Morgunblaðið - 01.06.1986, Síða 29
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986
29
að sögri Magnúsar er ekkert því til
fyrirstöðu að þetta fólk geti lifað
góðu og löngu lífí, ef farið er eftir
grundvallarreglunum.
„Erfitt en gott“, segja
sjúklingarnir
Við hittum að lokum nokkra
sjúklinga, er þeir hófu þrekæfíngar
á þar til gerðum æfíngahjólum.
Hjólin eru tengd fullkomnum bún-
aði sem gerir sjúkraþjálfara kleift
að fylgjast með hjartslætti og
hjartalínuriti hvers og eins í tölvu-
borði. Þá eru þau stillt eftir getu
hvers og eins. Fyrst ræddum við
við Pétur Guðjónsson múrara úr
Reykjavík. Hann sagðist hafa farið
í hjartaaðgerð um miðjan febrúar-
mánuð og að skipt hefði verið um
tvær kransæðar. Hann kvað útséð
að hann gæti stundað vinnu sem
múrari áfram og sagðist mjög
ánægður með vistina á Reykjalundi.
„Þetta er erfitt en gott“, sagði
hann.
„Hárlaugur Ingvarsson, bóndi að
Hlíðartungu, Biskupstungum. Sá
eini á landinu sem ber þetta nafn“,
sagði annar hjólreiðakappinn
hressilega, er við snérum okkur að
honum. Hann sagðist ætla að hætta
að búa, starf bóndans væri of erfítt
fyrir hjartasjúkling. „Ég hefði viljað
búa lengur, svo sem í 15 ár til
viðbótar, en maður verður að taka
þessu. Mér líkar vel héma, þetta
er erfítt en gott“, sagði hann enn-
fremur.
Sólveig Sigurðardóttir var á.
Reykjalundi sinn fyrsta dag, en hún
hefiir fengið kransæðastíflu. Hún
er við skrifstofustörf en kvaðst
þurfa að byggja sig upp til að læra
að lifa með sjúkdómi sínum. Á
fjórða hjólinu var Guðlaugur Niels-
son bifreiðastjóri úr Reykjavík.
Hann kvaðst hafa farið í aðgerð
fyrir tveimur árum og þá þjálfað
sig sjálfur „í snjósköflum". Hann
sagðist hafa leitað eftir endurhæf-
ingu á Reykjalundi nú þar sem
hann hefði fúndið að hann var að
slappast og því fyllst óöryggi. Þá
ræddum við að lokum við Jón H.
Kristinsson. Hann gekk rösklega á
þolbandi og sagðist vera á Reykja-
lundi í annað skiptið, til að jafna
sig eftir lömun. Kvaðst hann hafa
náð góðum árangri og að honum
líkaði vistin vel. Er við kvöddum
var sjúkraþjálfarinn að stilla hjólin:
„Nú förum við að hjóla upp brekk-
umar“ sagði Hárlaugur hressilega
um leið og við gengum út.
Búnaðurinn kemur einnig
lungnasjúklingum til góða
Magnús B. sagði í lokin, að
tækjabúnaður sá, sem hugmyndin
væri að kaupa fyrir merkjasöluféð,
gerði eftirlit með hjartasjúklingum
í þjálfun mun auðveldara. Þá myndi
búnaður ekki síður koma lungna-
sjúklingum og fleiri á Reykjalundi
að góðum notum.
Rúrik Kristjánsson sagði að
merki Landssamtakanna yrðu seld
um allt land. Öllum félögum í
samtökunum hefði verið send bréf
og treystu þau á ný á samtakamátt
þeirra. Landssamtökin vom stofnuð
árið 1983 og með frjálsum framlög-
um, sem þeim bámst skömmu eftir
stofnunina, var gefínn tækjabúnað-
ur til hjartadeildar Landspítalans,
svonefnd Holtertæki. Þá fór fram
landssöfnun árið 1985 og afrakstri
þeirrar söfnunar varið til kaupa á
hjartaaðgerðartækjum sem tekin
verða í notkun, þegar hjartaaðgerð-
ir heflast á Landspítalanum, vænt-
anlega á komandi hausti. Söfnunin
nú er að sögn Rúriks í beinu fram-
haldi af Iandssöfnuninni 1985, því
endurhæfing hjartasjúklinga sé
oftast nauðsynlegt framhald að-
gerðanna. Sagðist Rúrik vonast til,
að þessu framtaki yrði tekið eins
vel af landsmönnum. Söfnunin fer
fram, eins og fyrr segir, fímmtu-
daginn 5. og föstudaginn 6. júní n.k.
Viðtal: Fríða Proppé.
Ljósmyndir: Börkur Arnarson.
! Bladburóarfólk
óskast! I
AUSTURBÆR
Skipholt 1 -50
KÓPAVOGUR
Álfhólsvegur 2-63
VESTURBÆR
Tjarnargata frá 39-
Suðurgata frá 29-
Brávallagata
JKtfjpmHfitoife
LANDSBANKA
Á laugardaginn efnir Landsbanki ísiands til 100 ára afmælishlaups í samvinnu við
Frjálsíþróttasamband Islands. Hlaupið er ætlað öllum krökkum sem fæddir eru 1975 og 1976.
Keppnin fer fram víósvegar um landið þar sem bankinn hefur afgreiðslur og útibú.
Sigurvegari á hverjum stað, fær verðlaunapening og þátttökurétt í úrslitahlaupinu sem fer fram í
Reykjavík i haust. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir
þátttökuna og dregið verður um aukaverðlaun
á hverjum staó, Kjörbók með 2.000.-króna innstæðu. j
Skráning fer fram í öllum útibúum og afgreiðslum :'$0. á ■ ■ ■
og þar fást einnig nánari upplýsingar. fmÍSf Jl
Banki allra landsmanna í 100 ár