Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 42
?42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 .1 í ÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þúsund ára afmæli kristnitöku: Undir merkjum þjóðarfriðar „Við sjáum fyrir okkur atburðarásina á Alþingi kristnitökuárið. Heiðnir og kristnir menn sögðu sig úr lögum hvorir við aðra. Menn vígbjuggust og við lá að fylkingum lysti saman. Minnihlutinn bauð meirihlutanum birginn. Kristnir menn kusu sér lögsögumann. Þá gerist það sem er með ólikindum. Lögsögumaður þeirra, friðsemdar- maðurinn Síðu-Hallur, fær hlutverk sitt í hendur lögsögumanni þingsins, Þorgeiri Ljósvetningagoða. Leiðtoga heiðinna manna er ætlað að segja upp lög kristinna manna. Og enn gerast meiri undur. Leiðtogi heiðinna manna segir upp þau Iög að allir skuii einn sið hafa, allir skuli kristnir vera og allir játtu því.“ Það var Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs þings, sem þannig komst að orði á Alþingi 10. apríl sl., er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um að forsetum þings sé falin athugun á því með hvaða hætti verði af hálfu Alþingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar. ar, er hann lýsti deilum vígbúinna fylkinga kristinna og heiðinna manna um aldamótin eitt þúsund. Þetta orð, þjóðarsátt, hefur oft verið notað þegar stór vandamál hafa knúið á dyr í íslenzku sam- félagi. Það minnir og á kjörorð, sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt mjög á loft framan af starfsferli sínum: „stétt með stétt". Þjóðarsátt og samátak starfsstétta hafa hinsveg- ar of sjaldan sett mark sitt á fram- vindu mála hér. Nýjasta dæmið, og ekki það veigaminnsta, er kjara- sáttin, sem gerð var í upphafí þessa árs, og er merkur kapítuli í hagsögu þjóðarinnar, ekki sízt vegna hjöðn- unar verðbólgu, úr 130% vexti á fyrsta ársfjórðungi 1983 væntan- lega niður í um 10% fyrir næstkom- andi áramót. Enn skal vitnað til forseta þings- ins og framsögu hans fyrir tillögu um undirbúning að þúsund ára afmæli kristnitökunnar: „Hlutverk Alþingis er að standa vörð um einingu þjóðar. Sameinaðir sigrum við, sundraðir föllum við. Þorgeir Ljósvetningagoði sá til þess að Alþingi brygðist ekki skyldu sinni á örlagastundu. Forysta hans og fordæmi verður Alþingi leiðarljós um framtíð alla.“ Kristnitakan Kristnitaka íslendinga var frið- samleg. Það sama verður ekki sagt um trúskipti fjölmargra annarra þjóða. Víða vóru hemaðarátök og bræðravíg undanfari þess að heiðni þokaðist úr sessi fyrir kristnum sið. Sú staðreynd varpar hinsvegar ekki rýrð á kristinn boðskap né þýðingu hans í hugarheimi og samskiptum fólks. Það er misjafn sauður í mörgu fé og það gildir um góð vel þenkj- andi samtök sem lakari. Hugsjónir líða oft fyrir mannlegan breyskleik, jafnvel mannlega grimmd meintra forgöngu- og/eða stuðningsmanna. Leiða má að því sterkar líkur. Þjóðarsátt Fræg er sú setning, er Þorgeir Ljósvetningagoði mælti á Alþingi árið eitt þúsund, er kristni var lögtekin hér á landi: „Það mun verða satt, er vér slít- um sundur lögin, at vér munum slíta ok friðinn." „íslendingar leystu málið með þjóðarsátt,“ sagði Þorvaldur Garð- Hallgrímskirkja íReykjavík. Mynd þessi er tekin á lokastigi byggingar Hallgrímskirkju í Reykja- vík (1985). Vel væri við hæfi að þetta veglegasta guðshús landsins skartaði viðeigandi listmunum á þúsund ára afmæli kristnitöku er minntu á þau gæfuspor er stigin voru á Lögbergi við Óxará árið þúsund. jafnvel vissu, að íslendingar hefðu tekið kristna trú með einum eða öðrum hætti, eins og aðrar Evr- ópuþjóðir á þessum tíma, þó Þorgeir Ljósvetningagoði hefði mælt á annan veg við Öxará árið 1.000. Það verður hinsvegar ekki ofmetið, hvem veg var að málum staðið. Og rétt er að undirstrika þau orð forseta Alþingis í dag, að vonandi verður fordæmi Alþingis, þegar kristni var lögtekin, leiðarljós í störfiim þess um alla framtíð. Trúfrelsi ríkir í landinu og allir kristnir söfnuðir þjóna að sama marki. Enn í dag skipar þó þorri þjóðarinnar sér undir merki þjóð- kirkju. Það er mjög mikilvægt að kirkunnar menn haldi svo á málum hennar að hún rísi um langa fram- tíð undir heiti, þjóðkirkja. Það er því meir en vafasamt ef kirkjan sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.