Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 34
 34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. JÚNÍ1986 A Ættarmótí Reykholtsdal Kleppjárnsreykjura. NIÐJAR Arna Gunnlaugssonar og Kristínar Hallvarðsdóttur frá Kollabúðum í Barðastrand- arsýslu héldu ættarmót í Reyk- holtsdal fyrir skömmu. Þessi hópur heldur ættarmót á fjög- urra ára fresti en alls eru afkomendur hjónanna hátt á fjórða hundrað. BorgariQörður er að mörgu lejrti heppilegur til að halda slík ættarmót, að sögn Hjartar Þórar- inssonar, sem var einn af þeim sem stóðu fyrir ættarmótinu. Nokkum veginn jafnlangt er að norðan og sunnan og auk þess er aðstaðan ágæt. í Reykholtsdal er góð aðstaða til að taka á móti slíkum hópum í félagsheimilinu Logalandi. Fyrir utan samkomusaiinn eru tjald- stæði í skóginum og snyrtiað; staða inni auk smáverslunar. í grunnskólanum á Kieppjáms- reykjum em hjónin Þorvaldur Pálmason og Sigríður Einars- dóttir með veitingarekstur og gistiaðstöðu. Þar er hægt að fá mat og kaffi og gistingu í allt frá eins manns herbergjum til 12 manna stofa. Sundlaug er á staðnum. Einnig er rekið Eddu- hótel í Reykholti. Mikill ferðamannastraumur hefur verið í Borgarfirði í sumar og virðast einsdagsferðum úr Reykjavík fara fjölgandi. Frétta- ritari hitti til dæmis nýlega ungl- inga úr gmnnskóla í Bergen sem vom á ferðinni til að skoða ís- lenska náttúra og heimsækja fyrmrn bekkjarfélaga sinn, ís- lenskan. -Bemhard Níu nöfnur Kristínar Hallvarðsdóttur á ættarmótinu i Borgarfirði. Norsku krakkamir ásamt fararstjórum. Morgunblaðid/Bemhard LANDSHAPPDRÆTTÍ I TÓNLISTARSKÓIA | RAGNARS jÓNSSONAR Mercedes Benz 190E árg. 87 GLÆSILEGIR VINNINGAR ÍIBÍLAR og 44 hljóðfæri að eigin vali Volkswagen Golf CL árg. 87. Höfum lækkað markið úr 70% í 60%. Enn má greiða heimsenda gíró- seðla. TON LISTARSKOLA RAGNARS JÓNSSONAR Akureyri—Reykja vík Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrii^grunnskóla ogalmenning. SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS Frá fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Akraness. Bæjarstjórn Akraness: Kona kjörin for- seti í fyrsta sinn Akranesi. Ingibjörg Pálmadóttir, sem skipaði fyrsta sæti á lista Framsóknar- flokks, var kjörin forseti bæjarstjóraar Akraness til eins árs á fyrsta fundi hennar eftir nýafstaðnar kosningar. Ingibjörg er fyrsta konan í bæjarstjóra Akraness sem kjörin er forseti. Hún hlaut fimm atkvæði meirihlutaflokkanna, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, en minnihlutaflokkarnir skiluðu auðu. Guðjón Guðmundsson, aldursfor- seti bæjarstjómar, setti fundinn og bauð nýja bæjarfulltrúa velkomna til starfa. Að loknu forsetakjöri las Ingibjörg Pálmadóttir upp sam- komulag Framsóknarflokks og Ai- þýðubandalags um meirihlutasam- Btarf flokkanna og síðan minntist hún á helstu verkefni sem ætlað er að verði framkvæmd á kjörtímabil- inu. Á fundinum var Ingimundur Sig- urpálsson endurkjörinn bæjarstjóri og fékk hann atkvæði allra bæjar- fulltrúanna. Fulltrúar minnihluta- flokkanna fögnuðu því sérstaklega að Ingimundur gæfi kost á sér til áframhaídandi starfa. Fyrsti vara- forseti bæjarstjómar var kjörinn Guðbjartur Hannesson, Alþýðu- bandalagi, og annar varaforseti Gísli Einarsson, Alþýðuflokki. Skrifarar vom kjömir þeir Andrés Ólafsson og Benedikt Jónmundsson. Í bæjarráð vom kjöin sem aðal- menn Ingibjörg Pálmadóttir, Guð- bjartur Hannesson og Guðjón Guð- mundsson. Til vara vom kjörin Steinunn Sigurðardóttir, Jóhann Ársælsson og Benedikt Jónmunds- son. Áheymarfulltrúi verður Ingvar Ingvarsson frá Alþýðuflokki. Á bæjarstjómarfundinum var síð- an kosið í ýmsar nefndir, stjómir og ráð, svo og endurskoðendur í samræmi við samþykktir um stjóm bæjarmálefna Akraneskaupstaðar. f hinni nýkjömu bæjarstjóm em að- eins þrír fulltrúar, sem vom aðal- menn á síðasta kjörtímabili, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Pálmadótt- ir og Steinunn Sigurðardóttir. Þrír fulltrúar taka nú sæti í fyrsta skipti í bæjarstjóm, þeir Gísli Einarsson og Ingvar Ingvarsson Alþýðuflokki og Guðbjartur Hannesson Alþýðu- bandalagi. Jóhann Ársælsson Al- þýðubandalgi kemur nú að nýju inn sem aðalmaður en hann er gamal- reyndur bæjarfulltrúi og þeir Andrés Ólafsson og Benedikt Jónmundsson sátu oft bæjarstjómarfundi á síðasta kjörtímabili sem varamenn. J.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.