Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Hótel Örk: Hótelsljór- inn hættir GUÐMUNDUR Helgason, sem ráðinn var hótelstjóri hins nýja hótels í Hveragerði, Hótel Arkar, hefur látið af þvi starfi. Að því er Morgunblaðið kemst næst mun ástæðan vera skoðana- ágreiningur milli Guðmundar og eigandans Helga Þórs Jónssonar um rekstur hótelsins. Helgi Þór Jónsson mun sjálfur stjóma hótel- inu fyrst um sinn. Þrjú skip hafa landað í vikunni Siglufjörður. ÞRJÚ skip hafa landað afia á Siglufirði í þessari viku, Stálvík landaði 120 tonuum á mánudag- inn, Skjöldur 65 á þriðjudag og í gærkvöldi kom Sigluvík inn með 190 tonn. Aflinn er botnfískur, þorskur og ýsa og þó nokkuð af grálúðu. Mikil vinna hefur verið í frystihúsinu. mj. Launamálaráð BHMR boðar til fundar um kjaradóm Launamálaráð BHMR heldur fund með fulltrúum aðildarfé- laga sinna klukkan 14.00 á Hótel Sögu í dag. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar, formanns launa- málaráðs, verður þetta kynning- ar- og umræðufundur, en af honum er ekki að vænta ákvarð- ana. „Við ætlum að kynna félags- mönnum okkar niðurstöðu Kjara- dóms og ræða hana, en þetta er ekki rétti vettvangurinn til að taka ákvarðanir um aðgerðir," sagði Þorsteinn. A gangi ígóða veðrinu Landspítalinn: Fresta þurfti aðgerðum vegna veikindaforfalla félaga í BHMR Þurrt og bjart nyrðra skýjað og væta syðra VEÐURSTOFAN spáir bestu veðri um norðanvert landið um helgina, þurru og þar njóti sólar víða. Hins vegar eru líkur á suð-austan eða sunnanátt og einhverri vætu um sunnanvert landið. FRESTA þurfti aðgerðum á Landspítalanum I gser vegna veikindaforfalla hjúkrunarfræð- inga og líffræðinga í Blóðbank- anum. 25 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í BHMR til- kynntu sig veika og 4 líffræðing- ar hjá Blóðbankanum boðuðu forföll vegna þunglyndis. Nokk- uð var um fjarvistir félaga í BHMR vegna veikinda í öðrtun ríkisstofnunum í gær. Að sögn Davíðs A. Gunnarssonar forstjóra ríkisspítalanna komu §ar- vistir þessara starfsmanna sér illa, og hafa orðið til þess að ekki hefur verið unnt að sinna nema bráðatil- fellum. „Það hriktir í kerfinu þegar svo margir boða forföll og við höf- um neyðst til að stokka upp aðgerðariista og endurskipuleggja vinnubrögðin," sagði Davíð. Hann sagði að hægt yrði að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalan- um í nokkra daga ef bati viðkom- andi starfsmanna drægist á langinn, og ef veikin stingi sér ekki niður meðal annarra stétta á spítal- anum. Davíð sagði að að sú ákvörðun hefði verið tekin að biðja þá sem boðuðu forföll um læknis- vottorð. Ólafur Jensson yfirlæknir og for- stöðumaður Blóðbankans sagði að það stæði starfsemi bankans tölvert fyrir þrifum að missa iíffræðingana úr starfí. „Þeir gegna mikilvægu hlutverki á rannsóknarstofunni, og er erfitt að vera án þeirra, ekki síst nú þegar margir eru í fríi,“ sagði hann. Ólafur sagðist hafa haft spumir af því að líffræðingamir myndu verða frá vinnu einnig í dag. Fjöldauppsagnir BHMR-félaga í kjölfar kjaradómsins? Margir munu nú gera upp hug sinn — segir formaður HÍK, stærsta aðildarfélags BHMR „FJÖLMARGIR háskólamenn í störfum hjá ríkinu hafa beðið með að taka ákvörðun um framtíð sina þar til Kjaradómur væri búinn að komast að niður- stöðu. Eftir dóminn á miðviku- dag má búast við að margir geri endanlega upp hug sinn til þess hvort þeir ætla að halda áfram eða hvort þeir skipta um störf,“ sagði Kristján Thorlac- ius, formaður Hins íslenska kennarafélags (HÍK), i samtali við blm. Morgunblaðsins i gær um viðbrögð félagsmanna sinna við dómi Kjaradóms. HÍK er stærst aðildarfélaga BHMR (l.aiinamálaráðs ríkisstarfs- manna í Bandalagi háskóla- manna) með um 40% félagsmanna þess innan sinna vébanda. „Það er fráleitt að tala um leið- réttingu launa í þessu sambandi, eins og Kjaradómur gerir í sínum forsendum," sagði Kristján. „Það sem hér hefur gerst er ekki annað en það sama og hefur gerst í sérkjarasamningum ýmissa fé- laga innan BSRB og víðar. Við áttum von á að fá raunverulega leiðréttingu en þessi niðurstaða skiptir engu máli í því samhengi." En hversu mikilli launahækkun áttu HÍK-félagar von á? „Við áttum í einlægni von á að fá talsvert meira en þetta," svaraði Kristján Thorlacius. „Síðan vorið 1984 hefur verið unnið að könnun á raunlaunum háskólamenntaðra manna í einka- geiranum og samanburði við okkur. Við töldum þeirri vinnu vera lokið og að hún sýndi fram á, að þama var verulegur munur — vægt reiknaður um 60%. Kjara- dómur taldi muninn vera um 35% og þvl áttum við von á að þeir myndu dæma að minnsta kosti tveggja stafa tölu, enda gáfu öll gögn tilefni til að ætla það.“ Formaður HlK sagði næsta skref sfns félags og annarra aðild- arfélaga BHMR vera að segja upp gildandi samningum, móta kröfur og setja þær fram og þá yrði stefnt að „viðunandi samnings- rétti", eins og hann orðaði það, þ.e. fullum samnings- og verk- fallsrétti. „Nýjustu yfírlýsingar Qármálaráðherra benda til að það muni ekki verða mikið mál," sagði hann. Stjórnarfundur Byggðastofnunar: Samþykkt að leita leiða til að efla og bæta þjón- ustu við landsbyggðina SAMÞYKKT var á stjómarfundi Byggðastof nunar á ísafirði í gær að beina þvi til ríkisstjómarinnar að finna hagkvæmar leiðir til að efla og bæta þjónustu ríkisins á landsbyggðinni. Lagði stjóm Byggðastofnunar til að komið yrði á samstarfi opinberra stofn- ana um starfsaðstöðu á ákveðn- um stöðum og lýsti hún sig reiðubúna til að hafa forystu um undirbúning slíks samstarfs. Stefán Guðmundsson, stjómar- formaður stofnunarinnar, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að hann vildi gjaman sjá slíkar stjómsýslumiðstöðvar rísa í öllum Ijórðungum landsins eða jafn- vel hveiju kjördæmi. „Byggðastofn- un er málsvari landsbyggðarinnar allrar og hennar hlutverk felst með- al annars í aðstoð við heimaaðila við þróunarstarf og áætlunargerð," sagði Stefán. Hann gat þess einnig að nauðsynlegt væri fyrir Byggða- stofnun að vera í sem nánustum tengslum við atvinnulíf og mannlíf landsbyggðarinnar og eðlilegt að stofnunin hefði um það forgöngu að athuga á hvem hátt bæta mætti starfsemi ríkisins þar án þess að það yrði of dýrt. „Það er ekki nokkur vafi á að við það að starfa nær þeim vett- vangi sem starfsemin nær til mun þjónustan batna til muna, sem er sérstaklega mikilvægt vegna þess að markmiðið er einnig að auka þróunarstarfsemina við lands- byggð'113." sagði Stefán Guð- mundsson að lokum. Sjá einnig viðtöl á bls. 29. Hjúkrunarfræðingar 1BSRB gerakröfu um samræmingu síðasta mánuði, þegar við gengum frá okkar sérkjarasamningum, munaði 5—7% á launum þessara hópa. í sérkjarasamningunum var þessi munur leiðréttur en nú er aft- ur farið að halla á okkur. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af þessu, því í bókun, sem fylgir samningn- um, fellst samninganefnd ríkisins í reynd á að jöfnuður skuli haldast með okkur og háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingum í BHMR. Það er bara fyrir okkur að sækja þenn- an launamun og það munum við gera,“ sagði Sigríður. Hjúkrunarfræðingar í BSRB munu gera kröfu til að fá sams- konar flokkahækkanir og háskólamenntaðir lijúkrunar- fræðingar í BHMR fengu samkvæmt Kjaradómi. „Við munum þegar í stað óska eftir viðræðum um samræmingu launastiga okkar og Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga,“ sagði Sigríður Ingimundar- dóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. „Síðan í febrúar og þangað til í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.