Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986
23
Eins og kunnugt er hefur
Agnar Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs sagt
upp starfi sínu. Það gerði hann
reyndar fyrir allmörgum mán-
uðum. Hann bíður þess nú að
geta hætt störfum, sem verður
væntanlega þegar niðurstaða
liggur fyrir um hver framtíð
Arnarfiugs verður. Agnar hef-
ur ekki tekið þátt í samninga-
gerðinni við lánardrottna fyrir-
tækisins.
Skúli Þorvaldsson hótelstjóri á
Hótel Holt hefur gengið vask-
lega fram i söfnun hlutafjárlof-
orða, og fengið fjölmarga aðila
úr veitingahúss- og hótelrekstri
til þess að lofa hlutafjárfram-
lagi. Hann, eins og aðrir sem
staðið hafa í söfnuninni, heldur
nú að sér höndum, þar til niður-
stöður viðræðnanna við lánar-
drottna liggja fyrir.
Helgi Þór Jónsson, bygginga-
verktaki hefur verið talinn
óþekkta stærðin hvað varðar
endurreisn Arnarflugs. Hann
keypti eins og kunnugt er allan
hlut Flugleiða í Arnarflugi, eða
44%. Siðan hefur hann lítt haft
sig i frammi, og ekki komið
nálægt samningaviðræðunum
við lánardrottna. Hann er samt
sem áður í þeim hópi 40 ein-
staklinga og fyrirtækja sem
hyggjast taka þátt i hlutafjár-
aukningunni.
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda hefur
jafnan haft sterkar taugar til
Arnarflugs, enda fyrrum fram-
kvæmdastjóri félagsins. Hann
er i 40 manna hópnum sem
ihugar hlutafjáraukninguna.
Magnús hefur einnig verið i
viðræðum við erlendu lánar-
drottnana, enda mun hann vera
mjög kunnugur viðskiptum
KLM og Arnarflugs.
Guðlaugur Bergmann, öðru
nafni Gulli í Karnabæ, hefur
óbilandi trú á nauðsyn þess að
Arnarflug lifi áfram. Hann til-
heyrir þeim hópi manna sem
hvað harðast hefur gengið
fram í söfnun hlutafjárloforða.
Ólafur Laufdal, Broadway-
kóngur með meiru, hyggst ekki
aðeins láta við veitingahúss- og
hótelrekstur sitja, því hann
hefur lofað 5 milljónum króna
i hlutafjáraukningunni, ef öll-
um skilyrðum verður fullnægt.
skuldattna í hlutafé í fyrirtækinu,
og loks hvort þeir væru fáanlegir
• til þess að breyta hluta skuldanna
í langtímalán. Þó að ofangreind
fyrirtæki séu stærstu lánardrottnar
Amarflugs, era 10 til 12 aðrir aðilar
sem einnig eiga umtalsverðar fjár-
hæðir hjá Amarflugi.
Tekist að uppfylla tvö
af þremur skilyrðum
„Okkur hefur raunar tekist að
uppfylla tvö af þremur skilyrðum,
til þess að tryggja megi áfram-
haldandi rekstur Amarflugs," sagði
einn hluthafanna í samtali við
blaðamann. „Við eram búnir að
safna þessum hlutafjárloforðum,
sem vora skilyrði fyrir ríkisábyrgð-
inni. Við þurftum á þessari ríkis-
ábyrgð að halda, til þess að eiga
einhverja von um að ná samningum
við erlendu lánardrottnana. Öðra-
vísi .tækist okkur aldrei að taka til
í þessari skuldasúpu. Mesta vanda-
málið, og raunar það sem málið
stendur og fellur með, er hvort
okkur tekst að ná viðunandi samn-
ingum við sem flesta af stóra lánar-
drottn unum. Það er búið að ná
samkomulagi við nokkuð marga af
þessum stóra kröfuhöfum, en enn
vantar niðurstöður úr viðræðum við
aðra.“
Þar sem KLM, Air Lingus og
fleiri erlendir aðilar hafa lýst því
hversu langt fyrirtækin era reiðu-
búin að ganga til móts við Arnar-
flug, er næsta skref í þessu máli
hjá Amarflugi. Hefur verið ákveðið
að leita samninga við fleiri erlenda
lánardrottna nú á næstunni, áður
en endanleg ákvörðun um áfram-
haidið verður tekin.
Arabar kröfðust
28 milljóna
Sumir þeirra sem fylgst hafa náið
með framvindu þessa máls era
heldur vondaufir um að það takist
að koma fyrirtækinu á réttan kjöl.
Óttast þeir að ekki séu öll kurl
komin til grafar hvað varðar heild-
arskuldir fyrirtækisins. Hafa jafn-
vel af því áhyggjur að enn eigi eftir
að berast kröfur sem fyrirtækið
neyðist til að samþykkja, eða semja
um.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að nú nýverið hafi borist
krafa á Amarflug frá aröbunum
sem Amarflug hefur leigt vélar af,
upp á 685 þúsund dollara, sem
jafngildir um 28 milljónum króna.
Þessi krafa sé tilkomin vegna þess
að þegar Amarflug skilað vélunum
til arabanna á sl. ári, þá hafi þurft
að gera við þær, á kostnað Amar-
flugs, að mati arabanna. Þeir sem
lofað hafi fé til hlutafjáraukningar-
innar hafi ekki haft nema óljósa
hugmynd um að þessi krafa væri
væntanleg. Niðurstaðan hafi orðið
sú að Amarflug sættist á að greiða
helming þessarar upphæðar, eða
14 milljónir króna.
Telja þessir aðilar að þótt þeir
reiði fram þær tæplega 100 milljón-
ir sem vora settar sem skilyrði fyrir
ríkisábyrgð, þá geti litið út fýrir
að vanti þegar aðrar 60 til 80 millj-
ónir króna í aukið eigið fé, til þess
að ríkisábyrgðin fáist. Herma heim-
ildir Morgunblaðsins að einhveijir
þeirra manna sem hvað harðast
gengu fram í söfnun hlutafjárlof-
orða, haldi nú að sér höndum þar
til niðurstöður úr samningaviðræð
um við lánardrottnana liggja fyrir.
Þegar ákveðið var að leita eftir
samningum við erienda lánar-
drottna, var haft samband við í
kringum 50 erlenda lánardrottna
og þeir beðnir um lengingu á lánum
og/eða niðurfellingu skuldar. Svör
lánardrottnana sem á annað borð
hafa svarað hafa yfírleitt verið á
þann veg að ýmist var boðið upp á
einhveija niðurfeilingu skuldar eða
skuldbreytingu til iengri tíma.
Tekst að halda líf-
inu í Arnarflugi?
I megindráttum má segja að
þankagangur nýrra hluthafa í
Arnarflugi þessa dagana snúist um
það hvort hægt sé að haida lífínu
í Amarflugi með þeim björgunarað- '
gerðum sem fyrirhugaðar hafa
verið, eða hvort vænlegri kostur sé
að stefna að stofnun nýs flugfélags,
fáist tii slíks tiiskilin leyfí. Halda
sumir að fá megi þrotabú Amar-
flugs fyrir aðeins hluta sannvirðis,
verði fyrirtækið gjaldþrota, auk
þess sem það geti orðið auðveldara
að byija frá granni með nýtt flug-
félag, sem á engan hátt verði tengt
nafni eða rekstri Amarflugs. Þeir
munu þó færri í þessum nýja hluta-
fjárofendahóp sem þannig era
þenkjandi, heldur en þeir sem telja
að leggja beri höfuðáherslu á að
bjarga Amarflugi eins og það er í
dag, og reisa síðan reksturinn við
á sama grunni og er fyrir. Verði
niðurstaðan hins vegar sú að menn
halda að sér höndum og bíða gjaid-
þrots Amarflugs, þá mun ákveðinn
hópur þessara manna íhuga hvort
einhver möguleiki sé á stofnun nýs
flugfélags og hvort hægt sé að fínna
slíku félagi arðbæran rektrargrand-
völl. Þar er höfuðspursmál nýting
flugvélar Arnarflugs. Hún þyrfti
að fljúga 3000 klukkustundir á ári,
en flýgur ekki nema um 1800
stundir.
Þess er að vænta að þeir sem
verið hafa í forsvari fyrir viðræðun-
um við erlendu lánardrottnana muni
alveg á næstunni boða til fundar
með hluthöfum og þeim sem lofað
hafa nýju hlutafé. A þeim fundi
verða niðurstöður samninga við
erienda lánardrottna væntanlega
lagðir til grandvallar þegar reynt
verður að ákvarða hvort skynsam-
legt geti talist að stefna að endur-
reisn Amarflugs eða hvort útlit sé
fyrir að rekstrinum verði ekki snúið
til betri vegar og allt verði komið
í sama horf eftir 6 til 8 mánuði.
Er að sönnu bjartara hljóð í mönn-
um eftir fundinn sl. þriðjudags-
kvöld, en þó heyrast raddir innan
þessa hóps sem segja „Er ekki bara
verið að framlengja dauðastríðið
með því að taka ákvörðun um hluta-
fjáraukningu Arnarflugs?"
H: 150. Br: 55. D: 60.
H: 150. Br: 55. D: 60. 300 lítra m/blásturskæl-
310 litra, tviskiptur. ingu, tviskiptur.
H: 165. Br: 55. D: 60.
H: 160. Br: 67. D: 60.
H: 160. Br: 60. D: 60. 410 lítra, tvískiptur með
350 lítra, tvískiptur. vatnska^li.
290 litra, sambyggður
kælir/trystir, 2 pressur.
zzzz
H: 180. Br: 60. D: 60. H: 18°- Br: 60. °: 60.
390 Irtra, sambyggður 380 1ltra- sambyggður
kælir/frystir, 2 pressur. kælir/frystir, 2 pressur.
IfcMlí
Kr. 26.500 Kr. 26.500 Kr. 31.650 Kr. 31.900 Kr, 32.200 Kr. 37.425 Kr. 37.570 Kr. 42.200