Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 45

Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 45 Flugvélstjórinn ásamt friðu föruneyti. Farkosturinn er í baksýn. Kominn niður á jörðina eftir 40 ára flug Flugrélstj órinn Ásgeir Magnússon lætur af störfum að hafði verið draumur mannkyns frá upphafí að geta liðið um loftin blá, laus við allar áhyggjur - svifíð tignarlega jrfir land og láð. Lengst af var þetta þó aðeins fjarlægur draum- ur, sem fæstir trúðu að myndi nokkum tímann verða að veru- leika. Við höfðum enga vængi, vantaði allan útbúnað, sem nauð- synlegur var. - En menn voru þó ekki á því að gefast upp. Fjöldinn allur ákvað að reyna og íjöldi manna lét lífíð við þær til- raunir sínar. Ýmist voru þeir álitnir fífldjarfír eða fullhugar, vöktu fyrirlitningu eða aðdáun. Það er því óhætt að fullyrða að leyndardómurinn hafi löngum loðað við flugið. Enn þann dag í dag dreymir flesta krakka um að svífa einkennisklædd skýjum ofar og lenda í alls kyns ævintýrum á fjarlægum ströndum. Þó svo far- kostimir hafí tekið eins miklum stakkaskiptum og raun ber vitni og hættumar séu allt að því horfnar, hefur rómantíkur-ijóm- inn hvergi minnkað. Enn komast færri í flugið en vilja. Ásgeir Magnússon, flugvél- stjóri er einn þeirra, sem þekkir starfíð af eigin raun, en hann hefur nú nýiega látið af störfum eftir að hafa flogið í ein 40 ár. „Auðvitað var þetta fyrst í stað heilmikið ævintýri", sagði Ásgeir, er hann var inntur eftir viðhorfí sínu til starfsins. „En eftir 40 ár í fluginu var þetta komið upp í vana. Manni fannst það lítið Morgunblaðið/Einar Falur Ásgeir Magnússon, flugvél- stjóri, skömmu eftír komuna tíl Keflavíkur. merkilegra að fljúga eitthvert út í heim en að taka strætó til Hafnarfjarðar. Vélamar eru líka orðnar svo mun fullkomnari en áður var. Þegar ég var að bytja vom sumar þeirra vægast sagt lítt traustvekjandi verkfæri. Það er samt dálítið merkilegt að þrátt fyrir alla þessa þróun em margir enn í dag iogandi flughræddir." - En er ekkert erfítt að koma niður úr skýjunum? Heldur þú að þú munir ekki sakna ferðalag- anna, þegar fram líða stundir? „Jú eflaust á ég eftir að sakna starfsins“, svaraði Ásgeir, „en þó kannski aðallega samstarfsfólks- ins. Enn sem komið er geri ég mér enga grein fyrir því að ég sé hættur. Mér finnst eins og ég sé í sumarfríi. - En það þýðir ekki að deila við dómarann. Áld- urinn er það, sem þeir fara eftir, burtséð frá hæfni eða hreysti viðkomandi. í sumum löndum verða menn m.a.s. að hætta yngri en við, svo maður getur svo sem ekki kvartað," bætti hann við. „Ég þakka bara fyrir að í öll þéssi ár hef ég verið alveg svín- heppinn. Varla lent í nokkmm vandræðum." Aðspurður kvaðst Ásgeir ekki myndi þjást af verk- efnaskorti. „Það er svo margt sem hefur setið á hakanum í §ölda ára. Ég mun byija á því að dytta svolítið að húsinu, mála glugga o.þ.h. og svo er ég að hugsa um að fara að fíkta svolítið við matseldina. Finnst það eigin- lega lágmark að maður geti steikt kótilettu, svona stórslysalaust." Því hefur stundum verið fleygt að flugið sé allt að því vanabind- andi og menn geti sjaldan sagt alveg skilið við þá starfsgrein. Hefur Ásgeir engin áform á pijónunum um að fjárfesta í einni rellu og fljúga sjálfum sér til skemmtunar? „Nei, ætli það“, svaraði hann. „Það er komið nóg af þess háttar þeytingi í bili. Hitt er annað mál að mig hefur lengi langað til að eignast annað hvort seglskútu eða „spíttbát" .. .svo hver veit?“. Bonnie Tyler byijaði feril sinn sem söngkona á alls kyns krám og klúbbum í Wales, þar sem hún er fædd og uppalin. „Það var erfiður tími“, segir hún. „Umboðsmaður minn var afskaplega strangur maður og gaf mér ekkert svigrúm til að skapa minn eigin stíl. Þess í stað varð ég bara að syngja allt það sem fólk vildi heyra. Það er mjög niðurdrepandi fyrir lista- mann.“ Þegar Bonnie Tyler sendi frá sér sína fyrstu plötu var henni stöðugt líkt við hinn ráma söngvara Rod Stewart, enda eru raddir þeirra óneitanlega nokkuð líkar. „Sem betur fer er fólk hætt að tengja okkur saman“, segir hún. „Það gerði mér nefnilega lífíð leitt — þó svo vissulega hafí ég einnig notið góðs af því. Það vakti athygli fólks, þegar ég var að stíga mín fystu skref sem söngkona." — Fátt er svo með öllu illt... COSPER Er þetta gaurinn, sem þú þorir ekki að biðja um launahækkun? Umboðsmenn — skemmtikraftar Allir þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri hugmyndum sín- um á einum vinsælasta skemmti- stað borgarinnar. Vinsamlegast sendið upplýsingar og helst myndir. Allt kemur til greina, dans, hljóðfæraleikur, söng- ur, glens, grín og alvara. Allir fá tækifæri til að koma sínu á framfæri. Sendist augld. Morgunblaðsins merkt: „Show Business" fyrir 15. júlí. HEIMSMEIS TARI í FILMUGÆÐUM Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexico notar aðeins Fuji filmur fyrir allar myndatökur af leikunum. Þegar á aö taka vandaöar myndir sem á að varð- veita, þá er betra aó hafa FUJI filmu í mynda- vélinni. Nýju FUJICOLOR HR filmurnar standa fyrir sínu — skarpar og fínkornaðar myndir, sem varð- veita góðar minningar um langa framtíð. Næst þegar þú færð þér filmu — mundu eftir FUJI — vegna gæðanna og að sjálfsögðu líka vegna verðsins. Þú færð FUJICOLOR litfilmur 100 asa, 200 asa, 400 asa og 1600 asa, sem er Ijósnæmasta filma veraldar. ABKOSÓ CN135-24 AEJCoSÓ CH135-24 asocoSó CU13524 SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177 Útsölustaðir um allt land!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.