Morgunblaðið - 11.07.1986, Side 11
vald til að náða hvorki einn né neinn
upp á sitt eigið eindæmi. í þriðja
lagi þótti mörgum nú einsýnt að
Shalom væri sekur.
Einn fyrrverandi dómsmálaráð-
herra landsins Haim Zadok lýsti því
yfir að gjörð forsetans og málið
allt væri blettur á ísraelsku lýð-
ræði. Hann sagði að hvað svo sem
Öryggisþjónustan teldi sig hátt-
skrifaða og merkilega mætti það
aldrei verða að hún kæmist upp
með að fremja glæpi. Mikil skrif
urðu í blöðum og ríkisstjómin gerði
sér grein fyrir að eitthvað varð að
gera. En áður en ráðvilltir ráð-
herrar gætu snúið sér við hafði
Herzog forseti bætt gráu ofan á
svart með nýrri yfírlýsingu. Hann
varði fyrri ákvörðun með því að
segja að yrði sett á fót rannsóknar-
nefnd af einhveiju tagi væri
óhjákvæmilegt að forsvarsmenn
Shin Bet neyddust tii að gefa upp-
lýsingar sem kynnu að stefna
öryggi landsins í voða. „ísraelar
hafa ekki efni á því að öryggi þeirra
verði á einhvem hátt veikt. Né held-
ur er ástæða til að ætla að þeir
valinkunnu sómamenn sem era í
forystu hafi nokkuð það að fela sem
á erindi fyrir almenningssjónir"
sagði Herzog.
En menn vora ekki allir á sömu
skoðun og forsetinn. Raddimar
urðu hávæarari sem kröfðust full-
nægjandi rannsóknar á málinu og
Shimon Peres forsætisráðherra
kunngerði að hann væri fylgjandi
rannsókn. Yitzak Shamir, utanríkis-
ráðherra, brást hinn versti við og
sagðist vera á öndverðri skoðun.
Þar með var allt komið opinberlega
í háa loft innan ríkisstjórnarinnar.
Shimon Peres sagði nú, að hann
teldi ekki ástæðu til að rannsókn
færi fram. Nokkrir ráðherrar voru
honum fylgjandi að málum, þar á
meðal Rabin, varnarmálaráðherra
og að minnsta kosti tveir aðrir.
Aftur á móti er vitað að málið var
rætt á hveijum ríkisstjómarfundi
af öðram og loks tilkynntu þrír ráð-
herrar sem fylgja Verkamanna-
flokknum, að þeir myndu segja af
sér nema gerð yrði ítarleg athugun
á málavöxtum öllum. Þessir ráð-
herrar era Ezer Weizmann, Yaakov
Tsur og Gad Yaakobi. Reynt hefur
verið leynt og ljóst að telja þeim
hughvarf, vegna þess að afleiðingar
afsagna þeirraa era auðvitað öllum
ljósar. Shimon Peres, forsætisráð-
herra, greip þá til þess að gefa enn
eina yfirlýsingu: hann sagði að eig-
inlega væri aðkallandi að nefnd
yrði sett til að rannsaka málið.
Það hefur vakið furðu í ísrael,
hversu reikull í skoðunum forsætis-
ráðherrann hefur verið og minnzt
hefur verið á hér. Á hinn bóginn
er skiljanlegt að það vefjist fyrir
Peres hvemig greiða skuli úr mál-
inu, án þess að stjórnarsamstarf
rofni. Nýjar kosningar nú er vafa-
samur kostur, kosningabarátta sem
yrði háð um þetta mál eitt yrði
hvorugum stjómarflokkanna til
framdráttar og aðeins til þess að
öfgasinnaðir trúarlegir stjómmála-
flokkar kæmust til meiri áhrifa og
hafa þau þótt óeðlilega mikil síðustu
mánuði og vaxið í röngu hlutfalli
við styrkleika þessara smáflokka.
En hvemig sem málið verður
leyst, hvort sem Peres sýnir þá
djörfung að láta taka á því af hisp-
ursleysi og einurð hafa báðir stóra
flokkamir, svo og forseti landsins
beðið alvarlegan álitshnekki og
málið hefur valdið djúpstæðari deil-
um manna á meðal en svo að um
heilt muni gróa alveg í bráð.
(Heimildir m.a. Observer, Newsweek, Jeru-
salem Post, AP.)
Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
g Electrelax Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux
Ármúla la Sími 91-686117
Electrelax Electrelax Electrolux Elcctrolux Electrolux
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
11
Fiskaflinn nær 50.000
lestum meiri en í fyrra
Helmingi meira af ferskum þorski selt erlendis nú
ÞAÐ, sem af er árinu er fiskafli
landsmanna orðinn 730.073 lest-
ir, eða 46.472 lestum meiri en í
fyrra og hefur til þessa veiðzt
meira af öllum helztu fiskiteg-
undum en á sama tíma þá. Mest
aflaaukning hefur verið í þorsk-
veiðinni, en hún er nú 28.819
lestum meiri en i fyrra. Aflinn i
júnímánuði er 5.420 lestum meiri
og munar þar mestu um meiri
veiði á botnfiski öðrum en þorski.
Rúmlega helmingi meira af
þorski hefur nú verið landað er-
lendis en á síðasta ári.
Afli báta í júnímánuði nú varð
samtals 18.828 lestir, 440 lestum
meiri en í fyrra. Þorskaflinn varð
8.745 lestir á móti 8.171 í fyrra,
afli af öðram botnfiski varð 6.497,
253 lestum minni en í fyrra, rækju-
aflinn lítillega minni og humaraflinn
nokkra meiri. Afli togara varð sam-
tals 37.413 lestir, 4.980 lestum
meiri en í fyrra. Þorskaflinn varð
22.618 lestir, 453 lestum minni og
afli af öðram botnfiski 14.795,
5.433 lestum meiri. Heildaraflinn í
mánuðinum varð 56.241 lest, en í
fyrra 50.821. Þorskaflinn nánast
sá sami, en af öðram botnfiski
veiddist 5.180 lestum meira.
Heildarflinn frá áramótum til
júnfloka varð 730.073 lestir, 46.472
lestum meiri en í fyrra. Munar þar
mestu um að þorskveiði er 28.819
lestum meiri en í fyrra, afli af öðr-
um botnfiski 13.671 lest meiri og
afli annarra helztu nytjaflska er
litlu meiri en á sama tíma í fyrra.
í júní var 2.194 lestum landað
erlendis og er það nánast sama
magn og í fyrra. Það, sem af er
árinu, hefur 80.836 lestum verið
landað erlendis en 49.079 lestum í
fyrra. Munurinn liggur að mestu í
loðnu, en nú hefur um 5.399 lestum
af þorski verið landað í erlendum
höfnum, sem er rúmlega helmingi
meira en í fyrra.
ÁLER
OKKAR MÁL!
Fyrirliggjandi í birgðastöð:
Álplötur (AiMg3)
Sæ- og seltuþolnar
Hálfhart efni í þykktum frá 0,8mm-10mm
Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm
2000 mm x 5000 mm
Rifflaðar álplötur gólfál
(AiMg3)
Þykktir: 3 - 7 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm
Stangaál
(AiMgSi 0,5) Seltuþolið
Fjölbreyttar stærðir og þykktir
SINDRA
Alprófílar
□ czzin
Vinkilál
ILL
STALHF
Flatál
Sívalt ál
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, sími: 27222.
ARGUS/SlA