Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ 1986 5 ifí h| W '' L‘3 r ^Mili, W Forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, ósamt nýstúdentum, leggnr blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. 17. júníí Reykjavík: A Ovenju fjölmennt í miðborginni HÁTÍÐARHÖLDIN í Reykjavík fóru, að sögn lögregl- unnar, í alla staði vel fram. Veður var gott og óvenju fjölmennt í miðbænum. Mikil aðsókn var að útiskemmt- uninni í miðborginni, en hún fór að þessu sinni fram á þremur stöðum; á Lækjartorgi, í Hallar- garðinum og Hljómskálagarðin- um, en mannfjöldinn dreifðist nokkuð jafnt um allt hátíðarsvæð- ið. Áætlað er að um 20—30 þús- und manns hafí verið saman komin í miðbænum þegar flest var, milli kl. 14.00 og 16.00, og mun það vera fleira en dæmi eru til á þessum degi. Varðstjóri miðbæjarlögregl- unnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að góð stemmning hefði verið í bænum en nokkuð hefði verið um að böm týndu foreldrum sínum og öfugt og hefði lögreglan reynt að koma þar til hjálpar. Ekki var mjög margt á úti- skemmtuninni á Lækjartorgi um kvöldið, en um 5.000 ungmenni voru á tónleikum í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar og mun hluti af þeim hafa safnast saman í miðbænum eftir tónleikana. Ekki var um umtalsverða ölvun að ræða. Áætlað er að milli 20 og 30 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar flest var. 20 tilboð frá 8 löndum bárust í Japans-togarana Lægsta tilboð frá Póllandi, það hæsta frá Danmörku 20 TILBOÐ frá 8 löndum bárust í breytingar og viðgerðir á 6 ís- lenzkum togurum, öllum eins, byggðum í Japan. Lægstu til- boðin komu frá Pólverjum, en það hæsta frá Dönum. Þijú ís- lenzk tilboð bárust og var tilboð Slippstöðvarinnar á Akureyri lægst þeirra. Endanlegum sam- anburði á tilboðum er ekki lokið og því óljost hvaða tilboði verður tekið. Húsavík: Skipta á um aðalvélar í öllum skipunum, lengja þau um 6,5 metra, setja meltubúnað um borð, ný hjálp- arspil, skipta um millidekksbúnað auk ýmissa tilfallandi lagfæringa. Vélar og spil eru keypt frá Japan og kosta um 34 milljónir króna í hvert skip. Það eru því aðrir verk- þættir, sem boðið var í og lægsta tilboðið kom frá Póllandi, 49 millj- ónir króna á skip. Kostnaðaráætlun, sem gerð hafði verið, hljóðaði upp á um 73 milljónir króna á hvert skip fyrir utan vélamar. Hæsta til- boðið, frá Danmörku, var upp á 153 milljónir. Næstu tilboð voru um 30 milljónum króna lægri. Þar sem endanlegur samanburð- ur á tilboðunum liggur ekki fyrir, reyndist ekki unnt að fá frekari upplýsingar um þau eða röð þeirra á mánudag er þau voru opnuð. Röð tilboða eftir löndum var þó þessi: Pólland, Portúgal, Bretland, ísland, Noregur, Holland, Þýzkaland og Danmörk. Mikil rigning á þjóðhátíðardaginn Húsavfk. LEIKFÉLAG Húsavíkur sá um 17. júní-hátíðarhöldin á Húsavík að þessu sinni og hafði undirbúið ýmsar óvæntar uppákomur, sem flestar féllu niður vegna óhag- stæðs veðurs, norðanrigningar. Hátíðarhöldin hófust með messu í Húsavíkurkirkju, þar sem séra Nafn féll niður í grein Guðjóns Ármanns Eyj- ólfssonar í tilefni af aldarminn- ingu Jóhanns Þ. Jósepssonar féll niður nafn Unnar, dóttur Jóhanns, sem lést árið 1931,21 árs að aldri. Bjöm H. Jónsson predikaði. Skrúð- ganga fór frá sundlauginni og var meiningin að fara að bamaskólan- um, en vegna rigningar var gengið til félagsheimilisins og þau atriði sem áttu að fara fram úti fóra fram þar inni. Lúðrasveit lék undir stjóm Benedikts Helgasonar. Hátíðarræð- una flutti Þorkell Bjömsson og ávarp fjallkonunnar flutti Regína Sigurðardóttir. Einnig vora fluttir leikþættir og kvartett söng. Fyrir- huguð útihátíð, með íþróttum og fleiru, féll hins vegar niður vegna veðurs. Sundmót fór hins vegar fram, því rigningin hefti það ekki. Um kvöldið átti að dansa úti við bamaskólann, en dansinn fór fram inni, þótt veðrið færi batnandi með kvöldinu. Mikið fjölmenni sótti þessa samkundu. Hlaut styrk fyrir skrif um ljóð Snorra Hjartarsonar Minningarsjóður dr. phU. Jóns Jóhannessonar prófessors veitti þann 6. júní sl. Páli Valssyni styrk fyrir kandidatsritgerð sem hann vinnur að um skáldskap Snorra Hjartarsonar. í ritgerðinni fjallar Páll um ein- kenni ljóða Snorra og hvaða nýmæli hann hefur fært inn í íslenska ljóða- gerð. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er í eigu Háskóla íslands og er fjármagnaður með sölu minningarkorta á skrif- stofu háskólans. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y Hvarfærðu betra verð og betri stóla 16.930 Royal-stóllinn á krossfæti er stillanlegur og með góðu nautaleðri í mokkalit á slit- flötum. Beiki- grindur Ijósar og dökkar. Tveirstólará 32.000,-. 14.560 Moss er bróðir Royal á fjór- um löppum. Taktu tvo á kr. 27.000,-. Með þessum stólum fást skammel í stíl á kr. 4.980,-. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.