Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 35

Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 gjarnan eru lagðirá „tímabundið", en gróa svo fastir og eru öllum til ama. Það þurfa að gilda í þessu eðlileg markaðslögmál. Núgildandi kvóta- kerfi er ekki nógu gott, enda var það upphaflega sett á til eins árs og flestir sammála um að það gæti ekki gengið tii lengdar. Það tryggir ekki þjóðinni næga hagkvæmni. Ekki nógu mikinn hagnað. Samt þarf veiðistjóm. Sumir vilja að íslenska ríkið selji kvótann. Ég er ekki tilbúinn að taka undir þau rök að sinni, enda vil ég reyna vinnslustöðvakvóta fyrst og sjá hvemig hann reynist. Éins og ég hef bent á í ræðu minni um daginn og hér að framan þá tel ég að ná mætti mun meiri hag- kvæmni út úr því fyrir alla aðila. Ef við tökum þetta saman. Fiskvinnslan fær kvótann. Hún á stóran flota skipa, sm hún getur sett á veiðar, en þeir bátar verða að vera samkeppnisfærir, því fleiri eiga skip í landinu og útgerðarmenn þeirra gera tilboð í að sækja við- komandi kvóta og í bráð og lengd verða fiskvinnslufyrirtækin hvert af öðm að taka hagkvæmustu til- boðum. Ella verða þau undir. Skip- um fækkar, afli eykst á hag- kvæmustu skipin. Tekjur hvers skips aukast, afkoma batnar. Eitt- hvað færri atvinnutækifæri í boði á sjó, en atvinna eykst í landi meira en því nemur. Góðir sjómenn fá góð pláss og góðar tekjur. Fiskvinnslan skipuleggur betur vinnslu í landi og það eykur nýtingu. Hráefnisverð pr. kíló upp úr sjó lækkar. Afkoma fiskvinnslunnar batnar. Fiskvinnsl- an leggur meira fé í vömþróun og framfarir og getur greitt fisk- vinnslufólki hærri laun. Það, sem mestu skiptir þó, er, að afkoma í sjávarútveginum mun í heild batna, afkoma útvegsmanna, sjómanna og fiskvinnslufólks og það mun þegar í stað hafa bætandi áhrif út í þjóðlífið allt. Þeir einir munu tapa, sem ekki vilja bregðast við breyttum aðstæð- um og munu reyna að gera út óhag- kvæm skip á óhagkvæman hátt, en þeim skipum mun fljótt fækka. Þeir verða að taka sig á eða hætta ella. Hin eilífa deila um fiskverð verð- ur úr sögunni. Samningar um „fisk- verð“ flytjast í annað og eðlilegra horf. Útflutningur á ferskum fiski Ég ætla ekki að hafa þessi orð miklu fleiri hér. Við íslendingar stöndum frammi fyrir miklum vanda að þurfa að skipta takmörk- uðum afla úr sameiginlegri auðlind á milli þjóðarinnar á sem hag- kvæmastan hátt. Ég hef á undan- fömum vikum reynt að útskýra hvemig ein leið væri fær. Til þess reyni ég að stilla upp módeli af þeirri leið og útfæra það. Auðvitað em til margar aðrar leiðir til að nálgast þennan vanda. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að sú leið, sem þetta módel lýsir, er bara ein af mörgum öðmm og er gölluð eins og aðrar leiðir, sem nefndar hafa verið, en ég er sann- færður um að hún er fær og ég tel fullvíst, að hún sé þjóðarheildinni hagkvæmari en sú aðferð, sem við notum í dag. Ég held að við eigum aðrejma. í ljósi þeirrar reynslu, sem af því fæst, eigum við að útfæra aðferð við skiptingu auðlindarinnar, sem gerir ráð fyrir jöftium möguleikum allra, sem í hana vilja sækja, þó að þeir fái það ekki nema það skili mestum arði til þjóðarinnar. Á merku málþingi, sem sjávarút- vegsráðherra gekkst fyrir í Vest- mannaeyjum fyrir viku, var talsvert rætt um kvótann eins og flest annað, sem snertir sjávarútveginn. Þar komu fiam stcrkar raddir um að núverandi fyrirkomulag veiði- stjómar væri ekki heppilegt, en skiptar skoðanir vom um hvað koma skyldi í staðinn. Þar og víðar var nefnt, að leið út úr þessum vanda kynni að vera skipting kvótans milli veiða og vinnslu í einhveijum hlutföllum, t.d. til helminga. Kannski er sú leið fær, en ég tel því miður ekki líklegt, að hún reyndist heppilegt. Okkur verður tíðrætt um vanda- málin hér heima, en okkur er einnig brýn nauðsyn að taka höndum saman og reyna að ná rétti okkar í tollaviðskiptum okkar við ná- granna okkar. Það er ófært að láta td. Þjóðveija og Breta í skjóli toll- vemdar Evrópubandalagsins hrifsa til sín stærri og stærri hlut af hrá- efninu okkar. Það hefur t.d. sýnt sig, að út- flutningur af ferskum flökum í flugi á fullan rétt á sér. Á þeim flökum er þó 15 til 18 prósent tollur á meðan óunninn fiskur er tollfrír. Þessu eigum við ekki að una, enda augljóst, að ftystihúsunum er næsta auðvelt að nýta vinnslurás- imar að ftystitækjunum og ná góð- um árangri við útflutning á 'ferskum flökum, þegar það á við, ef tollpró- sentan fæst lagfærð. Á ráðstefnunni í Eyjum kom fram skýr skilningur þátttakenda á nauðsyn þess að viðhalda langtíma viðskiptum íslendinga við fyrirtæki og þjóðir, sem reynst hafa okkur tryggir og góðir viðskiptavinir, enda þótt um sinn væm aðrar lausnir í boði, sem gætu gefið stundargróða. Jafnframt töldu menn, að áreið- anleiki væri snar þáttur í því að halda háu útflutningsverði og því yrði að sinna öllum mörkuðum, enda þótt gengissveiflur og aðrar óviðráðanlegar jrtri aðstæður kynnu að gera það erfitt um sinn. Undir þetta sjónarmið er rétt að taka sterklega. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og dótturfyrirtæki hennar erlendis hafa öðm fremur notið þess að teljast áreiðanleg í viðskiptum og tryggja viðskiptavinum stöðugt framboð af gæðavöm. Á ölium fiskmörkuðum á íslensk- ur fiskur í harðri samkeppni við. aðra seljendur, bæði að fiski og annarri matvöm og við megum hvergi slaka á. Ég þekki vel það orð, sem fer af íslenskum saltfiski í Suður- Evrópu og á ferð minni um freð- fiskmarkaðina beggja vegna Atl- antshafsins í vetur varð ég þess mjög var, hve staða fyrirtækja okkar erlendis er sterk. Sú mikla viðskiptavild, sem við eigum út um víða veröld, mun halda áfiam að skila okkur hæsta verði á öllum mörkuðum, ef við bemm gæfu til að standa þétt við bakið á sölumönnum okkar og gera þeim kleift að sannfæra viðskiptavini okkar um gæði, áreiðanleika og stöðugt framboð. Við eigum að vera fremstir. Skrifstofuvélar hf kynna nýjungar á PC tölvum og búnaði frá IBM. Meðal þess sem við kynnum er öflugra minni frá 256k upp í 10,5MB, stærri diskar frá 10MB upp í 60MB, meiri vinnsluhraði, nýtt hnappaborð og síðast en ekki síst, ný AT tölva, hraðvirkari og öflugri en áður. Þetta eru atriði sem eru sannarlega frekari athugunar virði. Með IBM PROPRINTER eða QUIETWRITER tölvuprenturum verður öll útskrift á gögnum hraðvirk og hljóðlát, með vönduðu letri og snyrtilegum frágangi. Auk IBM PC bjóðum við til sölu IBM system 36 tölvubúnað í þremur stærðum ásamt tilheyrandi notendahugbúnaði. STOÐFORRITIN Áætlunarstoð ... kr. 6.000 Skrástoð ......kr. 6.000 Myndstoð ......kr. 6.000 Skýrslustoð......kr. 5.100 Ritstoð................kr. 6.000 Teiknistoð.......kr. 6.200 PRENTARAR Proprinter ................... kr. 27.000 Quietwriter ................... kr.61.000 Quietwriter m/grafík.......... kr. 76.000 Arkamatari f/Quietwriter...... kr. 17.500 Pappírsdragari f/Quietwriter . kr. 3.900 TÖLVUR IBM PC............kr. 95.800 IBMPC/XT20MB......kr. 156.200 IBM PC/AT 20MB....kr. 226.100 IBM PC/AT-3 30 MB ... kr. 258.300 1986 1946 V Hverf isgötu 33, s í mi: 20560 Tölvudeild Akureyri: Gránufélagsgötu 4, sími: 96-26155 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.