Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR X. JÚNÍ 1986 5 Frá opnum sýningarinnar. Á myndinni má meðal annars sjá Garðar Sveinsson og Friðrik Jesson. Náttúrugripasafninu gefið merkt steinasafn V estmannaeyjar: V estmannacyj um. FYRIR skömmu var opnuð ný deild við Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum sem hefur að geyma hluta af stórmerkilegu steinasafni Sveins Guðmundssonar frá Arnarstapa í Eyjum. Safnið telur allt yfir 900 steina og í því er að finna margar gerðir sömu tegundar, bæði merkilega og verðmæta steina. Hefur nú verið innréttaður sérstakur salur í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg undir safnið og hefur um 300 völdum steinum verið komið smekk- lega fyrir í upplýstum sýningarskápum. Kunnáttumenn telja safn Sveins eitt af bestu og merkileg- ustu steinasöfnun landsins en hann vann af einlægum áhuga og dugnaði að þessari steinasöfn- un sinni í áraraðir og leitaði steina viðá um landið. Hjónin Sveinn Guðmundsson og Unnur Páls- dóttir ánöfnuðu Vestmanna- eyjabæ steinasafn sitt með gjafa- bréfi 25. desember 1976. Þau eru nú bæði látin, en sonur þeirra, Garðar Sveinsson, afhenti gjafa- bréfið við formlega opnun safns- ins í síðustu viku. Friðrik Jesson, safnvörður, sagði við það tækifæri að ánægju- legt væri að fá þetta merka safn til sýningar fyrir almenning í Náttúrugripasafninu. Hann sagði ennfremur að á bak við þetta safn lægi mikið starf mikils náttúru- skoðara. Sigurður Jónsson, forseti bæjarstjómar, sagði við opnun safnsins að steinsafnið væri mjög góð viðbót við frábært Náttúru- gripasafn og Bragi Ólafsson, for- maður Safnanefndar, taldi mikinn feng í því að fá þetta safn. Steina- safn Sveins Guðmundssonar hefur verið smekklega sett upp í Nátt- úrugripasafninu og er það nú mjög aðgengilegt fyrir safngesti. Náttúrugripasafnið í Eyjum hefur í mörg ár haft hvað mest aðdráttarafl fyrir ferðafólk sem sótt hefur Heimaey heim og þetta vandaða safn á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Þar er safn lifandi físka í búrum, safn uppstoppaðra físka, fugla og annara dýrateg- unda og nú hefur eitt merkasta steinasafn landsins bæst við. Safnið er annálað fyrir snyrti- mennsku og skemmtilega upp- setningu sýningargripa og safn- vörðurinn, Friðrik Jesson, sem varð áttræður nú á dögunum, er einstakt lipurmenni sem með líf- legum frásögnum og skýringum gerir heimsókn í safnið ógleyman- lega. Morgunblaðið/Sigurgeir Lítill hluti safnsins 1 hinum nýju heimkynnum í NáttúrugTÍpasafni Vestmannaeyja. Nú getur sumarbústaðurinn þinn orðið vettvangur HM í knattspymu Nú er auðvelt að eignast gott sjónvarp til að hafa í sumarbústaðnum eða annars staðar þar sem sjónvörp eru sjaldséð. Ástæðan er óvenju hagstætt tilboð frá Heimilistækjum: Frábært 14" Philips litasjónvarp og spennubreytir fyrir aðeins kr. 29.880,- Spennubreytirinn gerir þér kleift að tengja sjónvarpið við venjulegan rafgeymi úr bíl. Og þú þarft ekkert að óttast að missa af síðari hálfleik því 12 v. bílgeymir í góðu ásigkomulagi hefur orkuforða til að halda þér fyrir framan Sjónvarpið sleitulaust í 30 klukkustundir! Nýttu þér þetta hagstæða tilboð strax. Á þessu verði stoppa tækin örugglega stutt við, - og mundu að við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500 nr %i • i li.'L: l«i. i!TTijr*t-g> :v. iav M»».V fK iuué Oi.i: va
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.