Morgunblaðið - 01.06.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 01.06.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR X. JÚNÍ 1986 5 Frá opnum sýningarinnar. Á myndinni má meðal annars sjá Garðar Sveinsson og Friðrik Jesson. Náttúrugripasafninu gefið merkt steinasafn V estmannaeyjar: V estmannacyj um. FYRIR skömmu var opnuð ný deild við Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum sem hefur að geyma hluta af stórmerkilegu steinasafni Sveins Guðmundssonar frá Arnarstapa í Eyjum. Safnið telur allt yfir 900 steina og í því er að finna margar gerðir sömu tegundar, bæði merkilega og verðmæta steina. Hefur nú verið innréttaður sérstakur salur í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg undir safnið og hefur um 300 völdum steinum verið komið smekk- lega fyrir í upplýstum sýningarskápum. Kunnáttumenn telja safn Sveins eitt af bestu og merkileg- ustu steinasöfnun landsins en hann vann af einlægum áhuga og dugnaði að þessari steinasöfn- un sinni í áraraðir og leitaði steina viðá um landið. Hjónin Sveinn Guðmundsson og Unnur Páls- dóttir ánöfnuðu Vestmanna- eyjabæ steinasafn sitt með gjafa- bréfi 25. desember 1976. Þau eru nú bæði látin, en sonur þeirra, Garðar Sveinsson, afhenti gjafa- bréfið við formlega opnun safns- ins í síðustu viku. Friðrik Jesson, safnvörður, sagði við það tækifæri að ánægju- legt væri að fá þetta merka safn til sýningar fyrir almenning í Náttúrugripasafninu. Hann sagði ennfremur að á bak við þetta safn lægi mikið starf mikils náttúru- skoðara. Sigurður Jónsson, forseti bæjarstjómar, sagði við opnun safnsins að steinsafnið væri mjög góð viðbót við frábært Náttúru- gripasafn og Bragi Ólafsson, for- maður Safnanefndar, taldi mikinn feng í því að fá þetta safn. Steina- safn Sveins Guðmundssonar hefur verið smekklega sett upp í Nátt- úrugripasafninu og er það nú mjög aðgengilegt fyrir safngesti. Náttúrugripasafnið í Eyjum hefur í mörg ár haft hvað mest aðdráttarafl fyrir ferðafólk sem sótt hefur Heimaey heim og þetta vandaða safn á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Þar er safn lifandi físka í búrum, safn uppstoppaðra físka, fugla og annara dýrateg- unda og nú hefur eitt merkasta steinasafn landsins bæst við. Safnið er annálað fyrir snyrti- mennsku og skemmtilega upp- setningu sýningargripa og safn- vörðurinn, Friðrik Jesson, sem varð áttræður nú á dögunum, er einstakt lipurmenni sem með líf- legum frásögnum og skýringum gerir heimsókn í safnið ógleyman- lega. Morgunblaðið/Sigurgeir Lítill hluti safnsins 1 hinum nýju heimkynnum í NáttúrugTÍpasafni Vestmannaeyja. Nú getur sumarbústaðurinn þinn orðið vettvangur HM í knattspymu Nú er auðvelt að eignast gott sjónvarp til að hafa í sumarbústaðnum eða annars staðar þar sem sjónvörp eru sjaldséð. Ástæðan er óvenju hagstætt tilboð frá Heimilistækjum: Frábært 14" Philips litasjónvarp og spennubreytir fyrir aðeins kr. 29.880,- Spennubreytirinn gerir þér kleift að tengja sjónvarpið við venjulegan rafgeymi úr bíl. Og þú þarft ekkert að óttast að missa af síðari hálfleik því 12 v. bílgeymir í góðu ásigkomulagi hefur orkuforða til að halda þér fyrir framan Sjónvarpið sleitulaust í 30 klukkustundir! Nýttu þér þetta hagstæða tilboð strax. Á þessu verði stoppa tækin örugglega stutt við, - og mundu að við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500 nr %i • i li.'L: l«i. i!TTijr*t-g> :v. iav M»».V fK iuué Oi.i: va

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.