Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 31 Laugarásbíó sýnir „Heimskautahiti“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið tU sýningar bandarísk-finnsku kvikmyndina Heimskautahiti, Arctic Heat. Myndin fjallar um þtjá ameríska stúdenta sem fara til Finnlands í frí. Þar kaupa þeir gamlan bíl og aka honum sér til skemmtunar yfir landamærin til Sovétríkjanna. I Sovétríkjunum lenda þeir í klón- um á KGB, flækjast inn í morðmál og lenda loks í fangabúðum. Leikstjóri myndarinnar er Renny Harlin en með aðalhlutverk fara Mike Norris, Steve Durham og David Cobum. Leiðrétting’ á ummælum í útvarpsþætti MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Birnu Þórðardóttur: „Vinsamlegast birtið fyrir mig eftirfarandi leiðréttingu vegna ummæla í þættinum „Um daginn og veginn“. í þættinum „Um daginn og veg- inn“ sem undirrituð flutti í Ríkisút- varpinu — Rás 1 að kvöldi mánu- dagsins 23. júní sl. var því haldið fram að einungis 5 hefðu sótt um inngöngu í Sjúkraliðaskóla íslands næsta vetur, en skólinn tekur 30 með góðu móti. Hið rétta er að 24 sóttu um inngöngu í skólann og þaraf voru 20 umsóknir gildar. Til saman- burðar má geta að sl. haust var tekið við 35 nemendum vegna mikillar aðsóknar. Eftir stendur því að aðsókn í skólann er mun minni en verið hefur. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum, sérílagi skóla- stjóri og starfsfólk Sjúkraliðaskóla íslands vegna óþæginda sem mis- tökin kunna að hafa valdið." Aðalfundur blaðamanna AÐALFUNDUR Blaðamannafélags íslands verður haldinn í dag í fé- lagsheimili BÍ í Síðumúla 23, og hefstklukkan 14. A fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf, stjómarkjör og um- fangsmiklar lagabreytingar. Félag- ar eru hvattir til að fjölmenna. (Fréttatílkynning) Þessahelgiseljumviöallar trjáplöntur, runna oggarörosr meö 15-30% afslsetti. Takmarkaðar birgðir. Verðdæmi: Fjallafura Áöur 9Sff- Nú 650,- (30-40 cm) , _ Garðrósir Áður34€T.- Nu 272.- SnjóberÁður28J.-Nu199.- nalajaeinirÁður1^4.-Nu950, Trjáplöntur, Pelú^Pel^^ ssasKs&xszs* og Pelargóníu. Petúnía Áður 120C- Nú 69- Pelargónía Áður 260'- Nu 130.- , uifS siatún-. Sitnar36770-686340 m' íslenskar fjölskyldur í sumarhúsum í Hollandi héldu 17. júní hátíðlegan, m.a. með því að gæda sér á grilluðu kjöti og góðum veigum. 17. júní haldinn hátíðlegur í sumarhúsum í Hollandi JAFNAN er margt íslendinga erlendis á sumr- in. í sumarhúsahverfum í Meerdal og Kemper- vennen í Hollandi voru nær 300 Islendingar staddir á þjóðhátiðardaginn. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn bauð til þjóðhátíðarfagnaðar í Chatelet Sonnevanck veitingastaðnum í bænum Oirschot. Auk matar og drykkjar sem ávallt fylgja skemmtunum íslend- inga, var boðið upp á sirkusatriði, bamaskemmtun og íslenskar og hollenskar hljómsveitir. 1986 1986 1987 1987 í 986 bílarnir ffrá MITSUBISHI eru uppseldir 1987 árgeröirnar koma um miðjan ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.