Morgunblaðið - 02.03.1986, Side 55

Morgunblaðið - 02.03.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 55 Jonna á vinnustofu sinni i Panasch Appearance Studios. bætiefni sem styrkja hárið og hreinsa upp hársvörðinn. Ég er mikið með nudd og sérstakan hár- þvott, legg mikla áherslu á hann og hitastig vatnsins. Ég nota kalt vatn því heita vatnið skemmir teygj- anleika hársins. Það skiptir einmitt mjög miklu máli að fólk læri að fara rétt með hárið — geri ekki mikið af því sem þarf ekki og noti þaðsem þarf.“ Hefur fólk ef til vill litið á hár- og hársvarðarfræðina sem ein- hvers konar skottulækningu? „Já, fólk trúir oft ekki á þetta, sem er ósköp eðlilegt. það er búið að vera svo mikið á markaðnum af alls kyns áburðum sem bera á í hársvörðinn og þú átt að fá hárið aftur! Það er náttúrlega eins og hver önnur vitleysa — það sem við erum að gera er byggt upp á allt öðru — til dæmis á heilsusamlegri fæðu. Maturinn er einmitt mjög mikilvægt atriði. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk missir hárið. Hárlos getur verið vegna stress, eða óreglu á blóðsykrinum, vegna þess að skjaldkirtill virkar ekki rétt, eða vegna hormónaskiptingar. Það getur verið um svo margt að ræða.“ Hvenær og hvers vegna byijað- irðu að vinna í Panasche? „Ég vann með stúlku sem þekkti eigandann — f tali þeirra hafði einhvem tíma borið á góma hvað ég væri að gera, og að ég hefði lokið námi í „trichology". Ég fékk skila- boð um að hringja í Christine og tala við hana — og ég var ráðin á stundinni." Hún hefur þá haft trú á þessu strax... „Já, hún hafði það og hefur enn. Hún hefur stutt mig mikið. Bæði með því að reyna að koma hár- og hársvarðarfræðinni á framfæri í sjónvarpi og útvarpi, en hún starfar talsvert í þessum fjölmiðlum. En þetta á þó eftir að ganga erfiðlega eins og búast má við — þetta er það nýtt af nálinni. Fólk gleypir ekki við þessu. Þó er ég bjartsýn, ég vona og held að ég verði komin lengra á veg eftir svo sem tvö ár.“ Ánægð með árangnrinn Ertu ánægð með þann árangur sem þú hefur náð hingað til? „Já, ég hef náð mjög góðum ár- angri. Meðferðin tekur langan tíma — menn missa ekki hárið á einum eða tveimur dögum, ekki nema eitthvað komi til, slys eða annað þess háttar, og hárið kemur heldur ekki til baka á svo skömmum tíma. Ég get nefnt þér eitt dæmi um konu sem ég er með. Hún er með ólæknandi húðsjúkdóm, sem heitir lupus. Hún hafði verið undir læknis- hendi í sex ár og ekki fengið neina bót þrátt fyrir meðferð skinnsér- fræðings. Þegar hún kom til mín gat ég varla snert á henni hársvörð- inn — hún öskraði af sársauka, en á nokkrum vikum tókst mér að Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson lækna hana eins og hægt er. Lækn- irinn sem hún hafði verið hjá var svo ánægður með minn árangur að hann skrifaði tryggingarfélagi konunnar og bað um að félagið greiddi meðferð mína, sem gert var. Ogjmð fannst mér stórkostlegt stökk. Ég varð ákaflega hamingju- söm er ég sá bréfíð frá lækninum um að hann hefði skrifað trygging- arfélaginu, og síðan er félagið ák- vað að greiða meðferðina — því það þótti mér mikil viðurkenning á því sem ég er að gera.“ Hefur þú verið með marga sjúkl- inga? „Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafí verið með marga en mér hefur gengið vel með alla sem hjá mér hafa verið.“ Hefur þér dottið í hug að koma heim til íslands og kynna fag þitt? „Það væri gaman að prufa. Það hefur ekki beinlínis komið til tals en ég hef þó heyrt að það muni jafnvel vera áhugi fyrir því að heyra meira um þetta þar. Ég frétti það frá kunningjakonu minni á íslandi. Og ég hef hitt nokkra íslendinga sem ég held að hefðu áhuga fyrir því að ég hjálpaði þeim. Það eru örugglega margir heima sem þyrftu á slfkri hjálp að halda — það er alls staðar. Það þarf að sannfæra fólk um að þó það byrji að missa hárið má koma í veg fyrir það. Nema ef það erfír hárlosið. Því er ekki hægt að breyta.“ Árdís Jóna Frey- móðs — eða Ar- dis, eins og Bandaríkjamenn kalla hana. Skemmtilegt nám Jonna sagði námið sérstaklega skemmtilegt en engu að síður mikið og erfítt. „Við lærðum mikið í efna- og eðlisfræði og langur tími fór í að læra á smásjá sem notuð er við lækninguna." Hár- og hársvarðarfræðin er ekki stunduð mjög víða, ekki sátt? „Jú, það má segja að fagið sé nýtt. Það hefur verið til hér í Bandaríkjunum í um tíu ár en leng- ur í Evrópu. Fagið er svolítið öðru- vísi byggt upp þar en við stöndum nu framar í því hér. Bretarnir eru nú að taka upp okkar prógramm. Annars er fagið nú til í Ástralíu, Afríku, Nyja-Sjá- lándi og Bretlandi auk Bandaríkj- anna þannig að það er að breiðast út.“ í hveiju felst meðferðin? „í sambandi við hárlos er ég með hátíðnibylgjur og efni sem í eru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.