það snertir.
Sú stefna að opna deildina fyrir
heimsóknum og dvöl foreldra hefur
valdið gífurlegum þrengslum og
knýr á um aukið rými. Með bættri
aðstöðu til rannsókna utan spítala
og hugsanlega stofnun einhvers
konar dagdeilda, t.d. þar sem börn
væra á sjúkrahúsinu á daginn en
heima hjá sér á nóttunni myndi
vafalaust geta forðað mörgum spít-
alainnlögnum bama. Þetta virðist
stefna meðal margra nágranna-
þjóða.
Bygging barnasjúkrahúss
Allmikil umræða hefur verið um
hvort rétt sé að byggja sérstakan
bamaspítala í Reykjavík. Þær hug-
myndir virðast vera enn á umræðu-
stigi en ljóst er að vel þarf að vanda
undirbúning slíkrar framkvæmdar
og gæti þá verið álitamál hvar slíkur
spítali ætti að vera staðsettur og
hvaða starfsemi ætti að fara þar
fram. Ég tel mjög mikilvægt ef
hægt væri að sameina fólk með
sérhæfða menntun til að annast
sjúk böm og kannski væri það
heppileg lausn að byggja eitt bama-
sjúkrahús sem myndi þjóna öllu
höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni þegar þörf væri á.
Það þyrfti líka að bæta aðstæður
fyrir unglinga sem nú er óljóst hvar
eiga heima í heilbrigðiskerfínu. Nú
undanfarið hefur stefnan í þeim
málum í Bandaríkjunum og víða
annars staðar verið að byggja upp
sérstaka aðstöðu fyrir unglinga í
tengslum við bamadeildir en hér
er engin slík aðstaða fyrir hendi
og unglingamir eiga hvergi höfði
sínu að halla í heilbrigðiskerfínu,
ef svo má að orði komast. Þetta
er miklu meira vandamál en fólk
gerir sér almennt grein fyrir.
Ég tel líka brýnt að meðferð á
sjúkum bömum fari fram á bama-
deildum þar sem starfar sérhæft
starfslið en ekki á almennum
sjúkrahúsum eins og er alltof al-
gengt í dag.
Góðar gjafir
Bamadeild Landakots hefur frá
upphafi notið stuðnings ýmissa góð-
gerðarfélaga og annarra utanað-
komandi aðila. Þar ber Thorvalds-
ensfélagið lang hæst, hefur m.a.
gefíð deildinni gjörgæslutæki, önd-
unarvél, hitakassa fyrir ungböm,
vökvadælur og margt fleira. Af
öðram stuðningsaðilum má nefna
Vinahjálp og Lionsklúbbinn Þór og
svo fyrirtæki og einstaklinga sem
hafa stutt starfsemi deildarinnar
með peningum og gjöfum. Þess má
geta að í tengslum við 25 ára