Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 52

Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 52 Leikið um briðja sætið í dag: Leikur tveggja léttleik- andi liða „Þriðja sætið er betra en það fjórða," sagði Battiston NÁBÚARNIR Frakkar og Belgar leika um þriðja sœtið f Puebla f Mexfkó f dag og hefst leikurinn kl. 18.00. Frakkar töpuðu fyrir Vestur-Þjóðverjum, 0:2, f undan- úrslitum, og Belgar fyrir Argen- tfnu með sömu markatölu. Vest- ur-Þýskaland og Argentfna leika svo til úrslita á morgun, sunnu- dag. Frakkar munu mæta ákveönir til leiks í dag og ákveðnir í að sanna hversu góðir þeir eru. Frönsku leikmennirnir eru varla búnir að ná sér eftir hið óvænta tap gegn Vestur-Þjóðverjum á miðvikudags- kvöld í undanúrslitum. Flestir höföu veðjað á þá sem heims- meistara og ekki aö ástæðulausu þar sem þeir hafa leikið frábærlega í keppninni að undanskildum leikn- um við Vestur-Þjóðverja. Margir hafa deilt um réttmæti leiksins um þriðja sætið. „Leikur um þriðja sætið ætti aldrei að fara fram í svona keppni. Það er nógu svekkj- andi að tapa í undanúrslitum," sagði Maxime Bossis, sem leikur sinn síöasta leik með franska landsliðinu í dag. „Vonbrigðin voru það mikil fyrir okkur að tapa fyrir Vestur-Þjóðverjum að leikurinn í dag um þriðja sætið virðist hálf tilgangslaus. Frakkar komu til Mexíkó til að verða heimsmeistar- ar og eftir að við unnum Brasilíu trúðu leikmennirnir þvi sjálfir að svo gæti orðið," sagði Henri Mic- Becker í hitabylgju BORIS Becker, sem fyrir ári varð yngsti Wimbledon-meistari sögunnar, hefur unnið leiki sína til þessa í keppninni f ár, eins og flestir fremstu tennisleikarar heims. - Ivan Lendl, sem er hæstur á styrkleikaskrá alþjóðatennissambandsins, og þvf sigur- stranglegastur f keppninni, hefur hinsvegar aldrei unnið Wimble- don, og Jimmy Connors var óvænt sleginn úr leik f fyrstu umferð. í kvennaflokki þykir Martina Navratilova sigurstranglegust. Mikil hitabylgja hefur gengið yfir Bretland undanfarna daga, og hafa sumir leikirnir farið fram f sólskini og yfir 30 stiga hita. Það er annað en á fyrsta degi mótsins á mánudaginn - þá varð að fresta öllum leikjum vegna úrhellisrigningar. N • Michel Platini fær hér flugferð eftlr harða hrfð að marki Belga í landsleik Frakka og Belgfu fyrir nokkru. Jean-Marie Pfaff, markvörður, grfpur hór vel innf en hann hefur staðið sig frábærlega í marki Belgaíkeppninni. hel, þjálfari Frakka. Belgar hafa komið mest á óvart allra liða í heimsmeistarakeppn- inni. Enginn bjóst við að liðið næði svo langt sem raun ber vitni. Þeir gefa örugglega ekkert eftir í barátt- unni um þriðja sætið í dag. Að vinna Frakka er mikið kappsmál fyrir Belga. Þeir vita að heima í Belgíu verður mikil móttökuathöfn er þeir koma heim og ekki væri verra að vinna Frakka. „Leikurinn um þriðja sætiö er ekki mjög mikil- vægur, aðeins uppörvun fyrir liðin sem töpuðu í undanúrslitum. Keppnin er búin og það er aðeins eitt iið sem sigrar. Við erum ánægðir með árangur okkar, hann var meiri en við sjálfir áttum von á,“ sagði Guy Thys, þjálfari Belga. „Þriðja sætið er betra en það fjórða og við munum leggja okkur alla fram í leiknum og halda uppi heiðri Frakka," sagði Patrick Batt- iston, leikmaður franska liðsins. Það verður því örugglega um góð- an leik að ræða hjá Belgum og Frökkum í dag. Liðin leika mjög skemmtilega knattspyrnu þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi. Liðin sem leika í dag verða að öllum líkindum þannig skipuð. Númer leikmanna í sviga: Frakkland: Joel Bats (1), William Ayache (3), Maxime Bossis (6), Patrick Battiston (4), Manuel Amoros (2), Jean Tigana (14), Luis Fernandez (9), Alain Giresse (12), Michel Platini (10), Yannick Stopyra (19) og Bruno Lellone (16). Belgía: Jean-Maríe Pfaff (1), Eríc Gerets (2), Georges Grun (13), Michel Renquin (5), Stef- hane Demol (21), Patrick Vervoort (22), Enzo Scifo (8), Jan Ceulemans (11), Daniel Veyt (18), Frank Vercauteren (6) og Nico Claesen (16). ' 1K 5 wf' íW * iL i < >3PÍÍÍ I rV Wff • Verðlaunahafar ásamt aðstandendum Johnnie Walker-mótsins, sem fram fór á Nesvellinum á laugar- daginn. Golf: Jóhann sigraði HIN árlega Johnnie Walker-golf- keppni fór fram á Nesvelli sl. laugardag, 21. júnf. Leiknar voru 18 holur og fóru úrslit þannig: Án forgj. Jóhann Einarsson NK 74 högg. Sveinn Sigurbergsson GK 76 högg. Guðmundur Sveinbjörnsson GK76 högg. Með forgj. Jóhann Einarsson NK 63 högg. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 68 högg. Jón Árnason NK 70 högg. Verðlaun voru mjög glæsileg en þau voru öll gefin af umboðsmanni Johnnie Walkerá íslandi. „Hornið" Um helgina 7.-8. júní fór fram á Nesvelli Hornið, opið golfmót fyrir öldunga 55 ára og eldri. Spilaðar voru 36 holur. Öll verðlaunin voru gefin af Auglýsingastofu Gunnars Gunnarssonar. Verðlaunahafar urðu sem hér segir: 1. án forg. Knútur Björnsson GK 164högg. 2. án forg. Gunnar Stefánsson NK 164 högg. Keppni í þessu golfmóti var mjög tvísýn og spennandi og þúrfti bráðabana til að skera úr um úrslit þar sem Knútur sigraði. 1. m. forg. Sigurberg Elentinusson GK 133 högg. 2. m. forg. Gunnar Stefánsson NK 136 högg. 3. m. forg. Sverrir Einarsson NK 138 högg. ÍÞRÓTTAFÉLAG Kópavogs mun standa fyrir knattspyrnuskóla f júlf og ágúst á Heiðarvelli f Kópa- vogi. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 30. júnf og lýkur 11. júlf og það næsta hefst 14. júlf. Kennt verður frá kl. 13.00-15.00 mánudaga til föstudaga. Skólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrin- um 5-12 ára. Á dagskrá eru al- mennar tækniæfingar og grunn- Aukaverðlaun: Fæst putt seinni dag: Sveinn Snorrason GR 30 putt. Næst holu á 6. braut fyrri dag: Aðalsteinn Guðlaugsson GR 3,38 m. Næst holu á 6. braut seinni dag: Sigurjón Hallbjörnsson GR 2,43 m. Næst holu á 3. braut seinni dag: Gísli Sigurðsson GR 6,30 m. þjálfun, knattþrautir og knatt- spyrnuskóli KSÍ með myndbanda- sýningum í Digranesi. Allir þátttak- endur fá viðurkenningarskjöl. Þórir Bergsson iþróttakennari verður leiðbeinandi á námskeiðun- um og hann veitir allar nánari upplýsingar í sima 44368 í hádeg- inu og eftir kl. 9.00 á kvöldin. Innritun er á Heiðarvelli á kennslu- tíma. Knattspyrnuskóli ÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.