Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 72

Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 72
gELJROCAHP) SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Höfn í Homafirði: —> Utvarpið mælist vel fyrir „ÞETTA gengur alveg ljómandi vel. Það hafa komið upp alls konar vandamál, en fólk erekkert að kippa sér upp við það. Útsend- ingin hefur mælst vel fyrir og samkvæmt því sem við höfum frétt er hlustunin mikil,“ sagði Albert Einarsson, sem hefur umsjón með svæðaútvarpi Sjálf- stæðisflokksins á Höfn í Horna- firði, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Útsending hófet á föstudags- morgun og sent var út til klukkan 10 um kvöldið. í gær var sent út anan daginn til miðnættis og í morgun átti útsending að he§ast klukkan 10 og standa fram til há- degfe, en þá verður sendirinn fluttur til Vestmannaeyja, þar sem Sjálf- stæðismenn verða einnig með svæðaútvarp. Albert sagði að efnið sem þeir sendu út væri blanda af tónlist og þáttum um ýmis efni, svo sem ferða- mál og garðyrkju og minningar frá Höfn hefðu verið riQaðar upp, auk frimaefnis. Framboðsfundi. allra -^Mrka var útvarpað í gær og gat fólk hringt og lagt spumingar fyrir frambjóðendur. Hann sagði að hringt væri í fólk úti í bæ og hefðu þeir átt í talsverðum erfíðleikum með þá hlið mála til að byija með, en þau vandamál virtust nú leyst. Albert sagði að hátt í 20 manns störfuðu að útsendingunni og hefði enginn þeirra neina reynslu af út- varpi. Sér hefði komið á óvart hvað unga fólkið stæði sig vel, það væri eins og þaulvanir útvarpsmenn. Hann sagði að undirbúningstími hefði verið með stysta móti, þar sem dregist hefði að fá endanlegt sam- þykki hjá útvarpsréttamefnd fyrir útsendingunni, þar til í þessari viku. Þeir hefðu hins vegar viljað vanda ^^fféira til útsendingarinnar og undir- búa hana betur, en til þess hefði ekki gefist nægur tími. „En við höfum fengið dýrmæta reynslu, sem við búum að,“ sagði Albert. AFRIKUHLA UPIÐ ERIDAG Morgunblaðið/RAX Afrikuhlaupið hefst í dag klukkan 15 í Lækjargötu eftir skemmt- un á Lækjartorgi. Hlaupnar verða þijár mismunandi leiðir og lýkur hlaupinu á sama stað og það hófst. Fjársöfnun rennur til þess að annast rekstur barnaheimilis í Eþíópíu. í gær var drengja- landsliðið í knattspyrnu á æfingu á Laugardalsvelli, þegar Hólm- fríður Karlsdóttir, Ungfrú heimur, Sif Sigfúsdóttir Ungfrú Skand- inadia og Ómar Ragnarsson fréttamaður brugðu sér í Afríkuboli til þess að minna á keppnina. Sjá nánar um hlaupið á bls. 3. Leggja má 3—400 kíló- metra af bundnu slitlagi ef þijár krónur af verði hvers bensínlítra verða látnar renna til varanlegrar vegagerðar VERÐI hætt við frekari lækk- anir á bensíni og þijár krónur af verði hvers bensínlítra látn- ar renna til lagningar bundins slitlags á þjóðvegi landsins væri hægt að leggja 3—100 kílómetra fyrir það fé sem fengist á árinu. Ráðherrarnir Sverrir Hermannsson og Matt- hías Bjarnason hafa beitt sér fyrir þessu I ríkisstjórninni eins og fram hefur komið. Fiskeldisskýrsla rannsóknaráðs: Framleiðslan 25.000 tonn af matfiski um aldamótin Ekki verið sýnt fram á hagnað fyrirtækjanna þegar verð á laxi fer að lækka I SKÝRSLU Rannsóknaráðs ríkisins um þróun fiskeldis er talið að fremur vænlega horfi fyrir fiskeldi á næstu árum, þar sem fisk- neysla og nýjar leiðir í verslun með fískmeti benda til verulegs markaðsvaxtar. Fram kemur að fyrirliggjandi hugmyndir bendi til þess að ársframleiðsla hér á landi gæti orðið að minnsta kosti 25 þúsund tonn af matfiski um næstu aldamót, ásamt 40 milljón göngu- seiðum og hrognum. Útflugningsverðmæti gæti numið 20—25% af útfíutningsverðmæti landsmanna og veitt 1.700 til 2.000 manns vinnu. Skýrslan er byggð á athugunum starfehóps sem rannsóknaráð skip- aði ánð 1982 til að gera útttekt á ^atunarmöguleikum í fiskeldi hér á ? ilndi og benda á leiðir fyrir opinbera aðila til að styðja við framfarir og uppbyggingu í þessari nýju atvinnu- grein. I skýrslunni er lýst þeim nátt- úruforsendum, sem fiskeldi hér á landi hlýtur að byggjast á, kostum og annmörkum. Einnig er lýst þeim fisktegundum og eldisaðferðum, sem helst koma til álita hér á landi. Bent er á að ekki verður nema að tak- mörkuðu leyti byggt á erlendri reynslu við hérlendar aðstæður. Fiskeldi hér á landi er mun Ijárfrek- ara í stofnkostnaði en annars staðar og mun samkeppnishæfni islensku fyrirtælganna því byggjast á að þau geti nýtt sér þá möguleika að stjóma þroskaferli eldisfisksins þannig að sem örastur vöxtur og mest fram- leiðsla fáist á hveija ^árfesta krónu. í skýrslunni er bent á að hvergi hafi með óyggjandi hætti verið sýnt fram á að fiskeldi verði rekið með hagnaði til langframa hér á landi þegar verð á laxi tekur að lækka, eins og búist er við eftir lok þessa áratugar. Sagt er að rannsóknir í þágu fisk- eldis hafi veríð vanræktar að miklu leyti og biýna nauðsyn beri til að stórefla þær til að draga sem mest úr hættu á mistökum og áföllum í þeim miklu og dýru framkvæmda- áformum, sem byijað er á eða hafa verið kunngerð. Lagt er til að komið verði á skipulagðri samvinnu opin- berra aðila og einkaaðila um rann- sóknir í þágu fiskeldis og verði eftir föngum nýtt sú aðstaða sem verið er að koma upp á ýmsum stöðum til að afla upplýsinga um ýmis undirstöðuatriði í líffræði og lífeðlis- fræði eldisfiska, fyrst og fremst Atlantshafelaxins. Lagt er til að af opinberri hálfu verði lagðar 35 millj- ónir kr. árlega næstu 5 árin í rann- sóknir á þessu sviði. Jafnframt verði hlutverk Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði endurmetið og hún gerð að tilraunastöð í fiskeldi, fýrst og fremst til að sinna hluta þeirra lang- tímarannsókna sem ekki er eðlilegt að einstaklingar geti sinnt. í frétt frá rannsóknaráði segir að ráðið hafi þegar hafist handa um að fylgja ýmsum af tillögum skýrsl- unnar eftir. Meðal annars hafi dijúg- um hluta styrkja rannsóknasjóðs verið úthlutað til rannsóknaverkefna í fiskeldi. Þá hafi framkvæmdanefnd rannsóknaráðs nýlega skipað starfs- hóp til að hafa með höndum sam- ræmingu á rannsóknum i þágu fisk- eldis. Að sögn Snæbjamar Jónssonar vegamálastjóra seljast um 130 milljónir bensínlítra hérlendis á ári. Ef Vegagerðin fengi til viðbótar þijár krónur af hveijum seldum lrtra yrðu það nær 400 milljónir króna. Snæbjöm sagði, að það kostaði að meðaltali um eina millj- ón króna að leggja hvem kílómetra bundins slitlags, kostnaðurinn væri svolítið misjafn eftir breidd vegar- ins. í þessu dæmi er þó gengið út frá því að vegurinn sé að fullu undirbyggður og styrktur. Snæbjöm sagð hins vegar að dæmið væri ekki svona einfalt, t.d. væm ekki nema um 140—200 kfló- metrar vega, auk þein-a 200 kfló- metra sem á að klæða í ár, sem væru nógu háir og burðarmiklir til að hægt væri að klæða þá. Aðra vegi þyrfti að hækka og styrkja áður en þeir yrðu lagðir bundnu slitlagi, með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi. Kostnaður við hvem kflómetra er nánast hinn sami nú og í fyrra þrátt fyrir 25—30% hækkun verð- íags. Munar þar mestu, að asfalt, sem notað er í malbik, hefur lækk- að í verði um nær 50% frá því í fyrra, að sögn Snæbjamar Jónas- sonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.