Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
Stöðvun hvalveiðanna
Starfsitn
• / / í» l i i
ír a aframi
enn almennt svartsým
HVALVEIÐISKIP Hvals hf
Hvalur 8 og 9, komu í gœr
til hafnar að hvalstöðinni í
Hvalfirði. Hvalveiðiskipin
hættu veiðum á miðnætti og
héldu síðan til hafnar. Hla
hefur viðrað til hvalveiða
undanfarna daga og komu
hvalveiðiskipin því tóm til
hafnar. Sumarfrí sjómanna
á hvalveiðiskipunum hófust
í gær, en sumarfrí starfs-
manna í Hvalstöðinni hefjast
þann 11. ágúst. Vaktavinnu
verður hætt næstkomandi
helgi og dagvinna hafin þess
í stað og er þá búist við að
flestir starfsmennimir fari
í frí. Morgunblaðið kannaði
hljóðið í starfsmönnum
stöðvarinnar og hvalveiði-
mönnum í tilefni af hinum
skyndilegu sumarfríum.
Ekki var líflegt um að litast á vinnsluplani hvalstöðvarinnar í gær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„Ekkert vit
í því að
hætta núna“
— segir Signrður
Njálsson skip-
stjóri á Hval 9
„ÞAÐ ER ekkert vit í því að fara
í frí núna,“ sagði Sigurður Njáls-
son skipstjóri og skytta á Hval
9, „enn á eftir að veiða 21 lang-
reyð upp í kvótann, og það yrði
einstök lukka, ef það tækist að
klára kvótann, enda hverfur
langreyðin yfirleitt á bilinu 10.-
ló.september, auk þess sem
birtutíminn er mun styttri."
Sigurður hefur verið 33 vertíðir
á hvalfangara og byxjaði sem
messagutti. „Mér litist ekkert á það
að þurfa að hætta núna; enda hleyp-
ur maður ekki inn í önnur störf á
sjó og enn síður í landi. Annars er
ég tiltölulega bjartsýnn á að við
höldum út aftur, enda trúi ég ekki
öðru en að okkar mönnum takist
að koma vitinu fyrir Bandaríkja-
menn. Ég tel því að ekki ætti að
þurfa að fara í hart." Sigurður taldi
afskipti bandarískra stjómvalda
fáránleg, en það sem gera þyrfti,
væri að útskýra okkar mál fyrir
þeim.
Hvalur 9 hafði engan hval með-
ferðis, er hann kom að landi. „Við
lögðum af stað þann 25. júlí, en
það var leiðindaveður á miðunum.
Við sáum hvali og reyndum allt
hvað af tók til þess að fanga hval
fyrir miðnættið, en það tókst ekki.
Hvalur 9 hefur það sem af er vertíð
veitt 33 langreyðar og 8 sandreyð-
ar. „Sandreyðin er að skella sér á
miðin um þessar mundir og verður
á þeim lengi fram eftir hausti. Það
þarf engar áhyggjur að hafa af
langreyðinni, en það er verst hvað
hún er afurðalítil. Það er hins vegar
nóg af friðuðu tegundunum á mið-
unum, sem sýnir það áróður
Grænfriðunga hefur ekkert með
útiýmingarhættu tegundanna að
gera, heldur virðist hvalurinn vera
heilög kýr í þeirra augum; ekkert
ósvipað trúarbrögðum hindúa,"
sagði Sigurður og bauð mönnum í
nefið hinn hressasti þrátt fyrir allar
skapraunir.
„Hæpið að við fáum aðra
vinnu fram að skóla“
— sögðu þrír námsmenn, sem starfa í sumar í hvalstöðinni
STÓR hluti starfsmanna við hval- Um það hvemig bregðast skuli
stöðina í Hvalfirði eru náms- við, sagði Pétur að hann væri þeirr
menn, sem eru að afla sér tekna
fyrir veturinn og mætti ætla að
þessi stöðvun kæmi sér illa fyrir
þá. Blaðamaður hitti þrjá þeirra
að máli í mötuneyti stöðvarinnar;
þá Lárus Blöndal, Pétur Kristins-
son og Bjarna Þór Gunnlaugsson.
Þeir félagarnir voru sammála um
það, að þetta sumarfrí kæmi sér
afar illa fjárhagslega, og enn verra
yrði, ef veiðamar legðust með öllu
niður, enda væri erfitt að fá vinnu,
þann tíma, sem eftir væri sumars.
Lárus Blöndalhefur unnið þijár
vertíðar í hvalstöðinni. „Mér líst
mjög illa á að fá frí núna; líklega
líst engum vel á það. Afskipti Banda-
ríkjanna eru fyrir neðan allar hellur
og tel ég að við eigum að bregðast
við af hörku og gugna ekki; hins
vegar tel ég bamalegt að hóta brott-
rekstri hersins.
Það er ágætt að vinna hér, enda
rnikla vinnu að fá. Því miður tel ég
að síðasti hvalurinn hafí verið skor-
inn síðasta iaugardag, enda hafa
Bandaríkjamenn sýnt og sannað að
þeir láta ógjaman undan."
Pétur Kristinssonhefur unnið
fjórar vertíðar í hvalstöðinni. Pétur
taldi afstöðu Bandaríkjamanna bera
hræsni þeirra órækt vitni, ef höfð
væru í huga viðbrögð þeirra við kröf-
unni um refsiaðgerðir gagnvart
Suður-Afríku. „Bandaríkjamenn eru
á engan hátt málefnalegir, heldur
ræðst afstaða þeirra af tilfinningum
og trúarbrögðum."
ar skoðunar, að íslendingar ættu að
bíða átekta og láta reyna á það,
hvort Bandaríkjamenn beiti refsiað-
gerðum, og ef út í viðskiptaþvinganir
færi, mætti hugsanlega fara út í
það, að beita ýmiss konar þrýstingi,
eins og að stöðva innflutning á
nautakjöti til vamarliðsins.
Bjarni Þór Gunnlaugsson, sem
unnið hefur í hvalstöðinni einar átta
vertíðar, sagði að þetta koma sér
illa fjárhagslega, enda væri erfítt
að fá nýtt starf. Bjami taldi að
íslensk stjómvöld ættu fyrst og
fremst að reyna að upplýsa
bandarísk stjómvöld um eðli hval-
veiða íslendinga. Bjami áleit, að
Bandaríkjamenn væru illa upplýstir;
að því er snerti fjölda veiddra dýra
og að vísindarannsóknir Islendinga
væru ekkert yfírskin. Bjami gat
þess, að áður fyrr hefðu vísinda-
mennimir skoðað hvalina í hálftíma
til eina klukkustund, en núna skoð-
uðu þeir hvem hval að meðaltali 2-3
tíma áður en starfsmenn fá að skera.
Ólafur Arsælsson háseti og fyrr-
um stýrimaður: „Fréttin í útvarp-
inu hafði mikil áhrif á andann
um borð.“
hvalveiðiskipi vera ákaflega spenn-
andi og sæmilegt upp úr því að
hafa; minna þó núna en undan-
farið og sér þætti afleitt að þurfa
að skipta um starf eftir svo langan
tíma. Ólafur taldi ómögulegt að
spá í framhaldið, en þó væri hann
nokkuð bjartsýnn á það að hval-
veiðar hæfust aftur að loknu
sumarfríi. Ólafur áleit afskipti
Bandaríkjamanna vera í hæsta
máta óeðlileg.
„Við heyrðum fréttina um sum-
arfríið fyrst í útvarpinu þann 25.
júlí á útleið og bitnaði þessi frétt
mjög á andanum um borð,“ sagði
Ársæll að lokum.
Námsmennirnir þrír: (talið frá vinstri) Lárus Blöndal, Pétur Kristinsson og Bjarni Þór Gunnlaugsson
Sigurður Njálsson skipstjóri á Hval 9: Er laust starf á Mogganum?
Ólafur Ársælsson
háseti:
„Leyfi mér
að vera
bjartsýnn“
ÓLAFUR Ársælsson hefur unn-
ið á hvalfangara einar 15 vertíð-
ir; áður sem stýrimaður, en sem
háseti eftir að hvalskipunum var
fækkað. Ólafur vinnur á milli
vertíða við viðhald á bátunum.
Ólafur kvað starfíð um borð í