Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 27 Stefán Hörður Grímsson: Lífið væri fátækara ef ekki væm ljóð „Það er aldrei hægt að neyða ljóð upp á nokkurn mann, en það er ágætt að hafa ljóðakynningar, þá koma þeir sem eitthvað hafa að sækja. Ljóðið ratar til sinna, eins og Þorsteinn frá Hamri segir. Ég héf því ekkert nema gott um Dag ljóðsins að segja, og mun sennilega hlýða á upplestur, þótt ég sé orðinn leiður á ljóðum," sagði Stefán Hörður Gímsson. „Þú mátt ekki misskilja mig, ég hef unnið svo lengi við ljóðlist og þegar maður vinnur lengi við sama hlutinn leitar maður annað eftir upplyftingu, og ég hef mikið yndi af klassískri tónlist. Ljóðið er mér í blóð borið, en þó get ég lítið um það sagt. En senni- lega gegnir það svipuðu hlutverki og tónlist og myndlist. Lífið væri fátækara ef ekki væri ljóð, ekki satt? Kannski er það dálítið sér a parti í bókmenntum; það tilheyrir ekki skemmtanaiðnaðinum, en gæti svarað til æðri tónlistar. Þó er ljóð ekki neitt sem höfðar sérstaklega til heynarinnar. Ljóðs er ekki hægt að njóta að fullu nema í fallegri bók og lesa það. Menn fá ekki mikið út úr því að hlusta á ljóð ef þeir hafa ekki lesið það áður og skilið. Fræg- ur maður sagði eitt sinn að það væri erfíðara að skilja gott kvæði en yrkja miðlungskvæði," sagði Stefán Hörður Grímsson. Stefán Hörður Grímsson Vilborg Dagbjartsdóttir; Ljóðinu þarf að hvísla „Ljóðið er ákaflega viðkvæmt form, sem ekki er hægt að þrengja upp á fólk. Það þarf að skapa réttar aðstæður tii að hægt sé að veita því viðtöku og fólk verður að vilja taka við því. Ég Jakobína Sigurðardóttir; Að deila tilfinningn „Mitt mat á ljóðinu er kannski gamaldags, en í mínum huga er ljóðið tilfínning sem skáldið lang- ar til að deila með öðrum," sagði Jakobína Sigurðardóttir. „Mér finnst að ljóðagerð eigi mjög erfítt uppdráttar á íslandi núna. Það þarf mikið hugrekki til að halda úti ljóðagerð hérlendis; flest skáld þurfa að gefa út kver sín á eigin kostnað, án þess að eiga mikla von um að sú útgáfa skili sér aftur í peningum. Það er ekki beinlínis lífvænlegt starf að vera skáld, og nú á tímum peningahyggju er ekki skrítið að íjóðið sé á undanhaldi. En vonandi hætta menn þó aldrei að yrkja ljóð og gefa út, því vissulega hefur ljóðlist mikilvægu hlutverki að gegna í mannlífínu, eins og öll list. Ljóðið er stór hluti af menn- Jakobína Sigurðardóttir ingu okkar íslendinga, sem ekki má glatast," sagði Jakobína Sig- urðardóttir. Kristján frá Djúpalæk: Komið ofát í g-emlingana „Ég hef það á tilfínningunni að ljóðlist sé ekki sá hluti af lífí þjóðar- innar sem áður var. Þar vantar töluvert á og sennilega er skáldun- um fremur um að kenna en fólkinu í landinu. Hvers vegna? Jú, það er varla nokkur ástæða til þess að fólk fái ógeð á því sem það naut áður nema eitthvað sé breytt og því líki ekki bragðið," sagði Kristján frá Djúpalæk. „Það kann að vera — eins og gerist Kristján frá Djúpalæk stundum í sveitinni — að það sé komið ofát í gemlingana. Mér sýnist að dýrkun ljótleikans sé tekin við af dýrkun fegurðarinnar, ekki bara á sviði ljóðsins, heldur almennt. Ég kenni ekki fólkinu um þetta, frekar þeim sem valdið hafa og matreiða ofan í það. Ég óttast mjög að ljóðið í heiid sinni sé orðið útundan; þróunin Ieit- ar sífellt meira út í það myndræna en orðræna. Þó örvænti ég ekki endilega um ljóðið; ég reikna með að það skrimti og eigi sína upp- risudaga, því það er flóð og ijara í ljóðinu eins og öðrum hlutum. Dagur ljóðsins er merkilegt fyrir- brigði ef tekst að fá fólkið til að taka þátt í honum. En ég hef haft litlar spurnir af þessum degi og ekki verið kvaddur til verka, en mér sýnist slíkur dagur eiga fullan rétt á sér,“ sagði Kristján frá Djúpalæk. las upp á degi ljóðsins í fyrra og naut þess mjög, vegna þess hve vel fólkið tók við og var þakklátt skáldunum. Menn voru komnir til að hlusta. Nú fer ég upp á Skaga og les og hlakka mjög til, því ég veit að þar verður fólk sem hefur boðið ljóðinu til sín,“ sagði Vilborg Dagbjartsdóttir. „Það er ekkert eins erfítt og að flytja ljóð þar sem það er ekki velkomið. Það er ekki hægt að hrópa ljóð, það verður að hvísla því. Ys og hávaði nútímalífsins er ljóðinu fjandsamlegur, því það þarf ró og þögn. Ef til vill er ljóðið form sem höfðar ekki til allra. Margir komast af án þess, en það er líka alltaf ákveðinn hópur samfélags- ins sem getur ekki lifað án ljóðs- ins. En á einhveiju skeiði ævi sinnar eru þó allir skáld. Það er varla til sá maður sem ekki hefur á góðum stundum fundið hjá sér þörf til að yrkja ljóð og hefur jafnvel gert það. Einmitt vegna þess ættu allir að geta notið ljóðs- ins, séu rétt skilyrði og aðstæður fyrir hendi," sagði Vilborg Dag- bjartsdóttir. Vilborg Dagbjartsdóttir Erindi lj óðsins við lífið eftir Ingimar Erlend Signrðsson Fleyg er sú Ijóðsetning Steins Steinarr: Og ég var aðeins til í mínu ljóði. Þó að þessi setning sé eflaust ósönn, þvf enginn maður getur aðeins verið til í sínu ljóði, er hún engu að síður yfirlýsing manns, sem er skáld, um að hann hafí fundið lífi sínu tilgang er vert sé að lifa og deyja fyrir; enda segir sami maður annars staðar: að það sem geri menn að skáldum sé lífsháski, og á þá eflaust við sálarháska. Þetta eru stór orð og frammi fyrir þeim verðum við lítil. En þegar betur er að gáð, þá gilda þau um hvern mann, hvort sem hann er skáld eða ekki og hvort sem hann er læs á líf sitt og ljóð eða ólæs: hyer nútímamaður er staddur í sál- arháska; það sannast ekki síst af örvæntingarfullri neyslu hans, eink- um æskumanna, á eiturlyfjum, innri eyðileggingarfysn mitt í ytri upp- byggingu — eyðimerkurgöngu í allsnægtum. Nútímann skortir ekki aðeins tilgang að lifa og deyja fyrir heldur stendur hann frammi fyrir missi þess dýrmætasta: missi eilífðarvit- undar sinnar. Á því leikur enginn vafí að skeíjalaus, jafnvel deyðandi, sólgni viðkvæmra ungmenna í eit- urlyf, vímugjafa, er fólsk uppbót þessa yfirvofandi missis; þar kom- ast þeir í stundlega snertingu við eilífð, svo undarlega sem það hljóm- ar. Samband hins stundlega við hið eilífa hefur verið rofið með svotil einhliða áherslu á veraldleg gæði og góss, sem til lengdar veita enga fyllingu, lífsfyllingu. Missi maður- inn eilífðarvitund sína missir hann mennskuna, það sem greinir hann frá dýrinu, með öðrum orðum: hann hættir að vera skapandi, svo í lífi sem í ljóði. Ingimar Erlendur Sigurðsson Efnishyggjan sem hófst upp af rústum síðari heimsstyijaldar hefur skapað auðn í vitund mannsins: andlega efnishyggju, að lokinni uppbyggingu stofnana og viðreisn- ar efnahagslífsins, og sú auðn er honum hættulegri en heimsstyijöld- in var, hún gerir hann fátækari, allslausari en allar rústir styijaldar- innar. Hin andlega efnishyggja er þeim mun hættulegri að hún er óá- þreifanleg og ógnar manninum svotil eingöngu innanfrá; og hennar vegna gæti hann í örvæntingu háð sína hinstu heimsstyijöld, útrým- ingarstyijöld við eigið líf, allt líf. Er það ekki augljóst að ljóðið á brýnt erindi við nútímann, brýnna en við nokkum annan tíma; að maðurinn á í því áríðandi erindi við sjálfan sig? Fyrri tíðar mönnum var það ef til vill leikfang, nútíðar mönnum hlýtur það að vera líffang. Vegna þess að það varðveitir eilífðarvitund mannsins, þar er hann enn að mestu ósnortinn af firringu, því það er sprottið af eðlislægri leit mannsins að tiigangi lífs og dauða. Það er faðmlag hins stundlega við hið ei- lífa: erindi þagnar við hávaða, hins dulda við hið opna, hins innra við hið ytra, hins yfírskilvitlega við hið skiljanlega; í því býr sú einvera sem er samvera, sálar við sál, einvera án einmanaleika, en einmitt þar er missir mannsins hvað augljósastur og mestur, hann hefur misst einveru sakir innihaldslausrar íjölmiðlunar og situr uppi með einmanaleika í landamæralausum heimi, þar sem hann er samtímis á öllum stöðum; svo þverstæðufullt klofíð — er líf hans. Enginn skilji þessi orð svo, að ljóðið sé einskonar heilagur andi. Það frelsar engan mann, býr honum ekki nýtt líf í bijósti innsta kjama, almættis guðs í dul og dagsljósi; en það er ein af fáum samgöngu- leiðum sem enn standa mönnum opnar, sálum þeirra, þar getur hver maður, Ijóðskáld sem lesandi, sagt með sanni: Og ég var aðeins til í mínu lífí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.