Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 28

Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 M. Halldor Julíusson, forsíöðuniaður Sólheima í Grímsnesi ásamt Þórhildi dóttwr sinni. en auk hennar og Asthildar systur hennar eru þó nokkur börn á Sólheimum. Að lifa sínu lífi á eigin forseodum Sólheima í Grímsnesi, meðferðarheimilið fyrir þroskahefta, sem Sesselía Sigmundsdóttir stofnaði árið 1930, kannast margir við, enda var tilvist þess rækilega kynnt landsmönnum á liðnu ári, þegar einn vistmanna, Reynir Pétur Ingvarsson, gerði sér lítið fyrir oggekk hringinn í kringum landið í því skyni að safna fé til byggingar íþróttahúss á staðnum. Með tilkomu iþróttahússins, sem væntanlega verður vígt fyrsta vetrardag nk., verða á Sólheimum 15 hús, sex heimili fyrir vistmenn og starfsmenn, auk vinnustofa, gróðurhúsa, starfsmannahúsa og Sólheimahússins sjálfs, en í því eru skrifstofur, matsalur, vinnslusalur, saumastofa, kennslustofa ofl. Nú nýlega var svo tekin fyrsta skóflustunga að tveimur nýjum vistmannahúsum. Það er þvi ört vaxandi byggð á þessari jörð í Grímsnesinu, sem er í um þijátíu kílómetra fjarlægð frá næsta þéttbýliskjama, á Selfossi. „Sú einangrun sem getur orðið hér, á vetuma sérstaklega, hefur stundum verið gagnrýnd,“ segir forstöðumaður heimilisins, Halldór Júliusson. „Gallarair em aðallega þeir að langt er að sækja aðföng, hvort heldur er til Selfoss eða Reykjavíkur og hingað er ekki haldið uppi stöðugum samgöngum. Hins vegar erþessi einangrun ekki bara galli, hún getur líka verið kostur í meðferðarstarfinu. Menn hlaupa a.m.k. ekki frá áhyggjunum og komi upp vandamál verður að leysa þau á staðnum." Lítum á samfélagið hér sem meðferðartæki „Við lítum á þetta litla samfélag sem meðferðartæki, enda bjóða aðstæður upp á mjög góða yfírsýn og stjóm, bæði á heimilis- haldi og vinnu,“ segir Halldór og kveður þær aðstæður henta mörgum þroskaheftum mjög vel, en tilgreinir sérstaklega þá sem eru á mörkum vangefni. „Aðstæður hér hafa reynst mjög vel fyrir fólk sem hefur átt við félagslega og geðræna erfíðleika að stríða, auk greindarskerðingar. I þéttbýlinu býður það oft hvert skipbrotið á fætur öðm og líður fyrir það að hafa kannski góðan málþroska og skilning á því sem er að gerast í kringum það, en ekki að sama skapi skynsemina til að velja og hafna. Þetta fólk er hér í kannski fimm, sex ár en fer þá annað, ýmist í einhverskonar sambýli eða sambúðogerþábeturundirslíktbúið. ,1 Vinnulotur í stað vaktakerf is - Er þjónusta og meðferð þroskaheftra á Sólheimum í einhveiju frábmgðin því sem gerist annars staðar, með tilliti til þess hvar heimilið er staðsett? „Meðferðin er á margan hátt frábmgðin og hefur sérstöðu miðað við mörg önnur heimili. Sérstaðan er fyrst og fiemst fólgin í starfsaðstæðum, flestir starfsmenn búa á staðnum og starfsfólkið vinnur í vinnulotum en ekki skv. vaktakerfi, sem hefur það í för með sér að sama starfsfólk umgengst vist- mennina og færri mannaskipti verða og það eykur tilfinningalegt öryggi vistmanna. Hvað þessar heimilisaðstaeður varðar kom- umst við næst fósturheimili. Það sem verið er að kenna hér og vinna er svipað því sem gerist annars staðar, en við emm mjög virk í okkar frítímastarfi og mjög meðvituð um það að allir þessir þættir verða að ganga upp, ekki bara vinna og kennsla, við erum þama að byggja upp líf fólks," segir Halldór. Minni stofnanir hér en ytra „Það hefur lengi verið í gangi umræða í þjóðfélaginu um hvemig meðferð og þjón- - ekki þrátt fyrir sína fotlun heldur með sinni fotlun, er mannréttindakrafa fatlaðra, segir Halldór Júlíusson, forstöðumaður Sólheima í Grímsnesi, í viðtali um heimilið og málefni þroskaheftra ic Þessi mynd er tekin i gróðurskála nýjasta ibúðarhússins á Sólheimum, en það var vigt í desember sl. I húsinu búa 8 vistmenn, auk tveggja starfsmanna, hjónanna Guðnýjar Sigf úsdóttur og Grétars Kristjánssonar. Gunnar Kárason, sá vistmanna sem lengst hefur dvalið á Sólheimum, frá árinu 1936, hefur þá sérstöðu að búa einn i litla „Ommuhúsinu", sem hann hefur svo rækilega skreytt með eigin hannyrðum og myndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.