Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 20.03.1986, Síða 29
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 29 Stóraukinn flutningur á ferskum fiski EIMSKIPAFÉLAG íslands flutti 27.00 tonn af ferskum fiski í gámum til Bretlands og meginlands Evrópu árið 1985 og er það þrefalt meira en árið 1984. Gert er ráð fyrir að félag- ið flytji um 35.000 tonn af ferskum fiski með skipum sínum árið 1986. Ferskfiskflutningar koma nú til viðbótar flutning- um á frystum fiski, saltfiski og skreið með áætlanaskipum félagsins. Fyrst í stað kom ferskur fiskur einkum af Reykjavíkursvæðinu og Suðumesjum en nú er hann fluttur í vaxandi mæli frá Vestmannaeyj- um og ísafirði. Eimskip breytti áætlun strandflutningaskipa þann- ig að nú er ferskur fiskur lestaður á ísafirði á mánudögum og fer áfram með áætlanaskipum til Bret- lands á miðvikudögum. Fjallfoss hefur haft viðkomu í Vestmanna- eyjum hálfsmánaðarlega en á þessu ári bættust við viðkomur Laxfoss svo að nú eru vikulegar ferðir frá Vestmannaeyjum til Bretlands. Laxfoss hóf meginlandssiglingar m.a. til þess að geta þjónað fersk- fiskútflytjendum með flutningi til Bremerhaven. Eimskip hefur einnig flutt ferskfisk á þann markað með norðurlandaskipum um danska höfn. Eimskip pantaði nýlega 120 nýja gáma sem verða sérstaklega búnir til ferskfiskflutninga. Nú er verið að smíða þessa gáma í Þýskalandi og eru þeir væntanlegir til landsins innan 12 vikna. Kaupverð gámanna er um 16 milljónir króna. Hótel við Skúlagötu? EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur að undanfömu kannað hvort skynsamiegt gæti verið fyrir fé- lagið og hagkvæmt að reisa hótel á lóð félagsins við Skúlagötu. Þetta koma m.a. fram í skýrslu stjómar Eimskipafélagsins sem flutt var á aðalfundinum á Hótel Sögu. Jafnframt kom fram að frum- athugun á þessu máli muni ljúka innan skamms. Veruleg aukning á strandflutningum VERULEG aukning varð á strandflutningum Eimskips á síðasta ári, meiri en nokkru sinni fyrr. Strandflutningar sem tengjast inn- og útflutningi jukust um tæp 40%, en frumflutningur til og frá Reykja- vik jókst um tæp 60%. Fullkomnari skip og auknir gámaflutningar hafa gert það að verkum að betur hefur gengið að tengja landsbyggðina flutninga- kerfi félagsins í millilandasiglingum með því að umhlaða gámana í Sundahöfn. Áætlanaskip Eimskipa- félagsins í strandflutningum halda uppi vikulegri þjónustu til ísafjarð- ar, Akureyrar og Húsavíkur og hálfsmánaðarlegri til Sauðárkróks og Siglufjarðar. Auk þess safnar frystiskipið Ljósafoss frystivöru á ströndinni og dreifir ýmsum vam- ingi út á land. Eimskip notar full- komið gámaskip með 35 tonna krönum í strandsiglingamar. í skýrslu stjómar Eimskips kom fram að afkoma í strandflutningum félagsins hefur batnað verulega undanfarna mánuði vegna vaxandi flutninga og hagkvæmari reksturs með nýju skipi. Þó væri ljóst að þessi þáttur í rekstri félagsins skil- aði ekki hagnaði enda ætti félagið þar í samkeppni við Skipaútgerð ríkisins sem nýtur ríkisstyrkja skv. flárlögum á þessu ári sem nema um 119 milljónum króna eða um 34% af tekjum Skipaútgerðar ríkis- ins. Gámaflutningar ná yf irhöndinni EIMSKIPAFÉLAG íslands flutti styklgavöru til og frá Norðurlöndum eingöngu í gámum með gámaskipum árið 1985. Eimskipafélagið rekur nú 6.500 gáma, þar af eru 3.500 gámar í eigu félagsins. Verð- mæti þeirra er um 600 milljónir króna. Eimskip hyggst halda áfram þróun á þessu sviði og felst hún í bættri nýtingu gáma og flutn- ingi á fleiri vörutegundum í gám- um. WmrM Skór §|*^|kór skór tilboðsverði þessa viku. Mikið úrval af kvenskóm: Lakkskór m. háum og lág- umhælkr. Strigaskór margir litir, stærðir frá nr. 35—45 Iþróttaskór háir og lágir, leður, stærðir frá 40-44 Hvítar drengjaskyrtur frá kr. 395. Stuttermabolir, stærðir S-M-Lxl frá kr. 150—195 kr. Buxur, stærðir frá 28—33 kr. 250—395 kr. Peysur, stærðir S-M-L kr. 250—350 kr. Jogging peysur, stærðir S-M-L kr. 250. Mikið úrval af herrabux- um, flestar stærðir frá kr. 795—990. Herranærföt, stærðir S-M-Lkr. 195. Barnajakkar og buxur kr. 585 settið. Sumarjakkar í tískulitun- um, stærðir S-M-L kr. 990. Herrapeysur S-M-L kr. 740. Ullarjakkar kr. 2.900. Dragtir kr. 950. Kuldaúlpurkr. 1.990. Jakkarfrá kr. 290. Barnajogginggallar nr. 6-14 kr. 1.190. Herraskyrtur, mikið úrval kr. 490. Barnasokkar frá kr. 25, herrasokkarfrá kr. 85. Hljómplötur, verð frá kr. 49—299, áteknar kassettur kr. 199, óáteknar kassettur 90 mín. kr. 99. Þvottalögur sótthreinsandi á kr. 10, þvottabalarfrá kr. 319—348. Vöruloftið Sigtúni 3, sími 83075

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.