Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 21
MOftGÚNBLAÐIÐ, FIMMÍUÚAGUR 19. JÚNÍ 1986 21 ingum og húsgögnum ásamt hinum mannlega þætti, eða starfsmannin- um sjálfum. Gildi og gæði umhverfis er oft erfitt og flókið að meta en einn mælikvarðinn eru afköst starfs- fólks. Án hæfra starfsmanna nær ekkert fyrirtæki árangri og til þess að hæfni starfsfólks fái notið sín verður að sníða umhverfi og búnað að þörfum þess, enda sýna niður- stöður nýjustu rannsókna á þessu sviði þetta svo ekki verður um villst. Bandaríska framleiðnimiðstöðin (American Productivity Centre/ APC) hefur gert slíka rannsókn. Náði rannsóknin til 600 banda- rískra fyrirtækja og leiddi í ljós að 16,3% framleiðsluaukning varð vegna aukins tölvubúnaðar, 11,9% framleiðsluaukning varð vegna persónulegrar hvatningar og sí- menntunar starfsmanna en vegna fullkomnari aðbúnaðar og innrétt- inga á vinnustað varð framleiðsiu- aukning hvorki meira né minna en 11,6%. Hagkvæmnismat á lausum búnaði Við mat innréttinga er einnig mikilvægt að hafa í huga að erlend- ar rannsóknir sýna að fyrirtæki veija að jafnaði 2% útgjalda sinna til kaupa á lausum búnaði á meðan 90% fara til launagreiðslna. Með þetta í huga er ljóst að stofnverð innréttinga skiptir hér sáralitlu máli samanborið við þá hagræðingu og þann afkastaauka sem fullkomið innréttingakerfí leiðir af sér. Gefí maður sér það að Ríkisút- varpið greiði samtals 15 milljónir í laun á mánuði eru það 180 milljónir (227 milljónir samkv. Qárlaga- frumv. 1986) á ári. Sé reiknað með 11,6% afkastaaukningu (byggt á rannsókn APC) með kaupum á fullkomnu innréttingarkerfí gætu sparast um 20 milljónir króna á ári í launakostnaði stofnunarínnar. Þetta jafngildir því að Rfkisútvarpið hefði mátt kaupa tvöfalt dýrarí innréttingar, en það gefur upp að það ætli að kaupa og afskrífað alian kostnaðaraukann á einu árí. Að loknu 5 ára tímabili (fymingartími skv. skattalögum) gæti spamaður numið um 80 milljónum króna sem er um 35% heils árs launakostnaður stofnunarinnar í dag. Augljóslega yrði hagræði Ríkis- útvarpsins enn meira þ.e. því bauðst háþróað innréttingakerfí á aðeins 25-30 milljónir (nákvæmar tölur hafa ekki fengist) og vegna þess hversu stór launagreiðandi (39% af heildarútgjöldum) það er og að gera verður ráð fyrir að áætlaður launa- kostnaður skv. fjárlögum geti farið fram úr áætlun. Lokaorð Eins og hér hefur verið rakið hefur því miður mjög klaufalega tekist til með útboð Ríkisútvarpsins. í fyrsta lagi er ekki hægt að bjóða út steyptan veg en taka síðan til- boðum í malarveg. Það er skýlaust brot á þeim útboðsreglum sem miðað er við. íslenskar ríkisstofnan- ir em að öllu jöfnu mjög nákvæmar í þessu tilliti og sjá sóma sinn í því að hafna öllum tilboðum og bjóða út aftur, vilji þær slá af kröf- um sínum. Ekki fer milli mála að miðað var við háþróað og samræmt kerfí í lýsingu, enda áætlun nefnd- arinnar upp á kr. 28,5 milljónir þvítil staðfestingar. í öðru lagi verður að krefjast þess þegar ríkisstofnun býður út á alþjóðamarkaði, að staðið sé að verki af fullri ábyrgð og allir bjóð- endur látnir sitja við sama borð. Mjög ber að varast fljótfæmislegar yfírlýsingar með ákveðnum bjóð- endum sem túlka má á móti öðrum. í þriðja lagi verður mat á til- boðskostum að ná til gæða og hagkvæmni en ekki einungis verðs. Hagsmunagæsia byggðasjónar- miða og þrýstihópapot stórra sam- taka atvinnurekenda sem hamla samkeppni má ekki koma í veg fyrir að faglegar ákvarðanir séu teknar. Höfundur er framkvæmdastfóri Magnúsar Kjaran hf. Akranes: Ný sjúkrabifreið tekin í notkun á Akranesi Akranesi. TEKIN hefur verið i notkun ný sjúkrabifreið á Akranesi og var hún afhent formlega til afnota föstudaginn 6. júni sl. við hátíð- lega athöfn. Bifreiðin, sem er af gerðinni Volkswagen Caravelle syncro, hef- ur verið útbúinn sérstaklega til sjúkraflutninga og þykir verkið hafa heppnast sérstaklega vel og er boðið uppá góða starfsaðstöðu fyrir sjúkraflutninga- og hjúkrunar- fólk. Hekla hf., sem hefur umboð fyrir bifreiðina, flutti hana til lands- ins og bauð á mjög hagstæðum kjörum. í kaffísamsæti, sem Hekla hf. bauð til að lokinni afhendingu, lýsti Finnbogi Eyjólfsson, fulltrúi Heklu hf., bifreiðinni fyrir viðstödd- um en þessi bifreið er sú fyrsta sinnar tegundar sem tekin er í notkun hér á landi. Bifreiðin er með sítengdu aldrifi og mismunadrifslæsingu bæði á fram- og afturási. Enginn milligír- kassi er í bflnum, sem er með 5 gíra áfram, þar af einn torfærugír. Vélin er 4 strokka 78 ha vatnskæld. Gormafjöðrun er á öllum hjólum með tvívirkum höggdeyfum. Á bfln- um eru aflhemlar með skálum að aftan en diskum að framan ásamt þrýstijafnara milli fram- og aftur- hjóla. Allur þessi búnaður gerir bflinn sérstaklega fjölhæfan til sjúkra- flutninga vegna góðrar Qöðrunar og einnig að hann er í senn hrað- akstursbfll og torfærubfll. Það er Akranesdeild Rauða krossins sem á bifreiðina en um rekstur hennar sér lögreglan á Akranesi. Margir aðilar tóku sig saman ásamt Rauða krossinum við kaup þessarar bifreiðar og í ávarpi, sem Lars R. Andersson, formaður Akranesdeildar Rauða krossins, hélt við þetta tækifæri, færði hann öllum þeim sem studdu þessi bif- reiðakaup bestu þakkir fyrir og afhenti hveijum og einum skjal þar að lútandi. Ástæða er til að fagna því hve vel er staðið að sjúkraflutn- ingum á Akranesi og ekki síður viðhaldi og endumýjun á bifreiðum sem gert er með jöftiu millibili. JG Hin nýja sjúkrabif reið afhent. ■ :■' ■ ■■ 7 . ...ljúffengt og bragðmikiö KEXVERKSf AUGLÝSINGADEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.