Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 39

Morgunblaðið - 20.03.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 39 Keflavík: Eldsvoði í/hraðfrysti- húsi Keflavíkur hf. SLÖKKVILIÐIÐ I Keflavík var kallað að hraðf rystihúsinu Kefla- vík hf. á þriðjudagskvöldið og logaði þá þó nokkur eldur í véla- sal. Myndaðist þar mikill reykur en greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins. Ekki eru nema tvö ár siðan meginhluti hússins eyði- lagðist í miklum bruna. Eldurinn á þriðjudagskvöld kviknaði út frá rafmagni. Brann út frá stofnrás, þannig að slökkviliðið gat ekki hafist handa fyrr en straumur hafði verið tekinn af hluta bæjarins og tengingin rofin. Menn höfðu verið að störfum í vélasalnum til klukkan sjö og vélstjórinn yfirgaf varð vart. Eldurinn breiddist lítið út. Aðallega brunnu klæðning og rafleiðslur og milliveggur í vélar- salnum og urðu töluverðar skemmdir í salnum. Enginn fiskur varð fyrir skemmdum, og það sem var í frystingu var flutt í annað frystihús. Keflavík hf. varð fyrir miklu tjóni vorið 1984 þegar aðalvinnsluhúsið brann. Það var ekki endurbyggt og dró frystihúsið mikið saman seglin, og má búast við að við þennan eldsvoða minnki starfsemin enn frekar. —efi Morgunblaðið/Einar Falur ^ Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins eftir að rafstraumur hafði verið tekinn af húsinu. Hér koma slökkviliðsmenn fyrir blásara til að minnka reykinn í vélarsalnum. salinn um hálftíma áður en eldsins Erindi um mannerf ðafræði Ættfræðifélagið heldur félags- fund á Hótel Hofi í kvöid klukkan 20.30. Ólafur Jensson læknir mun flalla um framfarir í mannerfða- fræði. Skemmtun fyrir verzlunar- skólanema FIMMTUDAGINN 20. mars verð- ur haldin skemmtun fyrir út- skrifaða Verslunarskólanema. Skemmtunin verður í Hollywood og hefst hún klukkan 21.00 og stendur til 2.00. Þar verður margt til gamans gert til þess að riíja upp hin gamla „Versló-anda", svo dæmi sé nefnt þá verða gamlir verslingar með atriði sem slógu í gegn á sínum tíma á skemmtikvöldi. (Fréttatilkynning) Ættgengi brjósta- krabbameins í ÞRIÐJUDAGSBLADI Morgun- blaðsins var sagt frá rannsókn- um á ættgengi bijóstakrabba- meins f íslenzkum konum, sem Hrafn Tulinius læknir gerði grein fyrir á ráðstefnu um erfða- rannsóknir. Mistök urðu varðandi frásögn af niðurstöðunum. Þær niðurstöður, sem þegar liggja fyrir sýna, að konur, sem eiga móður og/eða systur, sem fengið hefur sjúkdóm- inn, eru í 2,6-falt meiri hættu að fá bijóstakrabbamein en aðrar konur. Og konur, sem eiga föður- eða móðursystur sem fengið hefur sjúkdóminn, eru í 1,7-falt meiri hættu en aðrar konur. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! R £ mm Drekkum mjólk daglega Talið er að þriðjungur kvenna yfir sextugu þjðist af beinþynningu Afleiðingar beinþynningar geta orðið ískyggilegar; alvarleg bœklun vegna minnstu áfalla, því beinin verða stökk og gróa seint og illa Mjólk í hvert mál Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Böm I -10 óra 800 3 2 Unglingar 11-18 óra 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðlð 800*" 3 2 Ófrískar konur og brjóstmœður 1200*“ 4 3 • Hér er gert róð fyrlr crð allur dagskammturlnn at kalkl koml úr mjólk. “ Að sjðlfsögðu er mögulegt að (ö allt kalk sem llkamlnn þarf úr öðtum matvœlum en mjölkurmat en sllkt krefst nökvœmrar þekklngar ö nœtlngarfrœðl. Hér er mlðoð vlð neysluvenjur elns og þœr tlðkast I dag hér ó landl. ” Marglr sérfrœðlngar telja nú oð kalkþörf kvenna eftlr tlðahvörf sé mun melri eða 1200-1500 mg ö dag. Nýjustu staðlar fyrlr RDSI Bandarfkjunum gera röð fyrirl200tinó00mgödag fyrir þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamfn, A-vítamín, kalíum, magnfum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og við- halds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst f líkamsvókvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóð- storknun, vóðvasamdrótt, hjartastarf- semi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að Ifkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vftamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. saman. Tíðni beinþynningar hjá körlum er miklu minni en afleiðingamar ekki síður slœmar. Með að minnsta kosti tveimur mjólkurglösum á dag má spoma gegn kalkskortinum og vinna þannig á móti þessum óvœgna hrömunarsjúkdómi og afleiðing- um hans. Fyrir þennan aldurshóp er mœlt með léttmjólk eða undanrennu fremur en fullfeitri mjólk. * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna Xws*. j f --- i ■ - ‘ X Helstu heimiör Bæklingunnn Kak og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nulrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Calloway, Holt Ránhardt and Winston, 1984. s MJÓLKURDAGSNEFND >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.