Morgunblaðið - 28.06.1986, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. JtlNl 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Grundarfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Grundar-
firði.
Upplýsingar hjá afgreiðslunni í Reykjavík í
síma 91-83033.
Prentsmiðjan Oddi hf.
vill ráða eftirtalið starfsfólk:
Aðstoðarmann á lager.
Bifreiðastjóra með meirapróf.
Sendil á vélhjóli.
Skriflegar umsóknir sendist okkur fyrir 4.
júlí nk.
imii
Prentsmiöjan Oddi hf.
Höföabakka 7,110 Reykjavík.
Fóstra — Keflavík
Fóstra óskast á dagvistarheimilið Tjarnarsel
frá og með 1. september 1986.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 8. júlí 1986.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 92-2670.
Félagsmálastjóri.
Starf á
Ijósmyndadeild
Verkfræðistofan Hnit hf., Síðumúla 31,
Reykjavík, óskar að ráða ungan mann til
starfa á Ijósmyndadeild nú þegar.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu á sviði Ijós-
myndunar og filmuvinnu.
Óskað er eftir skriflegum upplýsingum um
aldur og fyrri störf.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Bakari
Gullkornið hf., Garðabæ óskar að ráða dug-
legan og fjölhæfan bakarasvein.
Góð laun í boði. Góð vinnuaðstaða.
Nánari uppl. á staðnum.
Gullkornið,
Iðnbúð 2,
Garðabæ.
Símar: 46033, 641033.
twrjöflcufi
Staða aðalbókara
hjá Eskifjarðarkaupstað er laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í
síma 97-6170. Umsóknarfrestur er til 10.
júlí nk.
Bæjarstjórinn á Eskifirði.
Ritari
Opinber stofnun óskar að ráða ritara.
Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist í pósthólf
5172,125 Reykjavík.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Hátúni 12 - Slmi 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavlk - fsland
Sumarafleysingar
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Sigríður
M. Stephensen í síma 29133 milli kl. 9.00
og 16.00virka daga.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12,
Reykjavík.
HAFNARHREPPUR
Þroskaþjálfar ath.
Þroskaþjálfa bráðvantar að leikskólanum
Lönguhólum á Höfn frá og með 1. septem-
ber. Fyrir hendi er þokkaleg vinnuaðstaða
og gott safn þjálfunargagna. Gott og ódýrt
húsnæði íboði.
Allar nánari upplýsingar veitir þroskaþjálfi í
síma (vs.) 97-8315 eða 97-8732.
Hljómsveit óskast
Þekkt veitingahús í Reykjavík óskar að ráða
hljómsveit hússins nú í haust.
Tilboð ásamt upplýsingum um hljómsveitina
sendist augld. Mbl. fyrir 2. júlí nk.
merkt: „R —351".
Ritari óskast
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða
ritara í fullt starf. Megin verksvið er fólgið í
ritvinnslu.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. og liggja
umsóknareyðublöð frammi á Félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari
upplýsingar veitir undirritaður í síma 41570.
Félagsmálastjóri.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskóla Grindavíkur.
Aðalkennslugreinar: kennsla yngri barna,
stærðfræði og eðlisfræði í 7.-9. bekk, hand-
mennt og myndmennt.
Uppl. gefur skólastjóri í síma 92-8504.
Starfsmaður óskast
Stórt fyrirtæki í iðnaði í Reykjavík leitar að
starfsmanni í fjölbreytta viðskiptamanna- og
verkefnamóttöku. Þarf að hafa stúdentspróf,
góða framkomu og geta unnið sjálfstætt.
Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 4. júlí nk.
merktar: „S — 5656".
Staða forstöðu-
manns
við leikskólann Melbæ á Eskifirði er laus til
umsóknar. Nánari upplýsingar á bæjarskrif-
stofunni í síma 97-6170. Umsóknarfrestur
ertil 10. júlínk.
Bæjarstjórinn á Eskifirði.
Sunnuhlíð
Kópavogsbraut 1 Sími 45550
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður 1. ágúst — sumarafleysingar.
Lausar stöður 1. september, föst vinna.
Sjúkraliðar
Lausar stöður 1. ágúst og 1. september.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 45550.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Frá Bæjarsjóði
Selfoss
Hér með er skorað á fasteignaeigendur á
Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fasteigna-
gjöld ársins 1986 innan 30 daga frá birtingu
auglýsingar þessarar. Að þeim tíma liðnum
verður beðið um nauðungaruppboð á þeim
fasteignum sem fasteignagjöld hafa eigi
verið greidd af, sbr. 1. gr. laga nr. 49 frá 1951
um sölu lögveða án undangengins lögtaks.
Losun kartöflugeymslna
Þeir sem hafa geymsluhólf á leigu í jarð-
húsunum við Elliðaár skuli hafa tæmt þau
fyrir 1. júlí næstkomandi.
Agæti,
Síðumúla 34,
Sími681600.
Húsmæðraorlof
Húsmæðraorlof í Gullbringu- og Kjósarsýslu
verður vikuna 14.-21. júlí í Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Bæjar-og sveitarstjórnarskrif-
stofur gefa upplýsingar um nöfn og síma-
númer nefndarkvenna. Nauðsynlegt er að
pantanir berist sem fyrst. Nefndin.
Til nemenda
Þórarins á Tjörn
26. maí sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu
Þórarins á Tjörn, kennara í Svarfaðardal.
Hann og þau hjón sáu vel um kirkjuna sína,
höfðu hana ætíð vel hirta og aðlaðandi. Þess
vegna ákváðu nokkrir nemenda hans að
vinna í anda þeirra hjóna, leggja kirkjunni lið
og gefa í gluggasjóð hennar.
Vilt þú vera með lesandi góður og minnast
þess góða veganestis sem Þórarinn á Tjörn
gaf þér. Ef svo er leggðu þá smáupphæð inn
á gíróreikning 700584 sem fyrst. Minnumst
Þórarins með virðingu og þökk.
Nemendur.