Morgunblaðið - 28.06.1986, Page 21

Morgunblaðið - 28.06.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 21 Graslaukur vex villtur í Mið- Evr’opu allt frá Suður-Svíþjóð niður til Korsíku og þvert yfir Evrópu og Asíu allt til A-Síberíu. Langt er síðan menn tóku að nota hann sem kryddjurt, t.d. er vitað að Rómverjar notuðu hann í matreiðslu sinni. Einnig eru sagn- ir um að Norðurlandabúar hafi bæði ræktað slíkan lauk og notað blöð af villtvaxandi graslauk áður en kristin trú barst þangað. Gras- laukurinn verður 15—25 sm hár og vex í þéttum þúfum. Rótar- laukamir eru smáir, en pípumynd- uð, hol, dökkgræn blöðin eru með fínu mildu laukbragði og það eru þau sem notuð eru til matar. Graslaukurinn er ágætlega harð- gerður hérlendis, kemur snemma til á vorin og má þá fljótlega fara að nota hann. Skorið er ofan af lauknum rétt neðan við mitt lauk- grasið, knippið skolað undir renn- andi vatni og síðan er hann klippt- ur eða skorinn niður og notaður á margvíslegan hátt t.d. er ágætt að dreifa honum jrfir kartöflur rétt áður en þær eru bomar fram. Graslaukur er auðugur af A- og C-vítamínum, hollastur er hann hrár, þá nýtur hið milda laukbragð sín best. Graslauksplantan sem klippt var ofan af vex fljótt á ný, þannig að klippa má ofan af BLÓM VIKUNNAR Umsjón: Ágústa Björnsdóttir brúskunum aftur og aftur allt sumarið. Ef ekki er klippt ber plantan Qólulit blóm og blöðin þá ekki eins góð til matar. Graslauk er auðvelt að fjölga með skiptingu á vorin og fást margar plöntur úr litlum hnaus. Gott er að dreifa honum í smá raðir eða bryddingar um garðinn, fer hann vel þannig og blaðlýs forðast hann svo að hann ver næsta umhverfi sitt fyrir óþrifúm. Graslaukur grænkar með fyrstu plöntum á vorin. Ef hnaus af honum er settur í jurtapott að hausti og geymdur á svölum stað lítið vökvaður fram yfir hátíðar, en þá settur við yl og venjulega vökvun, vex hann til nytja strax um miðjan vetur. Graslaukur er ein af þeim nytjajurtum sem bæði gagn og gaman er af að hafa i garði sínum. Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti. Graslauk má rækta jafnt til skrauts sem nytja. Graslaukur Alliiim schoenoprasum Graslaukur er þægileg og auðveld kryddjurt, fyrirhafn- arlítil í ræktun að öðru leyti en því að gæta þarf þess að gras nái ekki að laumast mn í blaðbrúskana. Nýtt tímarit um Ijósmyndun ÚT ER komið nýtt íslenskt tima- rit um ljósmyndun og heitir það „ljósmyndablaðið“. Tímaritið flallar um ljósmyndun sem tómstundagaman og birtir það úrval lit- og svart-hvítra mynda, jafnt atvinnu sem áhugamanna, auk annars efnis er tengist ljós- myndun. Þetta mun vera fyrsta tímarit sinnar tegundar sem gefíð er út hérlendis. FYrsta tölublaðið er 32 síður að stærð og er áætlað að það komi út ársfjórðungslega. Litgreining og filmuvinna fór fram á Prentmynda- stofúnni hf., en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Útgefandi Ljósmynda- Fyrsta tölublað Ljósmyndablaðs- ins er komið út. blaðsins er Háljos og skuggar sf., pósthólf 4371,124 Reykjavík. Stórútsala á tískufötum frá Bazar. Notaðu þetta sérstaka tækifæri og fataðu þig upp í dýrt -ódvrt. í leiðinni bjóðum við þér góð föt á börnin í sveitina. Opið frá kl. 10-19 og laugardaga frá kl. 10-17. H-HÚSID KOPAVOGI Auðbrekku 9. Sími 4 44 40 ( EUX-LÍFGARVÉUNAVIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.