Morgunblaðið - 02.03.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.03.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 Athugasemdir við máls vöm eftirÞór Whitehead í greininni „Málsvöm fyrir mann“ (Morgunblaðið 9. febrúar sl.) fjallaði Ari Trausti Guðmunds- son um skipti föður síns, Guðmund- ar Einarssonar frá Miðdal, við Þjóð- veija á stjómartíma Hitlers. Ari vék þar m.a. að bók minni, Stríði fyrir ströndum og taldi, að í henni væri ýmislegt missagt um föður sinn. Þessum skrifum er ég knúinn til að svara, þótt ég geti að öðm leyti tekið undir margt í „málsvöminni". Ari segir í grein sinni: Væntanlega væri Guðmundur [Einarsson] nú til dags kallaður gamaldags íhaldsmaður ... en sú skoðun dr. Þórs Whiteheads að hann hafi verið hliðhollur nasisma er röng. í Stríði fyrir ströndum (bls. 112) komst ég svo að orði um afstöðu Guðmundar: Úr þeim jarðvegi [rómantískri þjóðemiskennd og hetjuanda] hafði sprottið nasisminn, sem Gerlach hafði síðar játast og Guðmundur hafði samúð með. Eitt er að játast stefnu annað að hafa samúð með henni. Ari hefur að óyfírveguðu ráði lesið annað úr ummælum mínum, en efni stóð til. Kjaminn í frásögn minni er ná- kvæmlega hinn sami og í málsvöm hans: Guðmundur frá Miðdal hreifst eins og fjöldi mætra manna á hans tíð af stjómarfari nasista í Þýska- landi vegna fomra tengsla sinna við Þjóðveija og þjóðemishyggju. Hann beitti sér hins vegar aldrei fyrir framgangi nasisma á Islandi og gekk aldrei í flokk þeirra, sem aðhylltust þjóðemissósíalisma hér á landi. Ari segir svo um samstarf Guð- mundar frá Miðdal við Heinrich Himmler, yfírmann SS og þýsku lögreglunnar: Þegar Guðmundur og fleiri voru í Þýskalandi (Berlín) 1936 (m.a. á Ólympíuleikunum) var honum og tveimur öðrum boðið til opinberrar móttöku hjá Himmler. Hér var í raun ekki um neinn fund að ræða; margt innlendra og erlendra manna viðstatt og orðaskipti lítil. Ekkja Guðmundar staðfestir að engin önnur sammskipti, fundir eða persónuleg bréf, hafi átt sér stað milli Guðmundar og Himmlers. Af bók dr. Þórs mál vel ráða annað. Þessar fullyrðingar fá ekki stað- ist. Erindreki Himmlers, Paul Burk- ert, kom á fundi með Guðmundi og yfirboðara sínum í höfuðstöðvum SS í Berlín 1936, eins og segir í Stríði fyrir ströndum (bls. 26). jSveinn heitinn Einarsson, bróðir Guðmundar, sat þennan fund og lýsti fyrir mér því, sem þar fór fram, svo sem sjá má af tilvísunum í heimildir bókarinnar. Að sögn Sveins bauðst Himmler á þessum fundi til að taka hann í iðnnám í leirgerð SS og greindi þeim bræðr- um frá starfsemi fyrirtækisins. Sveinn taldi, eflaust með réttu, að iðnnám sitt hefði verið liður í ráða- gerðum SS um að taka þátt í leir- gerð hér á landi. Hafí Guðmundur Einarsson hitt Himmler í „opinberri móttöku" á þessum tíma hafa þeir að líkindum hist tvisvar en ekki einu sinni. í bókinni læt ég þess getið, að Guðmundur hafi fengið bréf frá Himmler haustið 1938. Heimildar- maður minn, sem þá starfaði í list- munagerð Guðmundar og tilgreind- ur er í bókinni, segist hafa séð það með eigin augum og lesið undir- skrift Himmlers. Engin ástæða er til að vefengja vitnisburð þessa manns, sem minnist hins látna hús- bónda síns með hlýhug og virðingu. Haustið 1938 var Guðmundur að fá frá Þýskalandi íslensk leirsýni, sem þar höfðu verið brennd m.a. vegna áforma um leirgerð í tengsl- um við SS. Um þessar mundir hafði helsti listráðgjafi Himmlers auk þess við orð, að hann þyrfti senn að fara til íslands til að undirbúa leirgerð í landinu. Himmler hafði því ærið tilefni til bréfaskrifta við Guðmund. Enn segir Ari Trausti: Af bók Þórs má ráða að Gerlach sendiherra [svo] Þjóð- veija og Guðmundur hafi haft með sér allnáið samband. Af rituðum heimildum (bréfum Gerlachs) er þó ekki unnt að ráða að svo hafí verið; miklu fremur að Gerlach hafí haft gott álit á Guðmundi. Ekkja Guðmundar segir það ijarri sanni að þeir hafi hist utan opinberra funda í sendiráðinu [svo] og að Gerlach hafí aðeins einu sinni komið á heimili þeirra hjóna.. . Hér verður að vísa í bréf frá Gerlach ræðismanni til Himmlers dagsett 3. desember 1939, en þar segir: Meðal þeirra íslendinga, sem við umgöngumst [den wir zus- ammenkommen], er Guðmund- ur Einarsson listmálari fremstur í flokki, og á virðingu skilið jafnt fyrir manndóm sinn, skapgerð og afstöðu til Þýskalands. í bréfi, sem Gerlach ritaði sama dag til Karls Wolffs, skrifstofu- stjóra Himmlers, tók hann fram, að hann blandaði aðeins geði við „fáa Islendinga". Nafngreindi ræð- ismaðurinn Guðmund einan úr þeim hópi. Engar vísbendingar finnast um það í gögnum Gerlachs, að hann hafí breytt um skoðun á Guðmundi. Ótvírætt er, að nokkur samgang- ur var með Guðmundi og Gerlach, eins og ræðismaðurinn gat um í bréfum sínum. Þetta hafa staðfest Ingeborg, dóttir Gerlachs, Steinunn heitin Thorlacius, sem starfaði í þýska ræðismannsbústaðnum 1939—40, og Ragnar Kjartansson myndhöggvari, sem vann á list- munaverkstæði Guðmundar. Þess sjást merki, eins og Ari Trausti hefur eftir mér í grein sinni, að Guðmundur frá Miðdal hafí gerst fráhverfur Þriðja ríkinu, þegar á ófriðinn leið. Heimildir mínar benda þótt til þess, að það hafi ekki gerst fýrr en allnokkru eftir að Gerlach ræðismaður var numinn á brott héðan af Bretum 1940. Dapurlegt er til að hugsa, að Guðmundur skyldi verða fyrir rógi og óþægindum vegna tengsla sinna við Þjóðveija. Samband hans við Himmler var undirrótin að þessu. í Stríði fyrir ströndum reyndi ég að skýra þetta samband þeirra eftir þeim heimildum, sem nú liggja fyrir, og kvað um leið niður nokkrar Gróusögur um Guðmund. Markmið mitt var það eitt að komast að hinu sanna um samskipti Guðmundar við Þjóðveija, þótt þar sé raunar ýms- um spumingu enn ósvarað. Sumar niðurstöður mínar um tímabilið 1935—39 virðast hafa komið illa við aðstandendur Guðmundar. Það harma ég, en staðreyndum sögunn- ar get ég ekki breytt. Höfundur er prófessor ísagn- fræði við Háskóla fslands. Leikstjórinn John Burgess og Sigurður Siguijónsson. Helgi Skúlason i hlutverki Rík- arðsþriðja. Ríkarður þriðji í Þjóðleikhúsinu LAUGARDAGINN 8. mars mun Þjóðleikhúsið frumsýna leikritið um Ríkarð þriðja eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikstjóri er John Burgess frá breska þjóð- leikhúsinu, tónlist er eftir Terry Davies, leikmynd gerði Liz da Costa og búningana Hilary Baxt- er. Lýsingu hannaði Ben Orme- rod. Þau koma öU frá Bretlandi. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir, að þetta sé frumflutningur verksins hérlendis og jafnframt í fyrsta skipti sem íslenskum leikhúsgestum gefíst kostur á að sjá uppfærslu á einum af konungaleikjum Shake- speares. Helgi Skúlason leikur titilhlut- verkið, Ríkarð þriðja. í öðrum veigamiklum hlutverkum eru Ró- bert Amfínnsson, Rúrik Haralds- son, Flosi Ólafsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason og Jón S. Gunnarsson. Þá rná geta þess, að Valur Gíslason fer með hlutverk í sýningunni, en hann lék sitt fyrsta hlutverk í fyrstu Shake- speare-sýningunni hér á landi, er Leikfélag Reykjavíkur sýndi Þreut- ándakvöld fyrir réttum sextíu árum. Ríkarður þriðji hefur löngum verið með vinsælustu leikritum Shakespeares. Það segir frá kropp- inbaknum kaldriíjaða Ríkarði af Glostri, sem ríkti á Englandi 1483—1485 og myrðir sér leið- til valda, eða eins og segir í fréttinni frá Þjóðleikhúsinu: „ ... hann myrðir bæði vini og fjendur af ein- skærri kátínu". Leiknum lýkur á því, er Hinrik af Ríkmond drepur Ríkarð í orrustu og er krýndur konungur, Hinrik sjötti. í frétt Þjóðleikhússins segir, að Ríkarður leikritsins sé hinn dæmi- gerði einræðisherra og megi líta á hann sem hliðstæðu slíkra manna hvar og hvenær sem er. Tónlistarfélagið: Janos Starker selló- leikari með tónleika ÞRIÐJUDAGINN 4. mars kl. 20.30 munu Janos Starker og Alain Planes píanóieikari halda tónleika á vegum Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbiói. Janos Starker er talinn með fremstu sellóleikurum í heiminum í dag. Hann hélt tónleika hérlendis í október 1983 og var þá einn á ferð. Á efnisskrá á þriðjudaginn eru verk eftir Couperin, Boccherini, Beethoven, Cassadó, Debussy og Bartók. Lausamiðar verða seldir ein- göngu við innganginn. (Fréttatilkynning) Fijálsgreiðslu- keppni á Broadway TÍMARITIÐ Hár og fegurð og Samband hárgreiðslu- og hár- skerameistara gangast fyrir keppni í svonefndri fijáls- greiðslu á Broadway í dag, sunnudag. í fréttatilkynningu frá Hári og fegurð segir, að keppni sem þessi sé mjög vinsæl erlendis og til- gangurinn með henni sé, að hver einstaklingur geti komið hug- myndum sínum á framfæri. Bæði körlum og konum verður greitt. í dómnefnd verða þrír faglærðir og þrír ófaglærðir. Fimm verðlaun verða veitt fyrir hvort tveggja karla- og kvennagreiðslu. Tískusýning verður á staðnum og heimsmeistaramótið á Ítalíu verður kynnt. (FréttatUkynning) Merki keppninnar Janos Starker
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.